Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 40
408 LÆKNAblaðið 2014/100 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S „Ég tók við á sínum tíma af Sigurjóni Jóhannssyni blaðamanni og starfið var í upphafi fólgið í því að taka efni blaðsins, lesa það yfir og fylgja því síðan eftir í gegnum prentun,” segir Jóhannes Tómas­ son blaðamaður sem fyrstur hlaut starfs­ heitið ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins og sinnti því um nokkurra ára skeið þar til hann réðst til Frjálsrar fjölmiðlunar og fór þaðan á Morgunblaðið en hefur frá árinu 2006 gegnt starfi upplýsingafulltrúa, fyrst iðnaðarráðuneytis en nú innanríkisráðu­ neytis. Jóhannes var kannski ekki alveg ókunnugur Læknafélaginu en faðir hans er Tómas Árni Jónasson sérfræðingur í lyflækningum, er var formaður Læknafé­ lags Íslands 1970­75 og gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir lækna á starfsferli sínum. „Vinnsluferill blaðsins var á þá leið að ritstjórnin kom saman mánaðarlega og valdi efni í næstu blöð. Ritstjórnin sá um að lesa efnið yfir og leiðbeina höfundum um efnistök og á þessum árum mótaðist formlegri ferill fræðigreina, sem mér skilst að sé nú í mjög föstum skorðum. En ég tók við greinunum og gekk frá þeim og hafði mest samstarf við Örn Bjarnason ritstjóra á milli fundanna. Ég setti blaðið upp, límdi textaspaltana upp og myndirnar líka, og svo var þetta sett í blýi en Félags­ prentsmiðjan var enn á því stigi á þessum árum.” Á þessum fyrstu árum sínum við Læknablaðið var Jóhannes í fullu starfi sem blaðamaður við Morgunblaðið. „Þetta var bara hlutastarf, nokkrir tímar í mánuði, blaðið kom út 6­7 sinnum á ári og engin blaðamennska í þessu. Það var ekki fyrr en samstarfið við útgáfufélag Danska lækna­ félagsins hófst að mér var boðið hálft starf ritstjórnarfulltrúa Læknablaðsins. Sam­ hliða þessu hófst útgáfa Fréttabréfs lækna sem kom út mánaðarlega en Læknablaðið sjálft birti einungis fræðigreinar og var unnið talsvert langt fram í tímann, yfirleitt voru 2­3 blöð undir á hverjum tíma, enda þurftum við að senda það út til Danmerk­ ur til prentunar. Mér var falið að sjá um að ganga frá Læknablaðinu til prentunar í Danmörku og jafnframt að vinna efni Fréttabréfsins og koma því út mánaðarlega. Útgáfutíðni Læknablaðsins jókst á næstu misserum í 10­11 tölublöð á á ári þar til menn sáu að óþarft var að hafa útgáfuna tvískipta, og þá voru Fréttabréfið og Lækna- blaðið sameinuð í eina útgáfu að nýju og þannig hefur það verið síðan.“ Upplýsingamiðlun af því tagi sem Fréttabréfið sinnti á þessum árum hefur síðan færst yfir á heimasíðu Læknafélags Íslands, enda hægt um vik að birta þar allar upplýsingar jafnóðum og þær verða til. Jóhannes lýsir vinnuferlinu á blaðinu á árunum þegar Danir sáu um prentunina svo að hann hafi sent þeim efni blaðsins út á tölvudisklingi. „Þeir keyrðu síðan textannn út og sendu mér spaltana til baka sem ég síðan límdi upp og sendi þeim til baka. Við fengum síðan síðuprófarkir sem voru lesnar yfir og það var mikilvægt að vanda sig við leiðréttingarnar, skrifa skýrt með prentstöfum, svo dönsku setjar­ arnir misskildu ekki neitt. Það var eigin­ lega makalaust hvað þetta gekk vel fyrir sig. Við fórum út tvisvar, þrisvar á ári og gengum þá kannski frá 2­3 blöðum í einu, en Örn Bjarnason var mikið á ferðalögum um Norðurlöndin á þessum árum vegna starfs síns fyrir Hollustuvernd ríkisins. Hann notaði þá gjarnan tækifærið og kom við í Kaupmannahöfn og las yfir síðustu prófarkir og þannig gekk þetta allt saman meira og minna snurðulaust.“ Jóhannes segir Örn Bjarnason hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir Læknablaðið. „Hann hafði þekkingu á nær öllu sem viðkom efni og vinnslu blaðsins. Sem læknir og fræðimaður hafði hann kunnáttu til að meta gæði þeirra greina sem bárust til blaðsins en hann hafði einnig brennandi áhuga á málfari og lagði gríðarlega áherslu á að texti blaðsins væri á vandaðri íslensku. Starf hans að Íðorðasafni lækna ber vitni um það. Það var sérstaklega gaman að fara með honum í prentsmiðjuna, því þar var hann ekki síð­ ur vel heima í handverki prentaranna. Ætli besta lýsingin sé ekki sú að hann hafði brennandi áhuga á öllu er viðkom því að Fyrsti ritstjórnarfulltrúi blaðsins ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson HaUSTþinG Á akUREyRi Geðheilbrigði, nýjar og gamlar aðferðir til eflingar og varna Haustþing læknafélags Akureyrar og Norðurlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga verður haldið laugardaginn 11. október að Hólum í Menntaskólanum á Akureyri. Þingið ber nafnið: Geðheilbrigði, nýjar og gamlar aðferðir til eflingar og varna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.