Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 36
404 LÆKNAblaðið 2014/100
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S
Örn tók við blaðinu er það var komið
í nokkurt öngstræti en ásamt öflugum
hópi samstarfsfólks leiddi hann það útúr
þrengingum og hóf til öflugri vegs með
aukinni útgáfutíðni, útgáfu Fréttabréfs
lækna og mikilvægu frumkvöðlastarfi
við útgáfu íðorðasafns lækna.
„Það má miða upphaf afskipta minna
af Læknablaðinu við árið 1975 þegar
Tómas Árni Jónasson þáverandi formaður
Læknafélags Íslands kom að máli við mig
og spurði hvort ég væri tilleiðanlegur að
taka að mér ritstjórn blaðsins,“ segir Örn
Bjarnason í upphafi samtals okkar.
Örn er skipulagður í frásögn sinni og
greinilega þaulvanur að fást við heimildir
og gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi
nákvæmni í slíkri upprifjun.
„Ég var þá nýfluttur til Reykjavíkur
frá Vestmannaeyjum og hafði nóg að gera
í nýju starfi í heilbrigðisráðuneytinu en
útgáfa Læknablaðsins var komin í nokkurt
fjárhagslegt óefni, aðallega vegna óðaverð
bólgu, og illa gekk að innheimta auglýs
ingareikninga. Það hentaði auglýsendum
vel að draga greiðslur sem lengst, oft mán
uðum saman, þar sem upphæðin rýrnaði
að raungildi með hverjum degi bók
staflega. Fyrirkomulag lyfjainnflutnings
var þá með allt öðrum hætti en síðar varð,
umboðin voru öll í höndum Dana og lyfin
flutt inn þaðan. Við þessu var í raun lítið
hægt að gera og engin lausn í sjónmáli.“
Þrennt skipti sköpum
„Ritstjórn Læknablaðsins var á þessum
tíma skipt á milli tveggja, annar ritstjór
inn sinnti fræðilegu efni og hinn sá um
félagslega hlutann, báðir læknar. Þá var
Arinbjörn Kolbeinsson ritstjóri félags
lega hlutans og hafði lengi staðið í eldlínu
félagsstarfa fyrir Læknafélagið. Hann
vildi hætta og Tómas Árni lagði að mér að
taka við af honum. Ég sagði að hið fyrsta
sem gera þyrfti væri að ráða blaðamann í
hlutastarf og úr varð að minni tillögu að
Sigurjón heitinn Jóhannsson var ráðinn
til starfans. Sigurjón var skólabróðir minn
frá Menntaskólanum á Akureyri og við
höfðum séð um útgáfu á Carminu, ársriti
MA, og vissum því hvernig prentsmiðjur
litu út að innan. Skömmu seinna hætti
Páll Ásmundsson sem verið hafði ritstjóri
fræðilega hlutans og við tók af honum
Bjarni Þjóðleifsson. Við Bjarni lögðum
síðan upp áætlun hvernig mætti styrkja
fjárhag blaðsins en jafnframt hófum
við undirbúning að útgáfu íðorðasafns
lækna. Það voru því ýmsar hugmyndir á
lofti á þessum tíma en þó skipti algjörum
sköpum fyrir framtíð Læknablaðsins að
samstarf náðist við útgáfufélag danska
læknafélagsins.“
Örn var ritstjóri Læknablaðsins í 17 ár.
Aðspurður um hvað hann telji mestu
skipta um þróun blaðsins á þessu tímabili
nefnir hann þrennt. „Í fyrsta lagi hertum
við jafnt og þétt kröfurnar um gæði þeirra
greina sem birtust í blaðinu. Við áttum
gott samstarf við ritstjórnir hinna norrænu
læknablaðanna og lærðum mikið af þeim,
sérstaklega Dönunum, og þetta samstarf
var annar mikilvægasti þátturinn í þróun
blaðsins. Fyrri ritstjórnir Læknablaðsins
höfðu ekki verið í neinum tengslum við
erlenda kollega og útgáfa blaðsins var
að sumu leyti komin í öngstræti, bæði
fjárhagslega og efnislega, þegar þessar
breytingar voru gerðar. Þetta var skemmti
legur tími því sum hinna norrænu lækna
blaðanna voru einnig að ganga í gegnum
ýmsar breytingar og umræður á sam
eiginlegum fundum voru bæði líflegar og
gagnlegar. Samskiptin við norrænu blöðin
hafa síðan verið sjálfsagður hluti af starf
seminni þó að rúm 20 ár séu síðan vinnsla
blaðsins fluttist alfarið hingað heim aftur.
Í þriðja lagi skipti vinnan við íðorðasafnið
algjörlega sköpum fyrir blaðið og gerði
okkur kleift að fylgja eftir þeirri stefnu að
allur texti blaðsins skyldi vera á íslensku.“
Danska læknafélagið sá um prentun blaðsins
En aftur til upphafs afskipta Arnar af
Læknablaðinu og hvernig það kom til að
prentun blaðsins var flutt til Kaupmanna
hafnar.
„Povl Riis, ritstjóri danska læknablaðs
ins á þeim tíma og samtals í 33 ár, var
náinn vinur Tómasar Árna og danska
læknafélagið var að gera róttækar breyt
ingar á útgáfumálum sínum. Þeir höfðu
um árabil verið í samstarfi við prentsmiðju
sem ekki svaraði kröfum tímans varðandi
búnað og tækni, sem var reyndar okkar
vandi að verulegu leyti líka, og Danirnir
leystu sinn vanda með því að stofna út
gáfufélag, ráða prentara og framkvæmda
stjóra útgáfunnar og gera beina samninga
við lyfjafyrirtæki um auglýsingar. Sumarið
1978 var haldinn í fyrsta sinni hér á landi
fundur ritstjóra norrænu læknablaðanna
og þá skýrði Riis okkur frá því hvernig
þeir hefðu leyst sín mál. Hann stakk upp á
því að við kæmum í samstarf við þá með
því að þeir sæju um prentun blaðsins og
auglýsingasöfnun. Við ákváðum að láta
reyna á þetta og árið eftir er síðan tekið
upp formlegt samstarf þar sem við í upp
hafi sendum þeim handritin, þeir sáu
um setninguna, prentunina, útveguðu
auglýsingarnar, og tekjuafgangurinn, sem
var talsverður, rann til okkar. Menn höfðu
„Samstarfið við danska
læknafélagið réði úrslitum“
– segir Örn Bjarnason sem var
ritstjóri Læknablaðsins frá 1976-1993