Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 28
396 LÆKNAblaðið 2014/100 Innanæðarmeðferð Aðeins helmingur sega í stærri æðum leysist með tPA­meðferð og því er þörf fyrir öflugri meðferð.18 Ýmiss konar innanæðarmeð­ ferð (endovascular treatment) hefur verið þróuð á síðastliðnum árum til að fjarlægja sega úr slagæðum heilans og hefur mikil tæknileg framþróun átt sér stað á þeim vettvangi. Slík meðferð hefur fyrst og fremst verið reynd hjá sjúklingum sem ekki hafa verið taldir hæfir fyrir venjulega tPA-meðferð um bláæð eða þar sem tPA­með­ ferð hefur ekki borið árangur.19 Segabrottnám er talið sérstaklega árangursríkt í stóræðasjúkdómi eins og við lokun á hjarnabotns­ slagæð (a. basilaris). Þar sem þessari meðferð er ekki beitt á Íslandi verður hún ekki rædd frekar hér. Hið sama gildir um innanæðar­ meðferð (intraarterial) með tPA. Blóðflöguhemjandi lyf Fyrir sjúklinga sem uppfylla ekki skilyrðin fyrir tPA, er aspirín eina lyfið sem hefur sýnt ávinning í bráðri heilablóðþurrð.20,21 Í raun er hér þó um annars stigs forvörn að ræða þar sem aspirín dregur úr hættunni á endurtekinni heilablóðþurrð strax á fyrstu dögunum eftir áfallið. Þetta er mikilvægt þar sem þá er talsverð hætta á nýju áfalli. Því skal gefa aspirín strax og búið er að útiloka blæðingu með myndrannsókn. Að aflokinni segaleysandi með­ ferð er rétt að bíða með blóðflöguhemjandi lyf í 24 klukkustundir. Regluleg notkun blóðflöguhemjandi lyfs (aspírin/klópídógrel) er ekki frábending fyrir segaleysandi meðferð.12 Blóðþynnandi meðferð Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á heildarávinning af blóðþynn­ andi (anticoagulation) meðferð við bráðri heilablóðþurrð.2,22 Sá ávinningur sem fengist hefur með blóðþynningu er upphafinn af aukinni tíðni heilablæðinga.21 Að aflokinni segaleysandi með­ ferð er rétt að bíða með blóðflöguhemjandi lyf í 24 klukkustundir. Regluleg notkun blóðflöguhemjandi lyfs (aspírin/klópídógrel) er ekki frábending fyrir segaleysandi meðferð.12 Önnur meðferð Sérhæfðar heilblóðfallseiningar Alþjóðasamtök taugalækna mæltust til þess á síðasta áratug síð­ ustu aldar að unnið yrði að því að allir einstaklingar með brátt heilablóðfall ættu kost á dvöl á svokölluðum heilablóðfallseining­ um/deildum.2 Á árunum þar á undan höfðu endurteknar rann­ sóknir sýnt að sjúklingum farnaðist betur á slíkum deildum hvað varðar lífs­ og batalíkur.2 Á þessum deildum fer fram heildstæð og þverfagleg nálgun sérhæfðra heilbrigðisstétta, hvað varðar hinar fjölmörgu og oft flóknu afleiðingar heilablóðfalls, með áherslu á endurhæfingu, helst á fyrsta degi ef þess er kostur.2 Öndunarhjálp Nokkur hluti sjúklinga með bráða heilablóðþurrð á á hættu að verða fyrir öndunarbilun. Ekki síst á það við þegar heiladrep eru stór eða staðsett í heilastofni. Þessir einstaklingar eiga gjarnan í erfiðleikum með að losa sig við slím og halda öndunarvegi opnum vegna lömunar í munni/koki eða lækkaðrar meðvitundar.23 Þá er mikil hætta á lungnabólgu vegna ásvelgingar.23 Í þeim tilvikum er mat á kyngingargetu nauðsynlegt til að velja réttar næringarleiðir. Mikilvægt er að súrefnismettun sé haldið yfir 94% til að verja vefi fyrir súrefnisskorti.2 Ekki er mælt með því að gefa einstaklingum með háa súrefnismettun viðbótarsúrefni.2 Blóðþrýstingsmeðferð Sjúklingar með bráða heilablóðþurrð hafa gjarnan hækkaðan blóð­ þrýsting við komu á sjúkrahús og fyrstu dagana eftir upphaf ein­ kenna. Ástæður þess geta verið: lífeðlisfræðileg mótvægisáhrif vegna heilablóðþurrðar, hækkaður innankúpuþrýstingur, verkir og undirliggjandi háþrýstingur.24 Flestir mæla með því að háþrýstingur sé eingöngu meðhöndl­ aður ef slagbilsþrýstingurinn fer yfir 220 mm Hg eða hlébilsþrýst­ ingur yfir 120 mm Hg.2,25 Ef sjúklingurinn hefur fengið segaleys­ andi meðferð er mælt með því að halda þrýstingnum í eða undir 180/105 mm Hg. Þetta á við meðan á gjöf tPA stendur og sólar­ hringinn þar á eftir.2 Tilgangurinn er að minnka hættu á heilavefs­ blæðingu. Ef lækka þarf blóðþrýstinginn ber að gera það varlega, ekki síst þar sem margir sjúklinganna hafa undirliggjandi háþrýsting og sjálfstjórn (autoregulation) blóðþrýstingsins er í samræmi við það. Dæmi um lyf sem hægt er að nota eru: β­hemlar (labetalól), kalsí­ um hemlar (níkardipín) og angíótensin­converting ensím hemlar (enalapríl). Vökvameðferð Algengt er að sjúklingar með heilablóðþurrð hafi merki um vökva­ skort við innlögn, og margir geta ekki drukkið. Þá er nauðsynlegt að hefja meðferð með jafnþrýstum saltvatnslausnum.2 Forðast skal vanþrýstar (hypotonic) lausnir þar sem þær geta aukið heilabjúg. Blóðsykurstjórnun Hækkaður blóðsykur hefur verið tengdur verri horfum hjá sjúk­ lingum með heilablóðþurrð.26 Hækkaður blóðsykur hefur einnig verið tengdur auknum heilabjúg og aukinni tíðni blæðinga inn í drepið.27 Heilablóðþurrðarsjúklingar hafa oft hækkaðan blóðsykur vegna aukinnar örvunar sympatíska taugakerfisins. Þess vegna er ekki mælt með því að þeim séu gefnar sykurlausnir. Nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með blóðsykri og meðhöndla hækkaðan blóðsykur með stuttverkandi insúlíni. Halda ber sykurgildum í blóði undir 9 mmól/l.2 Stýring blóðsykurs niður fyrir 6 mmól/L hefur ekki bætt árangur.2 Hitalækkandi meðferð Hækkaður líkamshiti getur haft neikvæð áhrif á afdrif þar sem hann eykur efnaskiptaþörf, bólguviðbragð og niðurbrot heila­ vefjar.28,29 Lungnabólga og þvagfærasýkingar eru algengar hjá sjúklingum með bráða heilablóðþurrð. Sýkingar þarf að greina tafarlaust og meðhöndla. Auk sýklalyfjameðferðar má nota hita­ stillandi lyf á borð við parasetamól. Fylgikvillar heilablóðþurrðar Blæðing inn í drepið Það sem menn óttast helst hjá þeim sem fengið hafa segaleysandi meðferð er blæðing inn í drepið sem getur leitt til aukinnar fötl­ unar og hærri dánartíðni (mynd 4).12 Áhættuþættir fyrir blæðingu eftir segaleysandi meðferð eru: mikil einkenni í upphafi (há stiga­ skorun á NIH­skalanum), teikn um drep á fyrstu myndrannsókn­ Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.