Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 51
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R LÆKNAblaðið 2014/100 419 Í hinum nýju lögum er tekið vel á því að gera kröfur um að læknar uppfylli skilyrði um að halda sér við í starfi. Þeir benda á að víða hafi verið pottur brotinn í þeim efnum hjá læknum á öllum aldri og sé jafnvel enn. Læknaráð Landspítala reyndi fyrir mörgum árum að fá lækna til að skrá hjá sér það sem þeir gerðu til viðhaldsmenntunar og skila til ráðsins árlega. Sú tilraun mistókst, sennilega fyrst og fremst vegna þess að það voru engin viðurlög þótt menn leiddu þetta hjá sér. Þeir rifja það upp að á Landakoti settu læknar sér sjálfir reglur um viðhalds­ menntun sem gat verið í formi kynningar­ ferða á erlenda spítala, greinaskrifa, fyrir­ lestrahalds eða þátttöku í námskeiðum. Þetta var tekið alvarlega og fylgt eftir. Á Landakoti voru haldnir fræðslu­ fundir á laugardögum sem ætlast var til að læknar mættu á og Dr. Bjarni, sem þá var yfirlæknir spítalans, gerði mönnum það ljóst að gerðu þeir það ekki liti hann svo á að þeir ætluðu að hætta störfum. Þeir Sigurður og Tryggvi benda á alla þá möguleika sem læknar hafa til að halda við menntun sinni og hæfni, fara á fyrirlestra innan lands og erlendis, skrifa greinar og þar sem læknar hafi það í starfskjörum sínum að sækja ráðstefnur erlendis og kostnað greiddan verði þeir að nýta slík tækifæri til endurmenntunar. Séu þeir læknar sem vilja starfa áfram meðvit­ aðir um þetta og skili tilskildum árangri á þessu sviði, sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir haldi áfram störfum meðan heilsa og vilji leyfi. Þeir hafa áhyggjur af nýliðun í lækna­ stéttinni og aldurssamsetningu. Tryggvi rekur dæmi um mjög krítíska stöðu í sumum sérgreinum. ,,Það verður pressa á lækna sem margir hverjir eru að verða sjötugir, að halda áfram til þess að þjóna þeim sjúklingum sem sárlega þurfa á þeim að halda. Þetta er oft og tíðum þannig að fólk þarf að bíða svo mánuðum skiptir eftir að komast að hjá lækni í einstökum sérgreinum. Í rauninni er það tvennt sem ræður minni afstöðu, annars vegar eru það ákveðin mannréttindi að fá að halda áfram að starfa við sitt fag meðan heilsa og þekk­ ing leyfa. Ólafur Ólafsson fyrrum land­ læknir hefur verið ötull talsmaður þessara sjónarmiða og gengið á undan með góðu fordæmi. Hitt er ekki minna um vert að sjúklingar hafi aðgang að sérmennt­ uðum læknum. Í sumum sérgreinum er sérhæfingin mjög mikil, til dæmis getur tekið óratíma að komast að hjá taugasér­ fræðingum og sé sérhæfingin meiri, eins og til dæmis við meðhöndlun á MS­sjúk­ dómnum, er ekki sjálfgefið að aðrir læknar geti tekið við sjúklingum þegar læknirinn er kominn á aldur.” Og hvernig er það svo, ætla þeir Tryggvi og Sigurður ekki að nýta sér þessi ákvæði og taka upp þráðinn sem starf­ andi læknar? ,,Nei, nei,” segir Sigurður. ,,Við erum báðir sáttir við okkar stöðu. Það voru ekki okkar hagsmunir sem við vorum að gæta og við ætlum ekki að hefja læknisstörf á nýjan leik.“ En líta þeir svo á að þeir hafi unnið fullan sigur? Þeir eru á einu máli um það, já þessi lagabreyting er góð niðurstaða. ,,Það ber að þakka hvernig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar hafa tekið á þessu máli og af hve miklum krafti og hraða unnið hefur verið.” Um ferli málsins má lesa á vef velferðarráðuneytisins: velferdarraduneyti.is /frettir-vel/nr/34636 Þeir Tryggvi og Sigurður hafa unnið ötullega að því að læknar fái að vinna eftir 75 ára aldur og eru sáttir við niðurstöðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.