Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2015, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.03.2015, Qupperneq 13
LÆKNAblaðið 2015/101 133 börn (30,0%) höfðu fundið fyrir ógleði, 41 barn (8,3%) hafði fundið fyrir brjóstsviða og 121 barn (24,5%) hafði fundið súrt bragð eða ælubragð í munni (nábítur) (tafla III). Af þessum hópi höfðu 13 börn (2,6%) fengið lyf við vélindabakflæði. Tengsl öndunarfæraeinkenna við einkenni frá meltingarfærunum Borin voru saman einkenni frá meltingarvegi síðasta hálfa árið og einkenni frá öndunarfærum síðasta heila árið fyrir rannsóknina (tafla IV og mynd 1). Börn með surg eða píp í brjósti voru marktækt oftar með einkenni um magavélindabakflæði en börn án surgs og píps (p<0,001) eða 63,6% á móti 42,0%. Börn með surg fyrir brjósti höfðu oftar sögu um uppköst án þess að vera með gubbupest eða matareitrun (p<0,001) og fengu oftar ógleði (p<0,001) heldur en börn án surgs. Þau höfðu einnig oftar sviða eða sársaukatil- finningu fyrir miðju brjósti (p<0,001) og þau fundu einnig oftar fyrir súru bragði eða ælubragði í munni, en sá munur var ekki marktækur (tafla IV). Alls höfðu 56,4% barna sem voru með astma síðastliðna 12 mánuði einkenni um magavélindabakflæði. Sá munur var ekki marktækur borinn saman við börn sem ekki höfðu haft astma. Alls höfðu 203 börn (44,7%) haft einkenni um magavélindabakflæði án þess að vera með astmaeinkenni á síðustu 12 mánuðum. Börn sem fengið höfðu astmaeinkenni á síðustu 12 mánuðum höfðu mark- tækt oftar ógleði (p<0,05) og sviða eða sársaukatilfinningu fyrir brjósti (p<0,001) en ekki marktæka aukningu á súru bragði í munni eða uppköst án gubbupestar (tafla IV). Börn sem einhvern tímann höfðu haft astma voru líklegri til að hafa fengið uppköst án þess að vera með gubbupest eða mat- areitrun (p<0,02) og til að hafa verið óglatt (p<0,01) á síðustu 6 mánuðum. Hins vegar voru þau ekki með aukinn brjóstsviða eða súrt bragð í munni. Börn með hnerra, nefrennsli eða nefstíflur á síðustu 12 mán- uðum, án þess að vera með kvef, höfðu oftar einkenni um bak- flæði en samanburðarhópurinn. Þetta átti einnig við um uppköst (p<0,01), ógleði (p<0,01), sviða eða sársaukatilfinningu fyrir brjósti (p<0,01) og súrt bragð eða ælubragð í munni (p<0,001) (tafla IV). Þau börn sem höfðu ofnæmi í nefi, þar með talið frjókvef, höfðu þó aðeins marktækt meiri einkenni um súrt bragð í munni (p<0,02). Þegar viðmiðunarhópurinn, börn sem sögðu að sér yrði ekki illt af því að borða sérstaka fæðu eða mat (n=317), var skoðaður sérstaklega, breyttist marktæknin ekki á milli öndunar- og melt- ingarfæraeinkenna nema að ekki voru marktæk tengsl á milli nefeinkenna síðastliðna 12 mánuði og brjóstsviða og astmakasts síðastliðna 12 mánuði og ógleði. Þau börn sem ekki höfðu haft lungna- eða nefeinkenni síðast- liðna 12 mánuði voru marktækt minna með uppköst án gubbu- pestar (p=0,001 (líkindahlutfall 0,43 (0,27-0,70)), ógleði án gubbu- pestar (p=0,001 líkindahlutfall 0,49 (0,37-0,74)), brjóstsviða (p<0,001 (líkindahlutfall 0,20 (0,10-0,39)) og nábít (p<0,001 (líkindahlutfall 0,43 (0,28-0,67)) borið saman við börn með lungna- eða nefeinkenni síðastliðna 12 mánuði. Þau einkenni frá öndunar- og meltingarfærum sem höfðu marktækustu tengslin voru á milli sviða eða sársaukatilfinningu fyrir brjósti og surgs fyrir brjósti á síðustu 12 mánuðum, líkinda- hlutfall 7,4 (3,8-14,5) og á milli astmaeinkenna á síðustu 12 mán- uðum, líkindahlutfall 5,5 (2,5-12,2) (tafla IV). R A N N S Ó K N Tafla III. Taflan sýnir hlutfall þeirra barna sem svöruðu játandi spurningum um meltingarfæraeinkenni, n=493. Spurningar Hlutfall sem svaraði spurningunni játandi Hefur barnið haft uppköst án þess að vera með „ælupest“ eða matareitrun? 17,2% Hefur barnið kvartað yfir aðkenningu að kasta upp eða ógleði þegar það var ekki með „ælupest“ eða matareitrun? 30% Hefur barnið kvartað yfir sviða- eða sársaukatilfinningu fyrir miðju brjósti? 8,3% Hefur barnið kvartað yfir súru- eða ælubragði í munni? 24,5% Tafla IV. Taflan sýnir hlutfall þeirra sem hafa lungna- og nefeinkenni og þeirra sem hafa meltingarfæraeinkenni með líkindarhlutfalli og 95% öryggismörkum. Surgur eða píp í brjósti síðustu 12 mánuði, n=77 Astmi síðustu 12 mánuðia, n=39 Nefeinkenni síðustu 12 mánuðib, n=103 já % Nei % Líkindahlutfall og 95% öryggismörk já % Nei % Líkindahlutfall og 95% öryggismörk já% Nei % Líkindahlutfall og 95% öryggismörk Hlutfall með uppköst 31,2 14,7 2,6 (1,5-4,6)*** 28,2 16,2 2,0 (0,9-4,2) 26,2 14,8 2,0 (1,2-3,4)** Hlutfall með ógleði 46,8 26,9 2,4 (1,4-3,9)*** 46,2 28,6 2,1 (1,1-4,1)* 40,8 27,2 1,8 (1,8-2,9)** Hlutfall með brjóstsviða 27,3 4,8 7,4 (3,8-14,5)*** 28,2 6,6 5,5 (2,5-12,2)*** 15,5 6,4 2,7 (1,4-5,2)** Hlutfall með súrt eða ælubragð í munni 31,2 23,3 1,5 (0,8-2,5) 23,1 24,7 0,9 (0,4-2,0) 40,8 20,3 2,7 (1,7-4,1)*** * = p<0,05, ** = p<0,01, *** = p<0,001 a) Þeir sem sögðust hafa fengið astmakast síðastliðna 12 mánuði, b) þeir sem höfðu haft hnerra, nefrennsli eða nefstíflur án þess að vera með kvef eða flensu síðastliðna 12 mánuði. Mynd 1. Myndin sýnir skörun einkenna frá lungum, nefi og meltingarfærum hjá 7-10 ára skólabörnum í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.