Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2014/100 403 Ú R P E n n a S T J Ó R n a R M a n n a l Í Skjólstæðingarnir fara ekki í frí Þorbjörn jónsson, formaður Orri Þór Ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Salome Á. Arnardóttir, ritari Björn Gunnarsson Guðrún jóhanna Georgsdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir Ólöf Birna Margrétardóttir Þórarinn Ingólfsson Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Sumarið er hálfnað hvað sem veðurfrétt­ irnar segja okkur með sól, rigningu, blíðu eða blæ. Við sem erum rétt farin að njóta sumarsins stöku helgar erum líklega flest hlaðin verkefnum á meðan samstarfsfólk okkar nýtur sumarleyfisins og getur kom­ ið til baka endurnært. Við leggjum mikið á okkur til að samstarfsfólkið mæti ekki beint í uppsöfnuð verkefni þegar sumar­ leyfi þeirra lýkur. Hvert okkar þekkir ekki til þess að hafa mætt háum bunkum af rannsóknarniðurstöðum, sem reyndar eru hægt og bítandi að breytast í mikinn fjölda rafrænna gagna. Málið er nefnilega það að skjólstæðingarnir fara ekki í frí þó sam­ starfsfólkið geri það. Enn og aftur skiptir samstaða og samkennd meðal okkar lækna máli. Það er þægilegt að fara í sitt sumarleyfi vitandi það að gott samstarfs­ fólk sinnir skjólstæðingum okkar og papp­ írsvinnu á meðan við erum fjarverandi. Það er einnig mikilvægt þegar snúið er aftur til starfa að sumarleyfi loknu að vinnuaðstaðan sé í góðu standi. Þrátt fyrir að mest hafi borið á bágri starfsaðstöðu á Landspítala í fjölmiðlum má gera mun betur á mörgum öðrum vinnustöðum, bæði innan höfuðborgarsvæðisins og um land allt. Það er því mjög mikilvægt að við reynum sjálf að hafa áhrif á starfsaðstöðu okkar og aðbúnað. Reynum að láta ekki aðrar stéttir stjórna vinnuaðstöðu okkar og aðbúnaði ef kostur er. Þetta sannast enn og aftur þegar nýlega var fjallað um innkaup á nýjum sjúkrabílum sem eru mun minni í sniðum en þeir fyrri. Nýinnkeyptir sjúkrabílar virðast vera nokkuð smáir í sniðum, þrátt fyrir að vera hagkvæmir í innkaupum. Það er ekki sjúklingum, sjúkraflutningamönnum eða læknum bjóðandi að flytja mikið veikan og/eða slasaðan einstakling við mjög þröngar aðstæður. Það getur þurft að stöðva sjúkrabílinn til að nálgast mikilvæg tæki, tól og lyf. Nú þekki ég ekki nákvæm­ lega hvernig var staðið að þessum inn­ kaupum, en þeim virðist svipa til fleiri innkaupa og ákvarðana um vinnuaðstöðu þar sem aðrar starfsstéttir taka ákvarðanir með misjafnlega góðum árangri. Við ættum að láta okkur þessi mál varða og reyna að hafa áhrif á ákvarðana­ tökur sem þessar, því einungis þannig er möguleiki á að bæta úr þessum málum. Nú þótt ótrúlegt megi virðast, við lækkandi sól, vinnur samninganefnd Læknafélagsins að kjarabaráttu okkar. Það er mikilvægt að við fylgjum þeim samn­ ingi eftir og leggjum einnig áherslu á bætta vinnuaðstöðu. Við höfum öll lagt á okkur mikla vinnu við að mennta okkur til þess að lækna og líkna fólki ásamt því að sinna fræðistörfum. Ef við eigum að geta sinnt okkar störfum almennilega er nauðsynlegt að vinnuaðstaðan sé ekki aðeins ásættanleg heldur mjög góð. Að lokum verð ég að minnast á annað mikilvægt málefni sem ég tel alveg óásættanlegt. Nú árið 2014 þegar við erum að bjóða nýja kandídata, sem eru jafnvel fleiri kvenkyns, velkomna til starfa er launamunur kynjanna ennþá bersýnilega til staðar á meðal okkar lækna. Lítið hefur farið fyrir umfjöllun og tölulegum upp­ lýsingum sem birtust á heimasíðu LÍ í byrjun mánaðarins. Þar er athyglisvert að sjá launamun sem sérstaklega birtist í formi svokallaðra „annarra launa“ og skýrist því ekki af yfirvinnu sem lengi hefur verið talið skýra muninn á launum kynjanna. Að þetta skuli vera enn við lýði næstum 100 árum eftir að fyrsta konan, Kristín Ólafsdóttir, útskrifaðist sem læknir árið 1917 er sorglegt að sjá. Þetta er mál­ efni sem samstaða ætti að vera um þar sem ekkert okkar mun sætta sig við það að dætur okkar fái ekki sömu laun og karlkyns samstarfsmenn þeirra fyrir sömu vinnu með sömu menntun að baki. Ég tek því undir orð Ólafar Birnu í síðasta tölublaði og segi „stöndum saman“. Einblínum á það sem sameinar okkur lækna fremur en það er sundrar okkur. Reynum að njóta sumarsins þrátt fyrir miklar annir. Fyllum á batteríin fyrir áframhaldandi baráttu fyrir bættum kjörum og betri aðstöðu með lækkandi sól í haust. Stjórn lÍ 2014 Guðrún Jóhanna Georgsdóttir heimilislæknir Heilsugæslunni Firði, Hafnarfirði gjgeorgs@gmail.com Cloxabix (celecoxib) er notað til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar, iktsýki, og hryggiktar Góður liðstyrkur til meðferðar við gigt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.