Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2014/100 405 náttúrulega ýmsar efasemdir um þetta og fannst ávísun á vandræði að láta Danina sjá um innslátt á fræðigreinum á íslensku. Þeir höfðu þá séð um setningu og prentun á doktorsritgerðum fyrir Finna svo ég hafði ekki stórar áhyggjur af þessu, enda létu þeir búa til mjög fallegt íslenskt letur sem blaðið var prentað með. Við mættum mjög miklum velvilja Dananna í þessu samstarfi og þegar við þurftum að hækka auglýsingaverðið um 20% þrátt fyrir aðeins 2% verðbólgu í Danaveldi brugðust lyfjafyrirtækin vel við. Það má einnig nefna í þessu samhengi að stuðningur lyfjafyrirtækjanna gerði einnig útgáfu Íðorðasafnsins fjárhagslega mögulega fyrir Læknafélagið.“ Fyrstu misserin voru samskiptin við Danina nokkuð tímafrek og þung í vöfum en það breyttist þegar Læknablaðið eignað­ ist sína fyrstu tölvu og texti blaðsins var settur hér heima og sendur út á tölvudiski. „Þá fór þetta að ganga betur og vinnslu­ ferlið komst í nokkuð fastar skorður. Þetta var eins og raðskipaframleiðsla. Við lögðum kjölinn að nokkrum í senn, söfn­ uðum greinunum saman, sendum þær út á disklingum, og yfirleitt vorum við með nægt efni í tvö til þrjú blöð, – en allt upp í átta – svo þegar fjórar til fimm greinar voru tilbúnar, þá var hægt að hleypa einu blaði af stokkunum. Svo höfðum við Ís­ lendinga á okkur snærum í Kaupmanna­ höfn sem lásu prófarkir fyrir okkur en við létum þó alltaf senda okkur lokapróförk fyrir prentun.“ Útgáfa á Fréttabréfi lækna Vandinn við þetta fyrirkomulag var aug­ ljóslega sá að ekki var hægt að birta fréttir af félagsstarfi Læknafélagsins þegar blaðið var unnið svo langt fram í tímann. Lausn­ in fólst í því að skilja að þessa tvo hluta og því hófst útgáfa Fréttabréfs lækna sem kom út mánaðarlega í 10 ár (1983­1993) af þeim 13 sem prentun Læknablaðsins fór fram í Kaupmannahöfn. Jóhannes Tómasson blaðamaður hafði þá unnið við Læknablaðið í nokkur ár í hlutastarfi en hann tók að sér ritstjórn Fréttabréfsins. „Það voru ýmsar hræringar og skipu­ lagsbreytingar á þessum árum sem allar sneru að því að gera þetta einfaldara og skilvirkara. Þórður Harðarson varð rit­ stjóri ásamt okkur Bjarna frá 1978­1983, en ég var ábyrgðarmaður blaðsins frá 1979. Þegar Bjarni hætti ritstjórn 1983 gerðum við nokkrar breytingar á ritstjórnarfyrir­ komulaginu; fjölguðum í ritstjórninni í fjóra, ég var ábyrgðarmaður og Jóhannes Tómasson var ráðinn ritstjórnarfulltrúi í fullu starfi. Ég lagði áherslu á að fá með mér í ritstjórnina menn af spítölunum og úr ýmsum greinum læknisfræðinnar og allir höfðu ritstjórnarlegar skyldur gagn­ vart efninu. Þetta voru alltaf mjög góðir og áhugasamir menn.“ Örn rifjar upp hvernig það bar til að Birna Þórðardóttir kom til starfa fyrir blaðið en hún var um árabil ritstjórnar­ fulltrúi. „Birna vann á skrifstofu Lækna­ félagsins og við fengum hana til að inn­ heimta útistandandi reikninga sem voru allmargir og okkur gekk lítið að rukka. Birna var fylgin sér og náði að innheimta alla reikningana á tveimur mánuðum og „Starfsandinn á skrifstofu læknafélaganna og Læknablaðsins var einstaklega góður og við nutum algjörs trausts stjórnar beggja félaganna sem skiptu sér aldrei af ritstjórn blaðs- ins,“ segir Örn Bjarnason sem var ritstjóri Læknablaðsins frá 1976-1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.