Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2014/100 399 Lækkun blóðfitu Stórar slembiraðaðar tvíblindar rannsóknir og samantektarrann­ sóknir hafa sýnt fram á að lækkun heildarkólesteróls og LDL­ kólesteróls með statínum dregur úr hættu á heilablóðþurrð. Tvær stórar slembiraðaðar tvíblindar rannsóknir; Heart Protection Study (HPS) og the Stroke Prevention by Aggressive Reduction in Cholesterol Levels (SPARCL) beindust sérstaklega að sjúklingum sem fengið höfðu heiladrep eða skammvinna heilablóðþurrð og höfðu heildarkólesteról yfir 3,5 mmól/l, eða LDL­kólesteról yfir 2,6 mmól/l. 61,62 Simvastatín 40 mg daglega og atorvastatín 80 mg daglega lækkuðu LDL­kólesteról annars vegar um 1 mmól/l og hins vegar 1,4 mmól/l. Í báðum rannsóknunum dró hlutfallslega úr hættu á heilablóðfalli um 20%. Heildarfækkunin nam 12 áföll­ um á hverja þúsund sjúklinga sem meðhöndlaðir voru á hverju ári. Statínlyf geta hugsanlega aukið áhættuna á heilavefsblæðingu. Þessi áhrif sjást þó ekki í öllum rannsóknum.63 Alvarlegar auka­ verkanir eins og rákvöðvasundrun (rhabdomyolysis) eða lifrarbilun eru afar fátíðar.63,64 Annað gildir þegar statínlyf er notað með fíbrat lyfi, það eykur hættuna á rákvöðvasundrun til muna.65 Niðurstöður rannsókna gefa sterka vísbendingu um að lækka skuli kólesteról með statíni hjá flestum sjúklingum sem fengið hafa heilablóðþurrð.49 Út frá ofannefndum rannsóknum má hugsanlega draga í efa meðferð með statínum hjá einstaklingum með heildar­ kólesteról undir 3,5 mmól/l, eða LDL­kólesteról undir 2,6 mmól/l. Ekki eru til rannsóknir þar sem borin eru saman ólík statínlyf hjá sjúklingum sem hafa fengið heilablóðþurrð. Algengast er að nota annaðhvort simvastatín eða atorvastatín þar sem þau lyf eru ítarlegast rannsökuð. Líklega er rétt að hefja meðferð á fyrstu dög­ unum eftir heilaáfallið.49 Meðferð sykursýki Meðal einstaklinga sem fengið hafa heilablóðþurrð er algengi sykursýki 15% til 33%.66 Rannsóknir sýna að góð sykurstjórn minnkar hættu á fylgikvillum sykursýki vegna smáæðasjúkdóms og hugsanlega vegna stóræðasjúkdóms og þar með hættu á heila­ blóðþurrð.67­69 Mælt er með hefbundinni meðferð samkvæmt klín­ ískum leiðbeiningum hjá einstaklingum með sykursýki sem orðið hafa fyrir heilablóðþurrð.49 Æðaþelsbrottnámsaðgerð á hálsslagæð (carotid endarterectomy) Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á gagnsemi æðaþelsbrottnáms í fyrirbyggjandi tilgangi í völdum tilfellum eftir heilablóðþurrð. Hafi sjúklingur fengið heiladrep/skammvinna heilablóðþurrð nýlega ætti að framkvæma aðgerð ef til staðar er 70­99% þrenging og brottfallseinkenni ekki alvarleg.49 Skilyrði er að tíðni alvarlegra fylgikvilla (heiladreps eða dauða) slíkrar aðgerðar á hlutaðeigandi stofnun sé lægri en 6%. Árangur aðgerðarinnar er betri því fyrr sem hún er gerð. Mælt er með því að aðgerðin sé framkvæmd innan tveggja vikna. Til greina kemur að framkvæma aðgerð á hálsslagæð hjá sjúklingum með 50­69% hálsæðarþrengingu án alvarlegra brottfallseinkenna. Þeir sjúklingar sem helst hafa gagn af slíkri aðgerð eru karlmenn með nýleg heilabarkarbrottfalls­ einkenni. Ekki er mælt með því að gera aðgerð á hálsslagæð hjá sjúklingum sem eru með <50% þrengingu í hálsslagæð. Sjúklingar ættu að vera á blóðflöguhamlandi meðferð fyrir, á meðan og eftir aðgerð á hálsslagæð.49 Reykingar Mikilvægt er að hvetja alla sjúklinga með heilablóðþurrð til að hætta reykingum. Reykingabindindi lækkar dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms um helming á innan við einu ári og hættan á heilablóðþurrð minnkar til muna á næstu fimm árum.70­72 Niður­ stöður rannsókna hvetja til notkunar á þeim hjálparmeðulum sem til eru gegn reykingum: ráðgjöf, nikótínskyld lyf og lyf eins og búprópíon.49,73 Áfengi Mælt er með því að þeir sem nýlega hafa veikst af heilablóðþurrð forðist mikla áfengisneyslu.49,74 Matarvenjur Hvetja ber of þunga einstaklinga til að léttast með þeim ráðum sem í boði eru. Allir ættu að fá ráðgjöf um hollar matarvenjur með lágu hlutfalli af mettuðum fitusýrum og salti með áherslu á fisk­ meti, trefjar, ávexti og grænmeti. Slíkt getur komið að gagni í fyrir­ byggjandi tilgangi, meðal annars vegna lækkunar á blóðþrýstingi og blóðfitu.75­77 Mælt er með því að sjúklingar sem fengið hafa heilablóðþurrð hreyfi sig, ef heilsa þeirra leyfir, að minnsta kosti þrisvar í viku (minnst 30 mínútur í senn) þannig að púls aukist til muna og að þeir svitni.49 Samantekt Á Íslandi verða um 400 einstaklingar fyrir heilablóðþurrð á ári hverju. Rúmlega einn á dag. Talið er að um tvær milljónir heila­ frumna deyi á hverri mínútu eftir að slagæð í heila lokast. Heila­ blóðþurrð er því bráðaástand. Öllu máli skiptir að sjúklingurinn komist sem fyrst á sjúkrahús, meðal annars til segaleysandi með­ ferðar. Allir sjúklingar með brátt heilablóðfall ættu að leggjast inn á heilablóðfallseiningu. Þar fer fram heildstæð og þverfagleg nálgun hvað varðar hinar fjölmörgu orsakir og afleiðingar heilablóðfalls, með áherslu á endurhæfingu. Til að koma í veg fyrir endurtekið áfall skal hefja annars stigs fyrirbyggjandi meðferð sem fyrst. Þar kemur til álita blóðflöguhemjandi meðferð, blóðþrýstingsmeðferð, lækkun blóðfitu, meðferð sykursýki, lífsstílsbreytingar, blóðþynn­ ing hjá sjúklingum með segalind í hjarta og æðaþelsbrottnámsað­ gerð á hálsslagæð, þar sem það á við. Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.