Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 30
398 LÆKNAblaðið 2014/100 Árleg heildaráhætta minnkaði úr 5% í 4% þegar dípýridamóli var bætt við.43 Höfuðverkur sem aukaverkun af dípýridamóli kemur fyrir í þriðjungi tilfella, hann getur gengið yfir yfir á 1­2 vikum.43 Á síðustu árum hafa komið fram fleiri blóðflöguhamlandi lyf. Stór slembiröðuð tvíblind rannsókn á sjúklingum með sögu um heilablóðþurrð, hjartadrep eða útæðasjúkdóm sýndi að klópídógr­ el var að minnsta kosti eins áhrifaríkt og aspirín.44 Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að klópídógrel er að minnsta kosti jafn áhrifaríkt og samsett meðferð með aspiríni og dípýramidamóli.45 Aspirín og klópídógrel hafa mismunandi aukaverkanir. Aspirín veldur helst einkennum frá efri meltingarvegi en klópídógrel veldur frekar niðurgangi og útbrotum og getur í undantekningar­ tilfellum valdið blóðflagnafæð.44,46 Slembiraðaðar tvíblindar rann­ sóknir hafa sýnt að samsett meðferð með aspiríni og klópídógreli fækkar ekki blóðþurrðaráföllum í samanburði við klópídógrel eða aspirín eitt sér. Á hinn bóginn eykur samsetta meðferðin blæð­ ingarhættuna.47,48 Sjúklinga með nýlega blæðingu frá meltingarvegi eða aðra stærri blæðingu eða einkenni um virkt magasár ætti ekki að með­ höndla með blóðflöguhemjandi lyfi. Hið sama gildir fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir aspiríni eða öðrum blóðflöguhemjandi lyfjum. Sjúklinga með hvítkornafæð eða fækkun á blóðflögum ætti síður að meðhöndla með klópídógreli. Þar sem blóðflöguhemjandi lyf auka hættuna á innankúpublæðingu er ekki rétt að gefa sjúkling­ um sem fengið hafa slíka blæðingu blóðflöguhemjandi lyf nema þeir séu í afar sterkum áhættuhóp varðandi heilablóðþurrð.49 Bandarísku heilablóðfallasamtökin taka ekki afstöðu með einu lyfi fremur en öðru.49 Þau mæla með því að lyf sé valið út frá ein­ staklingsbundnu mati. Eftir að klópídógrel varð ódýrara er það álitlegur kostur þar sem rannsóknir hafa sýnt að það er ekki síðra en aspírín og dípýridamól gefið saman.45 Blóðþynning hjá sjúklingum með segalind í hjarta Sterkar sannanir eru fyrir verulegri gagnsemi blóðþynnandi meðferðar hjá sjúklingum með gáttatif (atrial fibrillation), bæði viðvarandi og lotubundnu, í samanburði við blóðflöguhemjandi meðferð.50,51 Þessi gagnsemi kemur fram hjá öllum aldurshópum og minnkar ekki með aldri.51 Rannsóknir sýna að hlutfallsleg áhættuminnkun er á milli 68­79% með warfaríni miðað við lyf­ leysu.49 Heildaráhætta minnkar árlega úr 4,5% í 1,5%.49 Hættan á alvarlegri blæðingu vegna blóðþynningar er tvær til þrjár blæð­ ingar á hverja eitt þúsund meðhöndlaða sjúklinga árlega.50,51 Þann­ ig hafa rannsóknir sýnt fram á verulega gagnsemi blóðþynningar svo lengi sem engar frábendingar eru til staðar. Mikilvægt er að INR sé haldið milli 2 og 3. Við lægra gildi eykst tíðni blóðþurrðar­ áfalla og við gildi ofan við 3 aukast líkur á alvarlegum blæðing­ um.52 Á síðustu árum hafa verið gerðar rannsóknir á svokölluðum þrombínhemlum (direct thrombin inhibitors). Dabígatran er eitt þessara efna. Rannsóknir hafa sýnt að efnið er að minnsta kosti jafn árangursríkt og warfarín til að fyrirbyggja segarek frá hjarta meðal einstaklinga með gáttatif.53 Þess ber þó að geta að hópurinn sem fékk warfarín í þessari rannsókn hélst tiltölulega illa innan viðmiðunarmarka (INR 2­3). Ekki er víst að sami munur sæist til að mynda á Norðurlöndunum þar sem warfarínskömmtun og eft­ irfylgni er góð. Vissulega er það hagkvæmt að ekki þarf að fylgja blóðþynningunni eftir með mælingum. Hins vegar er ekki ljóst hvaða blóðhluta er gagnlegt að gefa þeim sem blæða á meðferð­ inni. Dabígatran er dýrara lyf, en eftirfylgnin er fyrirhafnarminni og ódýrari. Lyfið er gefið daglega í skömmtunum 150 mg x 2 og 110 mg x 2 hjá þeim sem hafa skerta nýrnastarfsemi. Önnur tvö blóðþynningarlyf hafa komið á markaðinn, rívaroxaban og apix­ aban, en þau verða ekki rædd frekar hér. Hvaða sjúklinga með gáttatif á ekki að meðhöndla með blóð­ þynnandi lyfjum? Það eru sjúklingar með nýlega blæðingu frá meltingarvegi, lifrarsjúkdóm af völdum áfengisnotkunar, viðvar­ andi rugl og endurteknar byltur, svo eitthvað sé nefnt.52 Almenna reglan er sú að sjúklinga með sögu um heilablæðingu ætti ekki að meðhöndla með blóðþynnandi lyfjum.54 Vilji sjúklingur með gáttatif og sögu um heilablóðþurrð ekki taka blóðþynningarlyf af einhverjum ástæðum er aspirín skásti kosturinn þótt gagnsemi þess sé óveruleg.40,50 Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á gagnsemi samsettrar meðferðar með blóðflöguhemjandi lyfi og blóðþynn­ andi lyfi. Aukin blæðingartíðni fylgir samsettri meðferð. Almennt er mælt með því að blóðþynningarmeðferð sé haldið áfram um ókominn tíma svo lengi sem frábendingar fyrir meðferðinni koma ekki fram. Sjúklingar með gerviloku ættu að vera á langtíma warfarín­ meðferð þar sem INR er haldið milli 2,5 og 3,5.49 Sjúklingar með staðfesta segalind í hjarta, til að mynda eftir hjartadrep, ættu að vera á blóðþynningu til að fyrirbyggja blóðþurrðaráfall með INR á bilinu 2,0­3,0 í að minnsta kosti þrjá mánuði eða þangað til sega­ lindin er horfin.49 Blóðþrýstingsmeðferð Til eru afgerandi niðurstöður úr slembiröðuðum tvíblindum rannsóknum þess efnis að blóðþrýstingsmeðferð dragi til muna úr hættu á nýju áfalli meðal þeirra sem hafa sögu um heilablóð­ fall. Hið sama á einnig við um einstaklinga sem ekki hafa fengið heilablóðfall (fyrsta stigs forvörn). Samantektarrannsóknir hafa sýnt fram á að því meira sem blóðþrýstingurinn er lækkaður, óháð grunnblóðþrýstingi, því minni er hættan á nýju heilaáfalli.55 Rann­ sóknir hafa einnig sýnt fram á gagnsemi blóðþrýstingslækkunar óháð aldri og orsök heilablóðþurrðar.56,57 Mælt er með því að blóð­ þrýstingi sé náð niður í 130/70 mm Hg hjá flestum sjúklingum. Það er helst hjá þeim sem hafa miklar þrengingar eða lokanir í slagæðum til heilans að mikil og skyndileg lækkun blóðþrýstings getur haft í för með sér hættu á minnkuðu heilavefjargegnumflæði og heilablóðþurrð.58 Þar er rétt að fara varlega, þangað til búið er að meðhöndla æðaþrenginguna ef unnt er. Hvaða blóðþrýstingslyf á að nota? Mestu máli skiptir að lækka blóðþrýstinginn.56 Sterkustu rökin í dag mæla með notkun tíasíða, kalsíumhemla eða samtímis notkun á tíasíði og ACE­hemli.56 Síður ætti að nota betahemil.49 Hvaða lyf er síðan valið fer einnig eftir öðrum þáttum, meðal annars aldri, annarri lyfjanotkun og öðrum sjúkdómum. Oft getur verið skynsamlegra að nota fleiri blóðþrýst­ ingslyf í lágum skömmtum en færri í háum skömmtum.59 Hve snemma eftir heilablóðþurrð á meðferðin að hefjast? Æski­ legt er að hefja meðferð strax eftir skammvinna heilablóðþurrð.60 Hafi miðlungs eða mikið heiladrep átt sér stað er líklega best að bíða í allt að viku þangað til blóðþrýstingurinn hefur jafnað sig eftir þá bráðahækkun sem getur fylgt áfallinu. Eftir innlögn á sjúkrahús er rétt að sjúklingurinn haldi áfram þeirri blóðþrýst­ ingsmeðferð sem hann hafði fyrir áfallið, nema um afar lágan blóð­ þrýsting sé að ræða. Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.