Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2015, Page 39

Læknablaðið - 01.03.2015, Page 39
Einkenni þessara sjúkdóma eru ekki mjög sértæk og lýsa sér með háum hita, bein- og liðverkjum og stundum útbrotum. Mjög erfitt eða ómögulegt er að greina á milli þeirra út frá einkennum. Staðfesting byggir algjörlega á greiningu á rann- sóknarstofu. Engin lyf eru þekkt sem bæla veirufjölgunina og er því stuðningsmeð- ferð helsta úrræðið. Veikin gengur yfir en getur þó skilið eftir sig langvinna fylgi- kvilla, svo sem langvinnar liðbólgur.“ Af smitsjúkdómum sem komið hafa fram á síðustu áratugum og haft gríðarleg áhrif á heimsbyggðina nefnir Magnús HIV og alnæmi sem besta dæmið. „Þessi sjúkdómur hefur ekki aðeins haft áhrif á læknisfræðina heldur á samfélög manna um heim allan. HIV hefur breytt sýn manna í svo margvíslegum skilningi, allt frá grunnrannsóknum á sviði sam- eindaveirufræði til klínískrar læknisfræði, lyfjaþróunar og yfir í pólitíska umræðu um misskiptingu og menntun á heimsvísu. Þá má nefna annað dæmi, SARS–heilkenni sem kom fram í árslok 2002 og lýsti sér með alvarlegri lungnabólgu og öndunar- bilun og hafði mikil áhrif en tókst ótrúlega vel að bæla niður. Erindi Birgis Jóhanns- sonar á málþinginu fjallaði einmitt um skyldan sjúkdóm, MERS, sem kom fram á Arabíuskaganum árið 2012 og lýsir sér með mjög alvarlegri öndunarfærabilun líkt og SARS. Veirurnar sem valda SARS og MERS eru afbrigði Koronaveira sem almennt eru tiltölulega meinlitlar í mönnum, en þarna hafa komið fram tvö afbrigði sem valda alvarlegum sýkingum, flestöllum á óvart. Líklegast er talið að MERS-veiran hafi smitast frá leðurblökum – hugsanlega með milligöngu úlfalda – og yfir í menn, þó ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi uppruna hennar.“ Lyfjaónæmir berklar eru áhyggjuefni Haraldur Briem sóttvarnalæknir fjallaði um viðbrögð alþjóðasamfélagsins við nýjum smitsjúkdómum en þar skiptir mestu að eftirlit og viðbrögð séu samræmd því það hefur lítið að segja þó eitt land bregðist við ef aðrir loka augunum fyrir vandamálinu. Ef lönd hafa ekki nægi- lega sterka innviði er hætt við að smit- sjúkdómar geti breiðst út, eins og vel er þekkt úr sögunni. Gott dæmi um þetta er útbreiðsla berkla í fyrrum Sovétríkjunum eftir fall kommúnísmans. „Þá veiktust allir innviðir, til dæmis berklavarnir, meðferð berklasjúklinga og eftirlit. Á mjög skömm- um tíma voru komnir fram lyfjaþolnar berklabakteríur vegna þess að berkla- sjúklingar tóku lyfin sín stopult eða luku ekki meðferð. Þannig stuðlaði ástandið að þróun ónæmra berklabaktería sem hafa dreifst víða.“ Magnús er ómyrkur í máli þegar hann lýsir því ástandi sem skapaðist á 10. áratug síðustu aldar þegar fjölónæmir berklar náðu sér á strik í Rússlandi og fyrrum Sovétlýðveldunum. „Fólk með berklasmit og ósmitaðir voru vistuð saman í fangelsum og sjúkra- húsum án viðeigandi meðferðar eða sótt- varna. Fólkið hóstaði hvert ofan í annað og þannig var stuðlað að hámarksútbreiðslu sem hélt áfram eftir útskrift, því þá var veikt ómeðhöndlað fólk úti í samfélaginu sem stóð kannski á götuhornum í stór- borgunum og hóstaði framan í sam- borgarana. Þetta dæmi minnir á hversu mikilvægt er að ná til þeirra sem stjórna ef takast á að hindra útbreiðslu alvarlegra sjúkdóma og að alþjóðasamfélagið hafi með sér samstarf í því efni.“ Magnús segir að nýlega sé komin út skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, um stöðu berkla í heiminum og hún sé um margt jákvæðari en fyrri skýrslur. „Flestöll lönd í heiminum taka nú þátt í „Minni kynslóðanna nær ekki langt aftur þegar um gamla sjúkdóma er að ræða, fólk þekkir ekki lengur alvöru málsins ef það hefur ekki þurft að horfast í augu við afleiðingar sjúk- dómanna,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R LÆKNAblaðið 2015/101 159

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.