Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 57

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 57
 Bráðasvið Landspítala Bráðasvið Landspítala vekur athygli á lausum stöðum: Námsstöður deildarlækna á bráðasviði  Lausar eru til umsóknar 3 stöður deildarlækna á bráðasviði Landspítala.  Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.  Störfin eru laus frá 1. jan 2015 eða samkvæmt samkomulagi.  Ráðið er til 6, 12 eða 24 mánaða.  Starfssvið bráðamóttöku spannar allar almennar bráðalækningar.  Bráðamóttakan hefur viðurkenningu til að veita framhaldsmenntun í bráðalæknisfræði sem metin er til allt að tveggja ára af sérfræðinámi.  Móttakan hlaut nýverið viðurkenningu sem besta kennsludeild LSH. Að auki var sérfræðingur deildarinnar valinn besti klíníski kennarinn. Móttakan er í sífelldri þróun með mikilli áherslu á gæði og öryggi í þjónustu við sjúklinga.  Á bráðasviði er rekið öflugt kennsluprógram fyrir deildarlækna í sérnámi. Í sumar og fram eftir vetri verða mjög færir sérfræðilæknar frá Ástralíu við störf á deildinni og munu taka virkan þátt í bæði formlegri og óformlegri kennslu á móttökunni. Ef þú vilt…  Starfa á bráðamóttöku þar sem ríkir einstaklega góður vinnuandi.  Fá nýjar áskoranir á hverjum degi með fjölbreyttum vandamálum.  Hafa stöðugan aðgang að stuðningi og kennslu frá sérfræðilæknum.  Taka þátt í árlegum vinnubúðum með bráðainngripum.  Hafa möguleika á að taka þátt í vísinda- og gæðastarfi.  Vera lykilaðili í handleiðslu og kennslu kandídata og læknanema.  Fá að spreyta þig í vinnu með færum íslenskum og erlendum sérfræðingum. Ef þú ert …  Hreinlega óviss hvað þú ætlar að verða þegar þú ert orðinn stór.  Ævintýramanneskja sem hefðir áhuga á mögulegu eins mánaðar fjöláverkastarfsnámi í Suður Afríku. Þá er náttúrulega alveg ljóst að þú átt að sækja um ofangreinda stöðu! Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Ákvörðun um ráðningu í starfið ræðst af viðtölum og innsendum gögnum. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 01.09.2014. Störfin verða auglýst síðar formlega á www.starfatorg.is Nánari upplýsingar veita Hilmar Kjartansson, yfirlæknir, hilmarkj@landspitali.is - 543 1000 Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur, framhaldsmenntunarstjóri, hjaltimb@landspitali.is – 543 1000 LSH Bráðalækningar Fossvogi 108 Reykjavík

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.