Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2015, Side 38

Læknablaðið - 01.03.2015, Side 38
158 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Á undanförnum áratugum höfum við orðið óþyrmilega vör við nýja smitsjúk- dóma og orsakir þess ekki alltaf ljósar,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítalanum. Félag smitsjúkdómalækna stóð fyrir málþingi á Læknadögum í janúar undir yfirskriftinni „Nýir smitsjúkdómar“ og var það fjölsótt og greinilegt að mikill áhugi er fyrir upplýsingum um efnið. „Nýir smitsjúkdómar eru stöðugt að uppgötvast og eru gefin út alþjóðleg tímarit eingöngu helguð þessi efni,“ segir Magnús. „Sumir þessara nýju sjúkdóma vekja áhyggjur og ótta hjá almenningi. Í mörgum tilfellum er þetta afleiðing af árekstrum mannsins við vistkerfið þar sem snerting verður við örverur, oft frá dýraríkinu, sem menn hafa ekki myndað mótefni gegn. Einnig hafa loftslagsbreyt- ingar sitt að segja, en útbreiðsla skordýra er nátengd hita- og rakastigi umhverfisins. Ferðalög manna heimshorna á milli eru orðin tíðari og ódýrari en áður þekktist. Þetta leiðir til þess að nýir sjúkdómar geta breiðst hratt út, - sjúkdómar sem áður fyrr hefðu aðeins valdið staðbundnum vanda og dáið út af sjálfu sér. Að þessu sam- anlögðu blasir við sú mynd að reglulega koma fram nýir og stundum sérkennilegir smitsjúkdómar sem við höfum ekki næga þekkingu á. Málþingið var hugsað sem kynning fyrir lækna á nokkrum þessara sjúkdóma. Þarna var engan veginn tæm- andi yfirsýn, en við völdum þá sjúkdóma til kynningar sem hafa sérstaka þýðingu hér á landi eða í stærra samhengi.“ Fyrsti fyrirlesari málþingsins var dr. Cecile Viboud, vísindamaður við Fogarty International Center, National Institute of Health, Bethesda, en hún fjallaði um inflúensu. „Inflúensa er algjört ólíkindatól, á hverju ári koma fram nýir stofnar af veirunni, oftast fremur lítið breyttir frá árinu á undan, en nóg til að komast undan vörnum líkamans og valda faröldrum eins og allir Íslendingar kannast við. Síðan koma fram alveg nýir stofnar nokkrum sinnum á hverri öld og þá verða heims- faraldrar, stundum alvarlegir og er engin leið að spá fyrir um hvenær og hvernig næsti faraldur muni líta út. Viboud er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar á sviði faraldsfræði inflúensu og kynnti mjög áhugaverðar niðurstöður, meðal annars hvernig nýir stofnar dreifa sér og aðferðir til að kortleggja það í rauntíma. Einnig ræddi hún stuttlega um nýja stofna af fuglaflensu í Kína sem mikilvægt er að fylgjast grannt með.“ Skógarmítill getur verið varasamur Sigurður Guðmundsson flutti mjög áhuga- verðan fyrirlestur um ebólu og sem betur fer virðist vera að rofa til í þróun bóluefna og baráttu gegn útbreiðslu veirunnar. Síðan flutti Ólafur Guðlaugsson fyrirlestur um Lyme-sjúkdóm á Íslandi, en það efni tengist umræðunni um skógarmítla og hvort þeir stofnar mítla sem fundist hafa hér á landi beri í sér bakteríuna sem veld- ur sjúkdómnum. „Í erindi Ólafs kom fram að ekkert tilfelli Lyme-sjúkdóms hefur greinst hérlendis sem rekja má til smits innanlands en hins vegar hafa íslenskir læknar í vaxandi mæli greint fólk með Lyme-sjúkdóm sem hefur í öllum tilvikum smitast erlendis. Ólafur kallaði eftir því að haft yrði samband við sig ef grunur léki á smiti hér innanlands,“ segir Magnús. Ekki hefur verið rannsakað hvort skógarmítillinn íslenski ber Borreliu- bakteríuna sem veldur Lyme-sjúkdómi, að sögn Magnúsar, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að aðeins lítið hlutfall mítla ber bakteríuna í sér. „Vitaskuld er þó rétt að hafa allan vara á sér ef fólk verður fyrir biti,“ segir Magnús. „Annar mítill íslensk- ur, sem hér á landi hefur verið kallaður lundalús, getur bitið lundaveiðimenn en ekkert bendir til að slíku biti fylgi veikindi á borð við Lyme-sjúkdóm.“ Magnús segir mikilvægt fyrir fólk að vera meðvitað um smithættu af völdum mítla ef það hyggst ferðast eða dvelja á svæðum þar sem þeir eru landlægir. „Til viðbótar við Lyme-sjúkdóm getur ein tegund heilabólguveiru smitast með mítlum en fyrir henni er hægt að bólusetja og sjálfsögð forvörn ef fólk hyggur á ferðalög.“ Rétt er að undirstrika að ef Lyme-sýk- ing greinist snemma er tiltölulega auðvelt að lækna hana með sýklalyfjum, að sögn Magnúsar. „Það er þó þrennt sem getur komið í veg fyrir greiningu í tíma og það er í fyrsta lagi að fólk gerir sér ekki grein fyrir að hafa orðið fyrir biti, í öðru lagi að einkennin geta verið dálítið lúmsk og í þriðja lagi að staðfestingarprófið er ekki alveg áreiðanlegt í öllum tilfellum.“ Nýir hitabeltissjúkdómar Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdóma- læknir ræddi á málþinginu um Dengue og Chikungunya sem eru veirusjúkdómar sem moskítóflugur bera með sér. Út- breiðslusvæði þeirra hafa verið að færast út frá hitabeltislöndum og margir kenna um hnattrænni hlýnun. „Sem dæmi má nefna að Dengue hefur fundist í Flórída. Hinn sjúkdómurinn uppgötvaðist fyrir meira en hálfri öld en hefur nýlega vakið athygli vegna ört vaxandi faraldra. Þróun bóluefnis gegn Dengue hefur miðað vel í klínískum prófunum en gegn Chik- ungunya er ekki til neitt bóluefni enn. „Þurfum að vera stöðugt á varðbergi“ – segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.