Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2014/100 411 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Eftir rúmlega ársdvöl í Noregi og á Íslandi var orðið eitthvað friðsamlegra í Kína svo fjölskyldan flutti aftur þangað og þar ólst Jóhannes upp til níu ára aldurs. Árið 1937 fóru þau heim til Noregs í lögboðið frí og hugðust snúa aftur til Kína að því loknu. Þá var hins vegar skollin á styrjöld þar eystra og allar leiðir þangað lokaðar. Það varð því úr að fjölskyldan flutti til Íslands og þar dvaldi Jóhannes um tveggja áratuga skeið. Vildi verða kristniboði Á menntaskólaárunum kynntist hann hjúkrunarnema frá Vestmannaeyjum, Ás­ laugu Johnsen, og þau opinberuðu trúlof­ un sína daginn sem hann varð stúdent, 17. júní 1949. Þá var Jóhannes staðráðinn í að verða kristniboði og hann langaði að starfa í Kína. „Áslaug spurði af hverju ég færi ekki í læknisfræði, þar gæti ég orðið að liði í trúboðsstarfinu. Ég leit alltaf á þetta sem sama hlutinn. Í báðum hlutverkum var ég að þjóna og hjálpa fólki. Það bjó mjög sterkt í mér að starfa að trúboði og í Kína hafði ég séð hversu vel þetta tengdist því skólinn okkar var í nágrenni við sjúkrahús kristniboðsins þar,“ segir Jóhannes. Hann lauk læknisnámi í Háskóla Ís­ lands og starfaði sem kandídat árið 1957­8. Að því loknu fluttu þau til Noregs þar sem Jóhannes var í starfsnámi í skurðlækning­ um í Molde og einnig í Svíþjóð. Hann sótti svo nám í hitabeltislækningum í Lundún­ um áður en þau héldu á vit ævintýranna í Eþíópíu árið 1960. Í maí það ár vígðust þau hjónin til kristniboða og í ágúst mættu þau til leiks í bænum Irgalem í Suður­Eþíópíu þar sem Jóhannes var um skeið læknir við sjúkrahús norska kristniboðssambandsins. Eitthvað hafði skolast til í samskiptum við þarlenda því tungumálanámskeið sem hann átti von á varð að að bíða betri tíma um sinn. Þess í stað varð hann að bjarga sér með aðstoð túlks. „Ég lærði þó fljótt helstu orð spítalamálsins,“ segir hann. Frumkvöðlastarf Aðkoman var ekkert sérlega glæsileg í Irgalem. „Þar hafði kristniboðið starfrækt spítala í nær 20 ár en í bænum var engin opinber vatnsveita. Vatn var lagt inn um líkt leyti og við settumst að í Irgalem. Fram að því þurfti að sækja allt vatn á ösnum. En þótt slíkur spítali stæðist vart gæðakröfur nútímans stóðst læknastarfið sem þar var unnið kröfur þessa tíma. Við sinntum fyrstu hjálp og notuðum viðurkennd lyf. Við urðum að mennta fólk til starfa jafnóðum því það var ekki til í þessu fátæka landi.“ Allar aðstæður voru óneitanlega mjög ólíkar því sem hann hafði kynnst. „Stund­ um brostu menn að tillögum mínum og þóttu þær út í hött. Ég átti það til að stinga upp á hlutum sem ekki voru til, til dæmis að gefa vökva í æð. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikla vinnu það kostaði að dauðhreinsa vatnið. Sem betur fer kunni Áslaug tæknina sem þurfti til að framleiða æðavökva. Sú tækni var enn í notkun á Landspítalanum á þessum tíma. Þetta var því mikið frumkvöðlastarf. Hjúkrunarfræðingar voru ekki tiltækir svo við menntuðum það sem við köll­ uðum „dressers“. Þetta var stétt manna sem ítalski herinn hafði innleitt en þeir þurftu að þekkja helstu lyf, sótthreinsun og almenna hjúkrun. Þetta var eins konar Jóhannes með lítinn skjólstæð- ing í fanginu. Myndin tekin í Jinka 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.