Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2014/100 393
Y F I R L I T
Inngangur
Á Íslandi verða um 400 einstaklingar fyrir heilablóð
þurrð á ári hverju. Rúmlega einn á dag. Heilablóðþurrð
er bráðaástand. Talið er að um tvær milljónir heila
frumna deyi á hverri mínútu eftir að slagæð í heila
lokast.1 Því skiptir tíminn öllu máli ef bjarga á heilavef
frá heiladrepi. Afar mikilvægt er að sjúklingurinn kom
ist sem fyrst á sjúkrahús, meðal annars til segaleysandi
meðferðar. Illa hefur gengið að ná til sem flestra innan
tímamarkanna.2 Ástæður þess geta verið margar. Sum
ir átta sig ekki á eðli einkenna sinna, aðrir vilja bíða og
sjá til hvort þau gangi yfir. Aðrir búa einir og ná ekki
að gera viðvart. Því er mikilvægt að fræða heilbrigðis
starfsfólk og almenning um einkenni heilablóðþurrðar
og nauðsyn þess að leita sér tafarlaust hjálpar á svip
aðan hátt og fólki hefur lærst á síðustu áratugum þegar
grunur vaknar um hjartaáfall.2 Í þessari grein verður
fjallað um greiningu og meðferð heilablóðþurrðar.
Aðferðir
Gerð var leit í PubMed gagnasafninu. Notuð voru
leitarorðin „cerebral ischemia“, „cerebral infarction“ og
„transient ischemic attack“. Alls fengust 317.500 (98.192,
199.224, 20.084) heimildir í þeirri leit. Áhersla var lögð á
greinar sem birst hafa eftir 1990, en í vissum tilvikum
leiddi leitin fram mikilvægar eldri heimildir. Eingöngu
voru lesin ágrip á ensku og íslensku. Aðeins voru lesnar
greinar úr virtum tímaritum sem eru leiðandi í skrifum
um taugalækningar, öll ritrýnd. Ágrip af fundum eða
veggspjöldum voru ekki skoðuð. Gerðar voru þær kröf
ur að tilfellaraðir hefðu fleiri en 50 sjúklinga til að koma
til álita. Yfirlitsgreinar í virtum tímaritum voru einnig
teknar til greina. Greinar voru valdar út frá mikilvægi
Á Íslandi verða um 400 einstaklingar fyrir heilablóðþurrð á ári hverju,
rúmlega einn á dag. Heilablóðþurrð er bráðaástand. Talið er að um
tvær milljónir heilafrumna deyi á hverri mínútu eftir að slagæð í heila
lokast. öllu máli skiptir að sjúklingurinn komist sem fyrst á sjúkrahús,
meðal annars til segaleysandi meðferðar. Þó að segaleysandi meðferð
sem gefin er allt að fjórum og hálfum tíma eftir upphaf áfalls skili árangri,
minnkar gagnsemin hratt eftir því sem líður á tímann. Fyrir hverja tvo
sjúklinga sem meðhöndlaðir eru innan einnar klukkustundar nær annar
fullum bata en meðhöndla þarf 14 einstaklinga til að einn nái fullum
bata sé lyfið gefið þremur til fjórum og hálfri klukkustund eftir upphaf
einkenna. Allir sjúklingar með brátt heilablóðfall ættu að leggjast inn á
heilablóðfallseiningu. Þar fer fram heildstæð og þverfagleg nálgun hvað
varðar hinar fjölmörgu orsakir og afleiðingar heilablóðfalls, með áherslu
á endurhæfingu. Til að koma í veg fyrir endurtekið áfall skal hefja annars
stigs fyrirbyggjandi meðferð sem fyrst. Þar kemur til álita blóðflöguhemj-
andi meðferð, blóðþrýstingsmeðferð, lækkun blóðfitu, meðferð sykursýki,
lífsstílsbreytingar, blóðþynning hjá sjúklingum með segalind í hjarta og
æðaþelsbrottnámsaðgerð á hálsslagæð, þar sem það á við.
ÁGRIp
og þýðingu fyrir skrif þessarar yfirlitsgreinar. Af ofan
töldum fjölda heimilda voru 608 ágrip lesin. Á grunni
þeirra voru 153 greinar lesnar og af þeim var efni úr 77
notað í þessa grein. Sérstök áhersla var lögð á að fylgja
leiðbeiningum amerísku heilablóðfallasamtakanna frá
2011 og 2013 (heimildir 2 og 49).
Greining
Tíminn fram að greiningu
Þegar grunur vaknar um brátt heilablóðfall skal flytja
sjúkling tafarlaust á sjúkrahús þar sem læknir tekur
á móti honum strax við komu. Afar mikilvægt er að
mennta sjúkraflutningsmenn í að greina hugsanlegt
heilablóðfall. Þegar þeir koma á vettvang geta einföld
stöðluð próf komið að gagni. Eitt slíkt próf er FAST (Face,
Arms, Speech, Time) prófið sem inniheldur eftirfarandi
þrjár spurningar við grun um heilablóðfall:2,3
• Er andlitið ósamhverft þegar sjúklingurinn reynir að
brosa?
• Fellur annar handleggur þegar sjúklingurinn reynir
að halda báðum uppi?
• Á sjúklingurinn erfitt með að segja setningar eins og
,,það er gott veður úti“?
Sjúkraflutningsmenn leitast við að komast að því
hvenær einkennin hófust og hvenær sjúklingurinn var
síðast án einkenna. Á leiðinni á sjúkrahúsið þarf að huga
að öndunarvegi, öndunarhjálp og blóðflæðishjálp. Fylgj
ast skal með lífsmörkum og mæla blóðsykur, þar sem
blóðsykurfall getur gefið einkenni lík heilablóðfalli.
Við komu sjúklings á bráðamóttöku þarf að svara
eftirfarandi spurningum umsvifalaust: Er um bráða
heilablóðþurrð að ræða? Ef svo er, uppfyllir sjúklingur
Greinin barst
27. janúar 2014,
samþykkt til birtingar
21. maí 2014.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Heilablóðþurrð/drep
– greining og meðferð
Ólafur Árni Sveinsson læknir1, Ólafur Kjartansson læknir2, Einar Már Valdimarsson læknir3
1Taugadeild Karolinska
sjúkrahússins, Stokkhólmi,
Svíþjóð, 2röntgendeild,
3taugalækningadeild
Landspítala.
Fyrirspurnir:
Ólafur Sveinsson
olafur.sveinsson
@karolinska.se