Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 18
386 LÆKNAblaðið 2014/100 Rannsóknarþýði Þýðið samanstóð af öllum einstaklingum sem leituðu til bráða­ þjónustu Hjartagáttar á tímabilinu 1. janúar til 29. febrúar 2012, að báðum dögum meðtöldum. Þeir sem voru undir 18 ára aldri, bjuggu erlendis eða höfðu komið á Hjartagáttina innan 12 mán­ aða fyrir umrædda komu voru undanskildir frá þátttöku. Þeir sem höfðu skráðar fleiri en eina komu á Hjartagátt á rannsóknar­ tímabilinu eða höfðu komið aftur þangað eftir að rannsóknar­ tímabilinu lauk voru með í rannsóknarþýðinu en voru beðnir um að svara spurningum eingöngu með tilliti til fyrstu heimsóknar­ innar. Spurningalisti var sendur til allra þeirra 485 einstaklinga sem uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar og skráðar upp­ lýsingar um aldur, kyn, tímalengd dvalar á Hjartagátt og hvort þeir útskrifuðust heim. Ef svar við bréfinu hafði ekki borist var því fylgt eftir með símtali innan fjögurra vikna frá sendingu til að minna á boð um þátttöku og til að svara frekari spurningum um rannsóknina. Gefnir voru þrír mánuðir til að svara (frá 4. apríl til 4. júlí). Viðbótarupplýsinga um þátttakendur var aflað úr rafrænni sjúkraskrá Landspítala, meðal annars um sjúkdómsgreiningar á Hjartagátt. Gerð spurningalista Spurningalistinn var byggður á Patient Satisfaction Question­ naire III (PSQ­III) sem var saminn af John E. Ware og samstarfs­ mönnum en hann samanstendur af 51 spurningu sem skiptast í sjö kvarða (kafla).17,18 Rannsakendur þýddu listann yfir á íslensku. Ábendingar um orðalag nokkurra spurninga komu einnig frá Siðanefnd Landspítala eftir að hún tók afstöðu til rannsóknar­ innar. Að lokum voru löggiltir þýðendur (Skjal ehf.) fengnir til að meta gæði íslensku þýðingarinnar. Ákveðið var að sleppa tveimur kvörðum, annars vegar Fjármál (Financial Aspects) og hins vegar Aðgengi (Access/Availability/Convenience), af upphaflega listan­ um því fæstar spurninganna í þeim kvörðum þóttu eiga við hér á landi.14 Ein spurning um hvort efni var þó samin sérstaklega af rannsakendum til að kanna þessi atriði (sp. 38 og 39). Spurningakvarðarnir úr PSQ­III sem notast var við voru: Al­ menn ánægja (General Satisfaction, 6 spurningar), Tækni (Technical Quality, 10 spurningar), Mannleg samskipti (Interpersonal Aspects, 7 spurningar), Upplýsingaflæði (Communication, 5 spurningar) og Tími með lækni (Time Spent with Doctor, 2 spurningar). Ein spurn­ ing í PSQ­III tilheyrði ekki ákveðnum kvarða, spurning 40 „Það er kreppa í heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag“. Tveir kvarðar voru samdir sérstaklega fyrir þessa rannsókn en þeir voru: Starfsfólk kynnir sig (3 spurningar) og Eftirfylgni (4 spurningar). Einnig sömdu höfundar tvær stakar spurningar sem ekki áttu heima í sérstökum kvörðum (spurningar 38 og 39 um fjármál og aðgengi). Endanlegur spurningalisti samanstóð því af 48 spurningum (við­ auki I), þar af 31 spurningu úr upphaflega PSQ­III (spurningar 1­30 og spurning 40), 9 spurningum sem höfundar sömdu sérstak­ lega (spurningar 31­39), 7 ónúmeruðum bakgrunnsspurningum og einni opinni spurningu þar sem þátttakendum var boðið að bæta við athugasemdum. Greining gagna Spurningarnar voru í formi fullyrðinga og þátttakendur merktu við hversu sammála eða ósammála þeir voru hverri fullyrðingu. Svarmöguleikar voru 5: 1=mjög sammála, 2=sammála, 3=hlutlaus, 4=ósammála og 5=mjög ósammála. Spurningunum voru gefin stig frá núll upp í fjóra við úrvinnslu. Spurningarnar fólu ýmist í sér jákvætt eða neikvætt viðhorf en stigum fyrir jákvætt orðuðu fullyrðingarnar var snúið við í úrvinnslu þannig að 4 stig þýddu ávallt mikil ánægja. Stigin fyrir hvern kvarða voru svo lögð saman og deilt með hámarki mögulegs stigafjölda í kvarðanum. Loks var gefin einkunn á skalanum 0­10 þannig að núll stig gáfu ein­ kunnina 0 og fjögur stig í öllum spurningum gáfu einkunnina 10. Einnig var kannað hlutfall þeirra sem voru ánægðir og óánægðir með því að flokka jákvæð svör (mjög sammála og sammála) annars vegar og neikvæð svör (mjög ósammála og ósammála) hins vegar saman í hverjum spurningakvarða og deilt með heildarsvarafjölda kvarðans til að fá fram hlutfall ánægðra og óánægðra. Hlutlaus svör voru ekki tekin með í þessa útreikninga. Ein spurning var oft misskilin eða henni ekki svarað og var henni sleppt við úrvinnslu (spurning 16, „Læknarnir útsettu mig ekki fyrir óþarfa áhættu“). Tölfræði Beitt var lýsandi tölfræði og voru gögn sett fram sem fjöldi, prósentur, meðaltal ± staðalfrávik eða miðgildi (spönn). Gerð var leitandi þáttagreining á öllum 40 atriðum kvarðans en þessi aðferð skoðar breytileika í þekktum breytum eða spurningum sem eru innbyrðis tengdar, með tilliti til þess hvort breytileikann megi skýra með færri þáttum. Áreiðanleiki einstakra kvarða og kvarðans (spurningalistans) í heild var skoðaður með Cronbach's alpha sem metur að hve miklu leyti mismunandi spurningar mæla sömu undirliggjandi hugsmíð (>0,7 talið gott). Hópar voru bornir saman með Wilcoxon­Mann­Whitney og Kruskal­Wallis prófum. Fylgni var könnuð með fylgnistuðlum Pearson og Spearman og var marktækni miðuð við p<0,05. Útreikningar voru gerðir í Ope­ nOffice Calc, Microsoft Excel 2011 og tölfræðiforritunum JMP 9 (SAS Institute Inc., Cary, North Carolina, Bandaríkin) og SPSS 19 (IBM Corp., Armonk, New York, Bandaríkin). Niðurstöður Grunnúrtak rannsóknarinnar var allt þýðið, 485 einstaklingar. Svarhlutfallið var 57% (n=275). Tafla I sýnir samanburð á þeim sem svöruðu og þeim sem ekki svöruðu með tilliti til þekktra þátta. Kynjaskipting var nokkuð jöfn og aldursbilið breitt en þeir sem svöruðu voru marktækt eldri en þeir sem ekki svöruðu, 62 (19­ 95) ára samanborið við 56 (18­95) ára (p=0,001). Grunnupplýsingar um þátttakendur er að finna í töflu II. Tafla I. Samanburður á þátttakendum og þeim sem ekki tóku þátt. Tóku þátt (N=275) Tóku ekki þátt (N=210) P-gildi Aldur (ár) 62 (19-95) 56 (18-95) 0,001 Kyn (% konur) 48 51 0,52 Dvöl á Hjartagátt (klst.: mín.) 5:27 (00:15-39:03) 4:59 (00:15-32:32) 0,46 Útskrifuð heim (%) 68 73 0,25 Gögn eru sýnd sem miðgildi (spönn) eða hlutfall. P-gildi eru reiknuð með Wilcoxon- Mann-Whitney prófi eða Kí-kvaðrat prófi. R a n n S Ó k n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.