Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 14
382 LÆKNAblaðið 2014/100 aðarhlutfall hæst 10.515.168 kr. þegar mismunur heilsutengdra lífs­ gæða var 1,5. Umræða Niðurstaða kostnaðarnytjagreiningar er að viðbótarkostnaður samfélagsins vegna nálaskiptiþjónustu á hvert lífsgæðavegið lífár er 4.506.720 kr. Samkvæmt viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar­ innar er aðgerð kostnaðarvirk ef hún skilar einu lífsgæðavegnu lífári undir þrefaldri vergri landsframleiðslu á einstakling.4 Árið 2011 var þreföld verg landsframleiðsla á hvern íbúa á Íslandi 15.315.000 kr.17 Næmisgreining á helstu forsendum skilaði kostn­ aði innan þessara marka og því benda okkar niðurstöður til þess að nálaskiptiþjónusta sé kostnaðarvirk forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á Íslandi. Rannsóknin hefur nokkra veikleika. Kostnaðarnytjagreining á lýðgrunduðu inngripi er umfangsmikil og byggir á mörgum forsendum sem erfitt er að meta. Einnig er erfitt að spá fyrir um þróun fíknar og smitsjúkdóma í framtíðinni eins og hér er gert. Oft eru upplýsingar ekki tæmandi og því nauðsynlegt að gefa sér ákveðnar forsendur. Ef forsendurnar byggja á skynsamlegum rökum og næmisgreining er gerð, má draga ályktanir út frá niður­ stöðum rannsóknarinnar. Rétt er að gera forsendum þessarar rannsóknar góð skil. Upp­ lýsingar um mismun heilsutengdra lífsgæða og virkni nálaskipti­ þjónustu eru fengnar úr erlendum rannsóknum.9,10 Sambærilegar upplýsingar fyrir Ísland liggja ekki fyrir. Næmisgreiningin leiddi í ljós að þær forsendur sem höfðu mest áhrif á niðurstöðuna voru mismunur heilsutengdra lífsgæða, virkni nálaskiptiþjónustu og kostnaður nálaskiptiþjónustu. Í öllum tilfellum sýndi næmis­ greining samkvæmt þessum forsendum að kostnaður yrði undir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Því má ætla að niðurstaðan yrði sú sama ef íslenskar tölur yrðu notaðar. Fjöldi sprautufíkla og kostnaður vegna HIV­meðferðar var metinn út frá þeim gögnum sem lágu fyrir. Fjöldinn var metinn með því að gera ráð fyrir að 90% virkra sprautufíkla leituðu sér aðstoðar á Vogi. Líklegt má telja að lægra hlutfall sprautufíkla leiti sér með­ ferðar og þar með að heildarfjöldinn sé meiri en hér var áætlað. Nálaskiptiþjónusta er kostnaðarhagkvæmari eftir því sem fleiri sprautufíklar eru til staðar. Hér var því um varfærið mat að ræða. Bent hefur verið á að virkni nálaskiptiþjónustu kunni að vera minni þegar um útbreidda kókaínnotkun í samfélaginu er að ræða, því að fíklar sem nota efnið sprauta sig mun oftar en aðrir fíklar.18 Hér hefur ekki verið gert ráð fyrir mismikilli virkni nála­ skiptiþjónustu í ljósi þess hvaða efni eru mest notuð af sprautu­ fíklum hérlendis, en mikill meirihluti þeirra sem greindust með HIV notuðu oftast metýlfenídat í æð sem einnig er örvandi efni.19 Þannig má segja að álagspróf skaðaminnkunarverkefna sé mis­ erfitt og tengist að einhverju leyti því hvaða efni eru algengust í fíkniefnaheiminum hverju sinni. Gera má því skóna að álags­ prófið hafi verið þungt í tilfelli Íslands, því að metýlfenídat hefur enn skemmri helmingunartíma en kókaín og kallar þannig á tíð­ ari notkun efnisins, sem tengist aukinni smithættu. Einnig hefur verið sýnt fram á að metýlfenídat í æð eykur mjög kynlöngun og því hugsanlegt að notkun efnisins stuðli þannig að aukinni dreifingu HIV með kynmökum.20 Líklegur bjagi vegna þessa er jafnframt í átt að varfærnu mati á hagkvæmni nálaskiptiþjónustu. Þegar kostnaður vegna HIV­meðferðar var metinn var ekki tekið tillit til kostnaðar vegna rannsókna, legu á spítala og launa annarra starfsmanna en sérfræðilækna í smitsjúkdómum. Það má því ætla að kostnaður vegna meðferðar sé hærri en hér er lýst. Um leið er ljóst að með virkri þátttöku í lyfjameðferð gegn HIV verða sprautufíklar minna smitandi og er lyfjameðferð þessa hóps hag­ kvæm.21 Frá því að þessi rannsókn var unnin hefur tíminn leitt í ljós svipaða dreifingu HIV­nýsmita og spáð var fyrir á fyrsta hluta tímabilsins. Reynslan sýnir því að þessi forsenda hefur staðist. Í þessari rannsókn voru einungis skoðuð áhrif nálaskipti­ þjónustu á útbreiðslu HIV­smita meðal sprautufíkla. Áhrif nála­ skiptiþjónustu á tíðni annarra blóðborinna smitsjúkdóma, svo sem lifrarbólgu B og C veirusýkinga hefur einnig verið lýst í er­ lendum rannsóknum.3 Nálaskiptiþjónusta sem er rekin á Íslandi af Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands dreifir einnig ókeypis verjum, býður upp á sárahreinsun og skiptingu sáraumbúða og veitir sálræna aðstoð. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru túlkaðar þarf að hafa í huga að hún tekur ekki tillit til gagnsemi þessara þátta, en inniheldur samt sem áður kostnað sem hlýst af þeim. Vegna þessa og vegna vals á forsendum ber að túlka niður­ stöður þessarar rannsóknar sem afar varfærið mat. Kostnaðarhag­ kvæmni nálaskiptiþjónustu gæti því verið meiri en niðurstöður okkar benda til. Í þessari rannsókn sýnum við að ákvarðanir um deilingu fjár­ magns í verkefni í heilbrigðiskerfinu geta stuðst við greiningar sem eru byggðar á tiltölulega einföldum aðferðum. Flestar for­ sendur sem hér var stuðst við eru öllum aðgengilegar. Við teljum heilsuhagfræðilega aðferð vannýtt verkfæri í ákvörðunartöku um heilbrigðismál á Íslandi. Þetta birtist meðal annars í því að ekkert íslenskt viðmið um kostnaðarhagkvæmni hefur verið gefið út af ríkisstofnunum. Þar sem fjármunir eru takmörkuð auðlind á Ís­ landi væri fyllsta ástæða til að bæta úr því. Þakkir Við þökkum Þór Gíslasyni verkefnisstjóra og dr. Helgu Sif Frið­ jónsdóttur, faglegum verkefnisstjóra Frú Ragnheiðar, kærlega fyrir veitta aðstoð við framkvæmd þessarar rannsóknar. R a n n S Ó k n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.