Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 62
430 LÆKNAblaðið 2014/100 Úr fórum Læknablaðsins – 1915-2014 FYRIRBYGGJANDI MEÐFERÐ GEGN HEILASLAGI OG SEGAREKI Í SLAGÆÐUM HJÁ FULLORÐNUM SJÚKLINGUM MEÐ GÁTTATIF, SEM EKKI TENGIST HJARTALOKUM, MEÐ EINN EÐA FLEIRI ÁHÆTTUÞÆTTI* *Einhvern tíma fengið heilaslag, tímabundna blóðþurrð í heila eða segarek í slagæð; Útfallsbrot vinstri slegils < 40%; Hjartabilun með einkennum, NYHA (New York Heart Association) flokkur II; Aldur 75 ár; Aldur 65 ár og jafnframt eitt af eftirfarandi: sykursýki, kransæðasjúkdómur eða háþrýstingur:≥ ≥ RE-LY rannsóknin með Pradaxa 150 mg, 2 sinnum á dag sýndi: L s me r www.pradaxa.e ið i a á is Pradaxa® (dabigatran)150 mg 2 sinnum á dag FYRIRBYGGIR HEILASLAG hætta á í slagæðumheilaslagi og segareki minnkar um samanborið við warfarín 135% hætta á heilaslagi vegna blóðþurrðar minnkar um samanborið við warfarín 125% hætta á minnkar umheilablæðingu 59% samanborið við warfarín 1 engan mun á alvarlegum blæðingum samanborið við warfarín 1 · 150 mg, 2 x dag er venju legur ráðlagðu r skamm tur 110 mg er ráðlag ður skam mtur fyr ir · - sjúklin ga eldri en 80 á ra - sjúklin ga sem e ru samh liða á meðferð með ver apamili Heimild: 1. Connolly SJ, et al. Dabigatran versus warfarin in patients with atrial fibrillation. N Engl J Med 2009; 361:1139-51. – betra en warfarín til að fyrirbyggja heilaslag og segarek í slagæðum1 Einn mikilvirkasti penni í Læknablaðinu á fyrstu tveimur áratug­ unum var Steingrímur Matthíasson læknir á Akureyri sonur þjóð­ skáldsins Jochumssonar. Hann ritar um hvaðeina, læknisfræði og meinsemdir ýmsar, heilsufar í sínu héraði, ferðir á læknaþing í Evrópu og útmálar þau skemmtilega, lýsir bæði mönnum og mál­ efnum og því sem fyrir augu ber almennt. Í júlíblaðinu 1926 (blað­ síðum 103­4) segist honum svo frá ferð sinni til Bologna þá um vorið og lækninum Schiazzi: En þar á eftir sýndi hann okkur trepanations-verkfæri sem hann hefir látið smíða, verkfæri þetta vinnur tvent í senn, sker holdið og sagar beinið í nokkrum rykkjum. Tók hann fyrst gamalt cranium og sýndi hve vel trepansögin beit. En meira sagði hann þó að marka, ef um haus væri að ræða, þar sem svörður og hold fylgdi. Komu þá tveir aðstoðarmenn með stórt trog og settu á borðið. Dúkur hvítur var yfir troginu. Schiazzi svifti af þeirri blæju. Þar lágu tvö mannshöfuð afskorin, og lygndu hálfopnum brostnum augum hvort til annars. Mér duttu í hug vísuorðin Gröndals: „afskorið var sem yndisblóm, auðarlíns höfuð líkt og hjóm, og blóðgað beittum knífi“ - að eins var sá munurinn, að hér voru höfuðin tvö og bæði skeggjuð mannshöfuð. Seinna í sama blaði er birt brot úr bréfi frá honum þar sem fram kemur íslensk þýðing á latneskri vísu sem Steingrími er töm, ekki síst í ljósi þess að almenningur hyllist til þess að trúa skottulækn­ um og handanheimaráðgjöfum í læknisfræðilegum efnum. Eg citeraði einu sinni í blaði í fyrra vísuna: Fingunt se medicos: quivis idiota, sacerdos, Judeus, monachus, histrio, rasor, anus. Eg stakk upp á því, að góðir hagyrðingar vildu snara vísunni á íslensku. Eg fékk tvær þýðingar. Aðra frá Friðþjófi Berg verksmiðjustjóra á Akur- eyri, svohljóðandi: Gjörist læknir glópurinn, hver guðsorðsþjónn og munkurinn, hermikrákan, hárskerinn, og hrukkótt, vesöl kerlingin. Hin þýðingin var eftir Sigmund Sigurðsson úrsmið á Akureyri, þannig: Fæst við lækning, fábjáninn, framur Júði, klerkurinn, hermikráka, kerlingin, klaustursmunkur, rakarinn. Mér finst hálfgerð synd að vísu-greyin týnist og sting upp á því, að þú hýsir þær í Læknablaðinu þegar einhverntíma þarf að fylla litla eyðu. Með því að leikurinn hefur borist norður yfir heiðar og mál að ljúka þessari síðu greip ég til þess ráðs að fá Hjálmar Freysteinsson lækni á Akureyri til að senda blaðinu sínar nýjustu limrur, og það gerði hann góðfúslega. Þær eru sérstakar að því leyti að vandaðra heimilda er getið svo jaðrar við vísindi! Að öðru leyti hefðbundnar að formi og efni. Kristján í Hæli átti kú, kostagripur var sú. Svo missti hann trúna, fór að tilbiðja kúna. Ég las þetta í Byggðir og bú.* * Fullu nafni heitir bókin Byggðir og bú í Suður­Þingeyjarsýslu. Ósköp er mannshjartað meyrt, á misjöfnum slóðum er keyrt. Skapti í Þúfum er skotinn í dúfum, sá ég í Séð og heyrt. Sóknarbörn mátu það mest við Markús Laufdælaprest, hann var natinn við róna en reyndi ekki að tóna, samkvæmt heimildum Heima er best. Lengi styr hafði staðið við Stefni sem nennti ekki í baðið, neitaði að þvo sér og þornaði svo að hann lést ­ segir Læknablaðið. Limrur og ljóð ■ ■ ■ Védís Skarphéðinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.