Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2014/100 389 R a n n S Ó k n landi.14 Jafnframt kom umtalsverð óánægja fram í svörum við ein­ stökum spurningum. Til dæmis í kvarðanum um eftirfylgni (sér­ sniðnar spurningar) gáfu allar fjórar spurningarnar til kynna að yfir 20% sjúklinga væru óánægðir. Meðal spurninga innan þessa kvarða var til dæmis fullyrðingin „Ég fékk fullnægjandi skýringar á einkennum mínum“, sem 27% voru ósammála eða mjög ósam­ mála. Það að meira en fjórðungur telji sig ekki hafa fengið full­ nægjandi skýringar á einkennum sínum virðist nokkuð hátt hlut­ fall. Þó að bráð hjartavandamál hafi verið útilokuð kann að vera að í ákveðnum tilvikum hafi ekki tekist að finna aðrar skýringar á einkennum sjúklings. Það má einnig vera að veittar útskýringar hafi ekki skilist eða kunni að hafa gleymst,29 sér í lagi ef einkenni gerðu ekki aftur vart við sig eftir útskrift. Rík áhersla er lögð á að ljúka rannsóknum á sjúklingum meðan þeir eru á Hjartagátt­ inni og því er oft ekki talin þörf á endurmati eftir útskrift. Þá eru margir þeirra sem fyrir voru með þekktan hjartasjúkdóm þegar í reglubundnu eftirliti hjá hjartalækni. Sjúklingum fannst þó eftir­ fylgni mála þeirra eftir útskrift vera ábótavant og að þeir fengju ekki nægilega miklar upplýsingar, til að mynda um hvaða lífsstíls­ breytingar gætu gagnast þeim. Þessar niðurstöður gefa því ein­ dregið til kynna að huga þurfi betur að útskriftarferlinu og þörf fyrir eftirfylgd eftir útskrift. Staðlað verklag og notkun gátlista eru aðferðir sem gætu komið að gagni. Þá er mikilvægt að sjúklingar fái skriflegar upplýsingar um greiningu auk leiðbeininga varð­ andi meðferð og eftirlit. Athyglisvert er að niðurstöður okkar eru samhljóða niðurstöðum þjónustukönnunar sem framkvæmd var á Landspítala árið 2012 og leiddi í ljós að sjúklingar voru einkum óánægðir með atriði er sneru að útskrift þeirra.26 Um 20% voru ósammála því að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi sé gott og kemur það nokkuð á óvart þar sem skipulag heilbrigðisþjónustunnar miðar að því að allir eigi jafnan rétt á þjónustu þegar á þarf að halda. Vera má að langur biðtími eftir ákveðnum þáttum í heilbrigðisþjónustunni hafi áhrif á þetta svar­ hlutfall. Það kann einnig að vera að eftir efnahagshrunið 2008 hafi biðtími eftir þjónustu, til dæmis í heilsugæslu, aukist en sá biðtími hefur talsvert vægi þegar einstaklingar meta hversu gott aðgengi er að heilbrigðisþjónustu. Útgjöld sjúklinga voru einnig úr hófi að áliti margra og gæti það átt þátt í áliti þeirra á takmörkun á aðgengi.30,31 Að sama skapi töldu margir að kreppa væri í heilbrigðisþjón­ ustunni vorið 2012. Verulega hefur þrengt að fjárframlögum til heilbrigðismála á allra síðustu árum og gæti þetta álit þátttakenda bent til þess að niðurskurðurinn hafi bitnað á notendum þjónust­ unnar. Því er ef til vill tímabært að stjórnvöld endurskoði stefnu sína varðandi fjárveitingar til heilbrigðismála. Ekki eru allir á einu máli um hve góður mælikvarði upplifun eða viðhorf sjúklinga er á gæði veittrar heilbrigðisþjónustu. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að ánægja sjúklinga tengist lægri endurkomu­ tíðni, betri meðferðarheldni og lægri dánartíðni á sjúkrahúsi27,28,32 en á hinn bóginn sýndu niðurstöður nýlegrar bandarískrar rann­ sóknar að ánægja sjúklinga hafði ekki tölfræðilega jákvætt sam­ band við lifun þeirra og að sambandið væri mögulega neikvætt.33 Góð eða slæm samskipti geta þó haft afgerandi áhrif á upplifun sjúklinga af gæðum þjónustu og árangur meðferðar.34­36 Þannig gætu sjúklingar talið þjónustu vera ágæta þrátt fyrir mikla tækni­ lega annmarka, ef samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk eru góð. Rannsókn okkar var ekki ætlað að mæla tæknileg og fagleg gæði þjónustu heldur einungis upplifun sjúklinga af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Neytendaupplifun skiptir miklu máli til að tryggja að þjónustan sé nýtt en það er fagaðila að meta raun­ veruleg gæði hennar. Talsvert framboð er á spurningalistum sem mæla ánægju sjúk­ linga.16 Þeir eru mjög mismunandi og gjarnan sniðnir að ákveðn­ um hópum sjúklinga eða aðstæðum. Sumir eru almennir og aðrir sértækari. Ekki er óalgengt að nýir spurningalistar séu samdir til að kanna ánægju, ef til vill án þess að hyggja að því hvort þegar séu fyrirliggjandi listar þar sem próffræðilegir eiginleikar hafa verið kannaðir.37 Þetta er í fyrsta skipti sem spurningalistinn PSQ­III er notaður á Íslandi þó ekki væri notast við alla kvarða hans að þessu sinni. Þrátt fyrir að PSQ­III hafi verið prófaður víða erlendis geta aðstæður verið mismunandi og má alltaf búast við einhverri skekkju samfara þýðingu spurningalista yfir á annað tungumál. Jafnframt verður að hafa í huga að menningarlegur munur kann að vera á þátttakendum í mismunandi löndum. Því er þessi rannsókn kannski ekki fyllilega sambærileg við hliðstæðar rannsóknir í öðrum löndum. Ekki var vitað fyrirfram hvernig spurningalistinn virkaði hér á landi en það virðist hafa tekist nokkuð vel til því bæði innra samræmi og þáttagreining komu mjög vel út og einkunnir fyrir einstaka kvarða PSQ­III voru á bilinu 6,6­7,4 sem er svipað og erlendar rannsóknir hafa sýnt.14,17,19 Rannsókn okkar væri þó vert að endurtaka og mætti eflaust aðlaga listann enn betur að aðstæð­ um þess sjúklingahóps sem verið er að rannsaka. Fleiri rannsóknir sem notast við sama spurningalista gætu einnig skapað möguleika á samanburði sem segði mun meira um gæði þjónustu hér á landi en samanburður við erlendar rannsóknir. Svarhlutfallið í rannsókninni var tæplega 60% sem telst viðun­ andi. Rannsóknir sem óska eftir svörum einstaklinga við spurn­ ingalistum eru því miður sjaldan með hátt svarhlutfall og eykur það líkur á að hópurinn sem svarar sé ekki sambærilegur við þýðið í heild. Sú var einnig raunin í þessari rannsókn þar sem marktækur munur var á aldri þátttakenda og þeirra sem ekki tóku þátt. Ald­ ursbilið var þó breitt í báðum hópum og við teljum ekki að þetta veiki niðurstöður okkar. Loks takmarkast rannsókn okkar af því að hún náði aðeins til lítillar og afmarkaðrar einingar innan heil­ brigðisþjónustunnar og því er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður okkar á aðrar starfseiningar. Lokaorð Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna glögglega að fólk virðist nokkuð ánægt með þjónustuna á Hjartagátt Landspítala. Það sem helst virðist skorta eru eftirfylgni og útskýringar á einkennum sem leiddu til heimsóknarinnar. Rannsóknin gefur því góðar vís­ bendingar um hvaða þætti þessarar tilteknu þjónustu þarf að efla. Þýðing okkar á spurningalistanum PSQ­III reyndist vel og þar af leiðandi gæti þessi listi reynst gagnlegur við hliðstæðar rann­ sóknir á þjónustu annarra eininga innan heilbrigðiskerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.