Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Síða 43

Læknablaðið - 01.03.2015, Síða 43
LÆKNAblaðið 2015/101 163 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Arnarson, Gunnar Sigurðsson, Reyni Þor- steinsson, Pétur Skarphéðinsson og síðast en ekki síst Sigurð Þ. Guðmundsson og Jón Þorgeir Hallgrímsson sem voru alltaf kallaðir Siggi og Jorri. Þeir voru perluvinir og herbergisfélagar og mjög skemmtilegir á golfvellinum hvor á sína vísu. Jón Þorgeir hafði gaman af því að sletta þýsku og eru sum orðatiltæki hans ennþá rifjuð upp við hentug tækifæri. Ef menn áttu óvenju gott og langt upphafshögg greip Jón stundum til þýska hernaðarfrasans: „Wir schlagen gegen England.“ Ef menn hins vegar lentu óvænt í glompu brosti Jón góðlátlega og sagði: „Aha, Bunker hinein!“ Í þessari ferð vorum við Ásgeir Jónsson að spila saman í liði á móti Sigga og Jorra á Kilspindie en ég var tiltölulega nýbyrjaður í golfi. Á 6. braut sem er 240 metra par 4 hola sló ég í upphafshöggi óvænt inn á flöt með 4 járni, að vísu í nokkrum meðvindi. Jorri leit þá til himins og andvarpaði: „Guð hjálpi okkur ef þessi maður lærir einhvern tímann að spila golf.“ Þeir voru yndislegir félagar og forréttindi að hafa kynnst þeim í golfinu. Sigurður lést árið 2007 langt fyrir aldur fram en Jón Þorgeir er enn við góða heilsu og lagði á ráðin við skrif þessarar greinar. Lengi vel var golfið aðeins karlaíþrótt og konur komu þar hvergi nærri. Þetta hefur verið hvað langlífast í Skotlandi og er mönnum í fersku minni skilti þar í landi þar sem á stóð: „No women or dogs allowed“. Þetta hefur nú allt breyst og eru konur nú velkomnar á alla velli í Skot- landi nema Muirfield sem liggur undir miklu ámæli út af þessu. Golfið er ekki síður íþrótt kvenna en karla og orðið mikið hjónasport. Fremsti golfari í læknastétt á Íslandi er reyndar án efa Ásgerður Sverris- dóttir fyrrverandi Íslandsmeistari kvenna. Í hópi Skotlandsfara er talað í velvilj- uðum tón um „spúsugolfið“ þó það megi ekki taka allt yfir hjá mönnum. Í þessari minni fyrstu ferð 1996 var lokahóf og haldnar nokkrar tækifærisræður. Nokkrar eiginkonur höfðu komið með og sumar þeirra meira að segja spilað. Í lokahófinu tók einn félaganna til máls og lýsti ánægju sinni með þessa þróun og velti upp þeim möguleika hvort ekki ætti að hafa kon- urnar með í þessar ferðir og fara til Spánar. Þá þyrmdi yfir Svavar Haraldsson og hann sagði alvöruþrunginn yfir borðið: „Ef við förum til Spánar og konurnar koma með, þá er þetta búið“. Hin seinni ár hafa þetta eingöngu verið karlaferðir og gjarnan spil- aðar 36 holur á dag. Aldurinn er reyndar heldur að færast yfir hópinn en engan bilbug er á mönnum að finna. Tilhlökkunin byrjar fljótlega eftir að ferð lýkur og stendur óslitið fram að næstu ferð. Á seinni árum hafa bæst í hópinn ungir og efnilegir golfarar en það verður m.a. verkefni þeirra að halda þess- ari skemmtilegu hefð gangandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér svæðið nánar fylgir hér áhugaverð krækja. golfeastlothian.com/home.asp 1. Sæmundsdóttir G, Lúðvíksson SJ. Golf á Íslandi. Forlagið Reykjavík 2012. Fallegur dagur í North Berwick. Knútur Björnsson og Kristinn Jóhannsson á 18. teig á East Links. 17. flöt í baksýn og í fjarska sést Bass Rock, kennileiti bæjarins. Kona Krist- ins, Sigrún Einarsdóttir, tók myndina árið 1987. Þrír snillingar við klúbbhúsið á Muirfield, Svavar Haraldsson, Kristinn Jóhannsson og Guðmundur Arason. Myndina tók Alan Brown, kvensjúkdómalæknir og félagi í Honorary Company of Edinburgh Golfers árið 2000. Galvaskir golfarar fyrir framan Maitlandfield Hotel í Haddington 1996. Frá vinstri: Ólafur Einarsson, Svavar Haraldsson, Jón Þorgeir Hallgrímsson, Ingimar Hjálmarsson, Kristinn Jóhannsson, Sigurður Þ. Guðmundsson, Ólafur Alexander Ólafsson (Alli málari), Sigríður Birna Ólafsdóttir, Brynjólfur Mogensen, Kristmundur Ásmundsson, Þórhildur Sigtrygggsdóttir, Hrafnkell Óskarsson, Hörður Bergsteinsson, Guðmundur Arason, Halldóra Axelsdóttir, Þráinn Rósmundsson og Ólafur Z. Ólafsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.