Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2015, Qupperneq 25

Læknablaðið - 01.03.2015, Qupperneq 25
LÆKNAblaðið 2015/101 145 R A N N S Ó K N Inngangur Foreldrar hafa það hlutverk að veita börnum sínum gott uppeldi, vernda þau og veita þeim leiðsögn. Hvað telst gott uppeldi er breytilegt og það sama á við um réttmæta ögun sem einkennist gjarnan af umbun og refsingum.1 Rannsóknir sýna að harkalegar uppeldis- aðferðir foreldra eða ábyrgra forsjármanna og erfiðar félagslegar aðstæður geta haft neikvæð áhrif á heila- þroska barna.2-4 Ofbeldi gegn börnum, sérstaklega þegar það er fjölþætt og viðvarandi, hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif á heilsu og hegðun í æsku og á fullorðinsárum og getur leitt til ótímabærra dauðs- falla.5-11 Harkalegar skammir og svívirðingar geta jafnvel haft neikvæð áhrif á heilaþroska barna.12 Þær geta leitt til aukinnar árásargirni, afbrotahegðunar, erfiðleika í samskiptum og þunglyndis, sérstaklega á unglingsárum.13 Þá sýna rannsóknir að sjálfsmat full- orðinna og barna á gæðum uppeldis foreldra sinna gefur vísbendingar um tengsl geðræns vanda og upp- eldisaðferða.14,15 Algengt er að flokka ofbeldi gegn börnum í 5 tegundir, það er andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi, það að börn verði vitni að ofbeldi heima fyrir og vanrækslu.16 Andlegt ofbeldi og vanræksla eiga það sameiginlegt að vera lítt rannsakaðar tegundir of- beldis og á skilgreiningarvandi þátt í því.17-19 Fleiri en eitt heiti eru notuð fyrir andlegt ofbeldi, svo sem sál- fræðilegt og tilfinningalegt ofbeldi.6,17 Samkvæmt skil- greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) felur andlegt ofbeldi bæði í sér ein- staka atburði og endurtekið mynstur samskipta. Það 1Félags- og mannvís- indadeild Háskóla Íslands, 2Háskólanum í Reykjavík. inngangur: Uppeldisaðferðir foreldra sem fela í sér ofbeldi geta haft skaðleg áhrif á heilaþroska barna og heilsu þeirra og hegðun til lengri eða skemmri tíma. Umfang og margbreytileiki ofbeldisins er mikilvægur áhrifaþáttur og vanræksla er ein alvarlegasta birtingarmynd þess. Mark- mið rannsóknarinnar er að skoða algengi og umfang andlegs ofbeldis og vanrækslu sem fullorðnir Íslendingar segja að þeir hafi reynslu af í æsku og hvernig hún hefði áhrif á mat þeirra á uppeldi sínu. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtak einstaklinga 18 ára og eldri úr Þjóð- skrá Íslands. Viðmælendur voru beðnir um að meta uppeldi sitt og svara spurningum um reynslu af 8 mismunandi formum andlegs ofbeldis og reynslu af vanrækslu í æsku. niðurstöður: Af 966 viðmælendum svöruðu 663 (69%) að þeir hefðu reynslu af einu eða fleiri af 8 formum andlegs ofbeldis. Þeir sem voru yngri en 30 ára voru 2,9 sinnum líklegri til að segja frá slíkri reynslu borið saman við þá sem voru eldri (95% CI 1,9-4,3). Meiri líkur voru á því að viðkom- andi teldi uppeldi sitt slæmt eða ásættanlegt borið saman við gott eftir því sem svör um reynslu af andlegu ofbeldi voru fjölbreyttari (p<0,0001) og umfangsmeiri (p<0,0001). Samtals 105 (11%) töldu sig hafa verið van- ræktir í æsku. Marktækt fleiri karlar en konur höfðu reynslu af andlegu ofbeldi (p=0,0020) en konur af vanrækslu (p=0,0440). Ályktun: Rúmlega 2/3 af fullorðnum Íslendingum segja frá reynslu af einu eða fleiri af 8 formum andlegs ofbeldis í æsku og rúmlega 1/10 af vanrækslu. Uppeldisaðferðum má breyta, meðal annars með fræðslu, félagslegum stuðningi og lagasetningu. Ágrip Fyrirspurnir: Jónína Einarsdóttir je@hi.is Greinin barst 8. ágúst 2014, samþykkt til birtingar 9. febrúar 2015. Höfundur hefur útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Algengi og margbreytileiki andlegs ofbeldis og reynsla af vanrækslu í æsku á Íslandi Jónína Einarsdóttir1 mannfræðingur, Geir Gunnlaugsson2 læknir felur meðal annars í sér að barn sé niðurlægt, hrætt, því hótað, mismunað, hæðst að því, það sé kyrrsett eða beitt öðrum formum höfnunar eða fjandsamlegrar meðferðar af hálfu forsjáraðila og án þess að fela í sér líkamlegt ofbeldi.20 Vanræksla er skilgreind af WHO sem bæði einstakur eða endurtekinn atburður þegar foreldri eða annar fjölskyldumeðlimur lætur vera að sinna þroska og velferð barns, óháð aðstæðum hvað varðar líkam- lega og andlega heilsu, næringu, húsaskjól, öryggi og menntun þess.20 Þá hafa mismunandi form vanrækslu verið tilgreind, þar á meðal líkamleg, tilfinningaleg og menntunarleg vanræksla og vanræksla vegna umsjónar og eftirlits.19,21 Áætlað er að um það bil tíunda hvert barn verði fyrir andlegu ofbeldi eða sé vanrækt í hátekjuríkjum.16 Al- gengi andlegs ofbeldis er þó mjög breytilegt eftir rann- sóknum (frá 0,07% til 93%). Oftast er enginn afgerandi kynjamunur en þó hafa einstaka rannsóknir fundið að stúlkur verða oftar fyrir andlegu ofbeldi en drengir.22 Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á algengi van- rækslu einkennast af mismunandi aðferðafræði og skil- greiningum. Við safngreiningu rannsókna (meta analysis review) var niðurstaðan að 16,3% barna hefðu orðið fyrir líkamlegri vanrækslu og 18,4% fyrir tilfinningalegri vanrækslu og var kynjamunur ekki marktækur.19 Erlendis er vanræksla algengasta tegund ofbeldis sem tilkynnt er til barnaverndaryfirvalda.18,19 Á Íslandi er oftast tilkynnt um vanrækslu við umsjón og eftir- lit barna, fylgt eftir af tilkynningum um líkamlegt og andlegt ofbeldi.21,23 Nýlega voru birtar niðurstöður um 1) Brintellix (vortioxetín) samantekt á eiginleikum lyfsins, sjá www.serlyfjaskra.is. 2) Katona C et al. Int Clin Psychopharmacol. 2012; 27(4): 215-223. 3) McIntyre RS et al. Int. J. Neuropsychopharmacology 2014 doi:10. 1017/S1461145714000546. 4) Alvarez E et al. Int J Neuropsychopharmacol. 2012; 15(15): 589-600. 5) Baldwin DS et al. Eur Neuropsychopharmacol. 2012; 22(7): 482-491. 6) Boulenger JP et al. J Psychopharmacol. 2012; 26(11): 1408-1416. IS -B R IN -2 01 4. 11 -0 00 01 50 4 Brintellix® (vortioxetín) – nýtt þunglyndislyf með fjölþætta verkun til meðferðar á alvarlegum þunglyndisköstum hjá fullorðnum1 Verkunarháttur1 Brintellix (vortioxetín) er nýtt þunglyndislyf með fjölþætta verkun. Verkun1 Verkun Brintellix (vortioxetín) hefur verið rannsökuð samkvæmt klínískri áætlun með fleiri en 6.700 sjúklingum. Vitsmunaleg færni2,3 Brintellix (vortioxetín) bætir vitsmunalega færni marktækt samanborið við lyfleysu hjá sjúklingum með alvarlegt þunglyndi (MDD). Þolanleiki1,4,5,6 Brintellix (vortioxetín) þolist vel. Skammtar1 Upphafs- og viðhaldsskammtur Brintellix (vortioxetín) er 10 mg einu sinni á dag fyrir fullorðna yngri en 65 ára. NÝJU NG Vistor hf Hörgatún 2 210 Garðabær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.