Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 17

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 17
LÆKNAblaðið 2014/100 385 Inngangur Lög og reglur gera skýra grein fyrir réttindum sjúk­ linga og skyldum heilbrigðisstarfsfólks. Þannig á hver sjúklingur rétt á fullnægjandi upplýsingum um sitt heilsufar, kvilla og batahorfur, auk skilmerkilegra leiðbeininga um meðferð. Fólk á samkvæmt lögum að fá bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma.1 Þrátt fyrir niðurskurð fjárveit­ inga til heilbrigðiskerfisins undanfarin ár teljast gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu mikil í samanburði við flest önnur vestræn ríki2 en lítið er vitað um upplifun sjúklinga af þjónustunni. Hérlendis hafa þó verið framkvæmdar nokkrar rannsóknir til að kanna ánægju og/eða upplifun sjúk­ linga eða aðstandenda þeirra varðandi þjónustu í heil­ brigðiskerfinu. Þær rannsóknir eru að mestu byggðar á sérsniðnum spurningalistum fyrir afmarkaða hópa sjúklinga3­6 en einnig má finna svokallaðar eigindlegar rannsóknir á þessu efni.7­10 Rannsóknir á ánægju og upplifun sjúklinga geta verið mjög mikilvægar til að meta gæði þjónustunnar og mögulegar brotalamir. Erlendis hafa verið gerðar allmargar rannsóknir á hversu ánægðir sjúklingar hafa verið með samskipti sín við mismunandi þjónustueiningar innan heilbrigðis­ kerfisins. Þær hafa meðal annars kannað ánægju sjúk­ linga með heilsugæslu,11 þjónustu á bráðamóttöku12,13 eða sérhæfðari þjónustu, eins og krabbameinsmeð­ ferð14 eða brjóstverkjamóttöku.15 Líkt og hér á landi hafa niðurstöður slíkra rannsókna oft takmarkast af notkun sérsniðinna spurningalista sem hafa þann kost að gefa svör við ákveðnum spurningum en nýtast ekki við inngangur: Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur þótt standa ágætlega í alþjóðlegum samanburði en reynsla sjúklinga af samskiptum við heilbrigð- iskerfið hefur ekki mikið verið rannsökuð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun sjúklinga af þjónustu og samskiptum við heilbrigðis- starfsfólk á Hjartagátt Landspítala. aðferðir: Spurningalisti byggður á Patient Satisfaction Questionnaire III var sendur til einstaklinga sem komu á Hjartagátt Landspítala frá 1. janúar til 29. febrúar 2012. Spurningalistinn var í formi fullyrðinga og gáfu þátttak- endur til kynna hversu sammála eða ósammála þeir voru þeim á skala frá 1-5. Við greiningu gagna var notast við lýsandi tölfræði, Cronbach's alpha við greiningu á innra samræmi kvarðanna og þáttagreiningu. Hópar voru bornir saman með Wilcoxon-Mann-Whitney og Kruskal-Wallis prófum og fylgni metin með fylgnistuðlum Pearson og Spearman. niðurstöður: Spurningalistinn var sendur til 485 einstaklinga og 275 (57%) svöruðu. Miðgildi (spönn) aldurs þeirra sem svöruðu var 62 (19- 95) ár og 132 (48%) voru konur. Innra samræmi var hátt í öllum kvörðum spurningalistans nema einum. Meðaleinkunn úr öllum spurningalistanum var 6,8±1,0 (af 10). Alls voru 91% þeirra sem svöruðu ánægðir með fram- komu lækna, 86% með framkomu hjúkrunarfræðinga og annars starfs- fólks og 88% ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Hins vegar fannst 25% einstaklinga útskýringar á einkennum sínum ekki fullnægjandi og eftirfylgni ábótavant. Ályktanir: Almennt virðast skjólstæðingar Hjartagáttar ánægðir með þjónustuna sem þeir fá. Niðurstöður benda þó til að bæta megi þjónustu á sumum sviðum, einkum hvað varðar upplýsingagjöf við útskrift og eftir- fylgni. ÁGRIp aðrar aðstæður og gera samanburð rannsókna erfiðan.16 Spurningalistinn Patient Satisfaction Questionnaire III (PSQ­III) var þróaður til að meta ánægju einstaklinga úr almennu þýði með veitta heilbrigðisþjónustu17,18 og hefur verið nokkuð vel rannsakaður með tilliti til áreiðanleika og réttmætis.11,14,16,19 Hjartagátt Landspítala er starfseining sem sinnir bráðveikum sjúklingum með einkenni sem líklegt þykir að stafað geti frá hjarta. Þar hafa meðal annars verið þró­ aðir verkferlar til að stuðla að kerfisbundinni nálgun við greiningu og meðferð sjúklinga með skilgreind vanda­ mál eins og brjóstverk og gáttatif. Slíkir verkferlar hafa áhrif á samskipti læknis og sjúklings þar sem áhersla er lögð á skjóta og skilvirka þjónustu sem skapað getur hættu á að samskipti verði ópersónuleg. Þetta getur svo leitt til þess að sjúklingar myndi ekki jafngóð tengsl við lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk eins og æskilegt væri. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf sjúklinga sem leituðu á Hjartagátt Landspítala í janúar og febrúar 2012, einkum ánægju með veitta þjónustu, miðlun upplýsinga og viðmót og framkomu heilbrigðis­ starfsfólks. Enn fremur var markmiðið að athuga nota­ gildi íslenskrar þýðingar spurningalistans PSQ­III. Efniviður og aðferðir Leyfi fyrir rannsókninni voru veitt af Siðanefnd Land­ spítala (15/2012) og Persónuvernd (2012020280VEL). Aflað var upplýsts samþykkis þátttakenda. Greinin barst 11. desember 2013, samþykkt til birtingar 3. júní 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Viðhorf sjúklinga til veittrar þjónustu og viðmóts heilbrigðisstarfsfólks á Hjartagátt Landspítala Margrét Hlín Snorradóttir1 læknanemi, Davíð O. Arnar1,2 læknir, Ragnar F. Ólafsson3 sálfræðingur, Runólfur Pálsson1,2 læknir, Ólafur Skúli Indriðason2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði Landspítala, 3Námsmatsstofnun. Fyrirspurnir: Ólafur Skúli Indriðason olasi@landspitali.is R a n n S Ó k n flútikasón + nýr valkostur í meðferð astma Fyrsta astmalyfið sem sameinar sterkan barkstera, flútikasón1 og hraðvirkan β2 örva, formóteról2 formóteról flutiform® – Sterkur barksteri1 og hraðvirkur LABA2* – Sýnilegur skammtateljari – 3 styrkleikar Ábending: Flutiform® er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva) er viðeigandi3 Flutiform®50/5 og 125/5 fyrir fullorðna og unglinga (>12 ára), flutiform® 250/10 fyrir fullorðna (>18ára) Heimildir: 1. Adams, N. P. et al. Copyright© 2010, The Cochrane Collaboration. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. 2. Bodzenta-Lukaszyk, A. et al. Respiratory Medicine (2011) 105, 674-682 3. Samantekt á eiginleikum lyfs (spc) www.serlyfjaskra.is *LABA = formóteról LD 11 40 20 1

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.