Læknablaðið - 01.03.2015, Qupperneq 27
LÆKNAblaðið 2015/101 147
R A N N S Ó K N
kyrrsettir (p<0,0001), sviptir fríðindum (p<0,0001) eða verið hótað
að fjarverandi foreldri/forsjáraðila yrði sagt frá ósæmilegri hegðun
(p=0,0065). Ekki var tölfræðilega marktækur munur á aldri og
svörum um aðra reynslu viðmælenda.
Karlar voru 1,5 sinnum líklegri til að segja frá reynslu af einu
eða fleiri formum andlegs ofbeldis í æsku borið saman við konur
(95% CI=1,2-2,0), en tölfræðilega marktækur munur var á svörum
þeirra (mynd 1). Þannig voru konur líklegri til að segja frá reynslu
af tveimur af 8 formum andlegs ofbeldis og karlar af þremur, en
ekki var marktækur kynjamunur á þremur formum.
Meintir gerendur andlegs ofbeldis voru bæði mæður og feður
(n=259) eða eingöngu móðir (n=244) eða faðir (n=74). Aðrir meintir
gerendur voru ættingjar, til dæmis afi, amma eða fósturforeldri
(-móðir/-faðir) og í einstaka tilvikum aðrir ásamt öðru hvoru for-
eldrinu. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á reynslu kynja
af andlegu ofbeldi hvort sem meintur gerandi var eingöngu móðir
eða faðir (OR=1,4; 95% CI 0,9-1,4).
Samtals 368 (56%) af þeim sem sögðu að þeir hefðu reynslu af
andlegu ofbeldi upplýstu einnig um líkamlegt ofbeldi. Þeir sem
höfðu verið beittir andlegu ofbeldi voru 2,8 sinnum líklegri til að
hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi (95% CI 2,1-3,8) borið saman við
þá sem sögðu ekki frá slíkri reynslu.
Vanræksla
Af 977 einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni töldu 105 (11%)
sig hafa verið vanrækta í æsku en 6 svöruðu „veit það ekki“ og 15
vildu ekki svara spurningunni. Enginn tölfræðilega marktækur
munur (p=0,5695) var á aldri þeirra sem töldu sig hafa verið van-
ræktir og þeirra sem töldu sig ekki hafa verið vanræktir (tafla IV).
Meðalaldur þeirra sem sögðu að þeir hefðu verið vanræktir var
45,3 ár (miðgildi 47; spönn 18-83). Konur voru 1,5 sinnum líklegri
til að telja sig hafa verið vanræktar í æsku borið saman við karla
(95% CI 1,0-2,3). Enginn tölfræðilega marktækur munur var á upp-
gefinni reynslu af vanrækslu í æsku og öðrum bakgrunnsbreytum.
Þeir sem töldu sig hafa verið vanræktir í æsku voru 4,4 sinnum
líklegri til að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi en þeir sem töldu sig
ekki hafa verið vanræktir (95% CI 2,3-8,3). Marktækur munur var á
svörum um reynslu þeirra af öllum formum andlegs ofbeldis borið
saman við þá sem töldu sig ekki hafa verið vanrækta. Sterkast var
sambandið við upplifun svaranda á því að hafa verið hafnað (OR
12,6; 95% CI 7,8-20,8) og hafa verið mismunað (OR 9,8; 95% CI 6,2-
15,7). Ellefu (11%) af þeim sem upplifðu vanrækslu í æsku töldu sig
ekki hafa neina reynslu af andlegu ofbeldi en 5 þeirra sögðust hafa
verið beittir líkamlegu ofbeldi.
Lýsingar á vanrækslu fjölluðu um foreldra og forsjáraðila sem
voru veikir, drykkfelldir, mikið fjarverandi eða fráskildir og lítil
tengsl við föður. Viðmælendur lýstu ennfremur mikilli ábyrgð í
æsku og skorti á daglegri umönnun og stuðningi við nám.
Mat á gæðum uppeldis
Af 963 viðmælendum sem lögðu mat á uppeldi sitt töldu 807 (84%)
að það hefði verið gott, 139 (14%) ásættanlegt og 17 (2%) slæmt.
Eftir því sem viðmælendur gáfu upp fjölbreyttari reynslu af and-
legu ofbeldi, þeim mun meiri líkur voru á því að þeir teldu upp-
eldi sitt slæmt eða ásættanlegt borið saman við gott (mynd 2a).
Viðmælendur sem gáfu upp reynslu af fjórum eða fleiri formum
andlegs ofbeldis voru 6,2 sinnum líklegri til að meta uppeldi sitt
sem ásættanlegt eða slæmt borið saman við þá sem sögðu ekki frá
slíkri reynslu eða reynslu af 1-3 formum andlegs ofbeldis (95% CI
4,0-9,2).
Umfang uppgefinnar reynslu af andlegu ofbeldi var metið á
grunni samlagningar stiga sem svörum viðmælenda voru gefin
fyrir hvert hinna 8 forma andlegs ofbeldis (mynd 2b). Meðaltal
stiga var 3,4 (miðgildi 2; spönn 0-32) og voru viðmælendur sem
fengu fjögur stig eða meira 3,4 sinnum líklegri til að meta uppeldi
sitt sem ásættanlegt eða slæmt borið saman við þá sem fengu 0-3
stig (95% CI 2,4-4,8). Tölfræðilega marktækur munur var á mati
viðmælenda á gæðum uppeldis síns og umfangi uppgefinnar
reynslu þeirra af öllum formum andlegs ofbeldis sem voru til
skoðunar, að kyrrsetningu undanskilinni. Enginn munur var á
bakgrunni þátttakenda hvort sem þeir höfðu enga reynslu af and-
legu ofbeldi (0 stig) eða mikla reynslu (11 stig eða meira), nema
hvað yngri þátttakendur sögðu frá umfangsmeiri og fjölbreyttari
reynslu en þeir eldri (p=0,0001).
Af þeim 103 sem upplifðu vanrækslu í æsku og svöruðu spurn-
ingu um gæði uppeldis, töldu 12 (12%) að uppeldi þeirra hefði
verið slæmt og 42 (41%) ásættanlegt. Þeir sem upplifðu vanrækslu
í æsku voru 8,5 sinnum líklegri til að telja sig hafa fengið slæmt eða
ásættanlegt uppeldi borið saman við þá sem töldu sig ekki hafa
verið vanrækta (95% CI 5,5-13,3). Þeir voru einnig líklegri til að
segja frá reynslu af umfangsmeiri og fjölbreyttari formum ofbeldis
en þeir sem höfðu enga slíka reynslu (p=0,0001).
Mat á gæðum uppeldis var háð aldri viðmælanda (p=0,0282).
Yngstu og elstu viðmælendurnir voru líklegri til að telja upp-
eldi sitt gott borið saman við þá sem voru á aldrinum 30-69 ára
(p=0,0013).
Mynd 1. Líkindahlutfall drengja (95% CI) borið saman við stúlkur á því að segja frá
reynslu af mismunandi formum af andlegu ofbeldi.
Tafla IV. Þátttakendur sem töldu sig vanrækta í æsku.
n Svöruðu nei, n (%) Svöruðu já, n (%)
Yngri en 30 ára 209 189 (90) 20 (10)
30-49 ára 327 286 (87) 41 (13)
50-69 ára 323 285 (88) 38 (12)
70 ára og eldri 97 91 (94) 6 (6)