Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 57
 Bráðasvið Landspítala Bráðasvið Landspítala vekur athygli á lausum stöðum: Námsstöður deildarlækna á bráðasviði  Lausar eru til umsóknar 3 stöður deildarlækna á bráðasviði Landspítala.  Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.  Störfin eru laus frá 1. jan 2015 eða samkvæmt samkomulagi.  Ráðið er til 6, 12 eða 24 mánaða.  Starfssvið bráðamóttöku spannar allar almennar bráðalækningar.  Bráðamóttakan hefur viðurkenningu til að veita framhaldsmenntun í bráðalæknisfræði sem metin er til allt að tveggja ára af sérfræðinámi.  Móttakan hlaut nýverið viðurkenningu sem besta kennsludeild LSH. Að auki var sérfræðingur deildarinnar valinn besti klíníski kennarinn. Móttakan er í sífelldri þróun með mikilli áherslu á gæði og öryggi í þjónustu við sjúklinga.  Á bráðasviði er rekið öflugt kennsluprógram fyrir deildarlækna í sérnámi. Í sumar og fram eftir vetri verða mjög færir sérfræðilæknar frá Ástralíu við störf á deildinni og munu taka virkan þátt í bæði formlegri og óformlegri kennslu á móttökunni. Ef þú vilt…  Starfa á bráðamóttöku þar sem ríkir einstaklega góður vinnuandi.  Fá nýjar áskoranir á hverjum degi með fjölbreyttum vandamálum.  Hafa stöðugan aðgang að stuðningi og kennslu frá sérfræðilæknum.  Taka þátt í árlegum vinnubúðum með bráðainngripum.  Hafa möguleika á að taka þátt í vísinda- og gæðastarfi.  Vera lykilaðili í handleiðslu og kennslu kandídata og læknanema.  Fá að spreyta þig í vinnu með færum íslenskum og erlendum sérfræðingum. Ef þú ert …  Hreinlega óviss hvað þú ætlar að verða þegar þú ert orðinn stór.  Ævintýramanneskja sem hefðir áhuga á mögulegu eins mánaðar fjöláverkastarfsnámi í Suður Afríku. Þá er náttúrulega alveg ljóst að þú átt að sækja um ofangreinda stöðu! Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Ákvörðun um ráðningu í starfið ræðst af viðtölum og innsendum gögnum. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 01.09.2014. Störfin verða auglýst síðar formlega á www.starfatorg.is Nánari upplýsingar veita Hilmar Kjartansson, yfirlæknir, hilmarkj@landspitali.is - 543 1000 Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur, framhaldsmenntunarstjóri, hjaltimb@landspitali.is – 543 1000 LSH Bráðalækningar Fossvogi 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.