Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2014/100 387
Samræmi kvarðanna og spurningalistans
Innra samræmi spurningalistans í heild var 0,95 (Cronbach's
alpha) og samræmi undirkvarðanna var á bilinu 0,820,91 að und
anskildum kvarðanum „Tími með lækni“ sem skar sig úr með 0,62
en sá kvarði hefur aðeins tvær spurningar (tafla III). Þáttagrein
ing sýndi að spurningarnar (að meðtöldum frumsömdu spurn
ingunum) hlóðu allar nema þrjár á einn þátt. Eftir snúning (direct
oblimin rotation) hlóðu spurningarnar í kvarðanum „Eftirfylgni“
saman á einn þátt og sama átti við um spurningarnar í kvarð
anum „Starfsfólk kynnir sig“. Spurningarnar úr PSQIII hlóðu enn
á sama þátt eftir snúning.
Niðurstöður einstakra kvarða
Tafla III sýnir að meðaleinkunn fyrir allan spurningalistann var
6,8 ± 1,0 (skali 010). Meðaleinkunn fyrir spurningar sem fengnar
voru úr PSQIII var einnig 6,8 og voru einkunnir í kringum 7 í
öllum undirkvörðum PSQIII ef undan er skilin spurningin um
kreppu í heilbrigðisþjónustunni (tafla III). Þessar einkunnir end
urspeglast vel í dreifingu svara við einstökum kvörðum (mynd
1). Af spurningum sem höfundar bættu við var útkoman lökust
fyrir kvarðann um eftirfylgni þar sem einkunnin var 5,9 (tafla III).
Þegar jákvæð svör og neikvæð svör voru tekin saman í hverjum
kvarða var hlutfall ánægðra á bilinu 5080% fyrir einstaka kvarða
og óánægðra á bilinu 725%. Aftur var það kvarðinn sem mældi
eftirfylgni sem kom verst út með 25% óánægju (tafla III).
Niðurstöður einstakra spurninga
Tafla III sýnir einnig niðurstöður fyrir spurningarnar þrjár sem
ekki tilheyrðu ákveðnum kvarða. Þar voru 15% svarenda ósam
mála því að fjárútlát í tengslum við heimsóknina á Hjartagátt hafi
verið hófleg og 20% ósammála því að aðgengi að heilbrigðisþjón
ustu sé auðvelt er veikindi koma upp. Meirihluti svarenda (61%)
var einnig sammála því að kreppa sé í íslenskri heilbrigðisþjón
ustu.
Fullyrðingin „Læknarnir voru mjög vinalegir og kurteisir“
(spurning 18) kom best út en 91% voru sammála eða mjög sam
mála. Næst á eftir kom fullyrðingin „Ég er mjög sátt/ur við þá heil
brigðisþjónustu sem ég fékk“ (spurning 2) sem gaf 88% ánægju, og
síðan „Stundum létu læknarnir mér líða eins og kjána“ (spurning
14) með 85% ánægju (85% voru ósammála fullyrðingunni). Einnig
voru 85% sammála því að hjúkrunarfræðingarnir kynntu sig og
útskýrðu sitt hlutverk á Hjartagáttinni (spurning 32).
Tafla II. Grunnupplýsingar um þátttakendur (N=275).
Fyrri spítalalegur Hlutfall (%)
Aldrei 10
1-2 sinnum 31
3-4 sinnum 29
>5 sinnum 30
Reykingar
já 13
Hætt/ur 51
Aldrei 36
Menntun
Grunnskóli 32
Iðnskóli 26
Menntaskóli 16
Háskóli 26
Hjúskaparstaða
Gift(ur) eða í sambúð 71
Ógift(ur) eða fráskilin(n) 17
Ekkja/ekkill 12
Fyrri reynsla af heilbrigðisþjónustu
Góð 87
Hlutlaus 8
Slæm 5
Tafla III. Einkunn, hlutfall ánægðra og óánægðra og innra samræmi spurn-
ingakvarða.
Heiti kvarða (fjöldi
spurninga)
Einkunn
(0-10)
Hlutfall
ánægðra
Hlutfall
óánægðra
Alphaa-
stuðull
kvarðar úr PSQ-iii
Almenn ánægja (6) 6,6 ± 2,1 62 17% 0,906
Tækni (9)* 6,8 ± 1,6 63 11% 0,843
Mannleg samskipti (7) 7,4 ± 1,8 75 10% 0,833
Upplýsingaflæði (5) 7,3 ± 1,9 77 10% 0,818
Tími með lækni (2) 6,6 ± 2,2 65 15% 0,621
Kreppa í heilbrigðis-
þjónustu (1)
3,1 ± 2,7 13 61%
Sérhannaðir kvarðar
Starfsfólk kynnir sig (3) 7,6 ± 2,0 80 7% 0,876
Eftirfylgni (4) 5,9 ± 2,5 50 25% 0,871
Stakar spurningar
Fjárútlát hófleg (1) 6,6 ± 2,7 66 15%
Heilbrigðisþjónusta
aðgengileg (1)
6,4 ± 2,8 66 20%
listinn í heild (39)* 6,8 ± 1,0 65 15% 0,956
*Einni spurningu sleppt í úrvinnslu (sjá aðferðir).
aCronbach´s alpha segir til um innra samræmi, >0,7 telst gott.
PSQ-III = Patient Satisfaction Questionnaire III.
Mynd 1. Svör sjúklinga við Patient Satisfaction Questionaire III kvörðum sem mátu
almenna ánægju (grá súla) og mannleg samskipti (svört súla). Hver súla sýnir meðal-
hlutfall sjúklinga sem völdu svar á bilinu 1-5. Svarmöguleikar: 1 = mjög óánægður, 2 =
óánægður, 3 = hvorki ánægður né óánægður, 4 = ánægður og 5 = mjög ánægður.
R a n n S Ó k n