Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 44
164 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Markmið okkar er að ávísun á hreyf- ingu verði aðgengilegt meðferðarúrræði fyrir alla lækna á Íslandi og hugsanlega fleiri heilbrigðisstéttir. Að meðferðin sé byggð á eins traustum fótum þekk- ingarlega eins og kostur er. Að með- ferðarheldni verði að meðaltali 60-70% og að aukin virkni sjúklinga haldist eftir að meðferð lýkur,“ segir Jón Steinar Jónsson heilsugæslulæknir í Garðabæ, einn ötulasti talsmaður hreyfiseðlanna hérlendis um árabil. „Vísbendingar um neikvæð áhrif hreyfingarleysis á ýmsa algenga sjúkdóma Vesturlandabúa hafa komið fram í mörg- um faraldsfræðilegum rannsóknum á síðustu áratugum. Á undanförnum árum hafa rannsóknir á hreyfingu sem meðferð fært okkur mikilvæg gögn og þekkingu sem gefa tækifæri til að nýta í heilbrigðis- þjónustunni í dag. Flestir eru líklega sam- mála um mikilvægi hreyfingar í heilsu- eflandi skyni fyrir almenning og fáir efast sennilega um mikilvægi hreyfingar sem meðferð eða hluta af meðferð við mörgum algengum sjúkdómum. Hreyfing sem meðferðarúrræði innan íslenska heil- brigðiskerfisins hefur ekki verið markvisst skipulagt hingað til en skjólstæðingum vissulega verið gefin ráð um hreyfingu og í vissum tilvikum vísað í ýmis þjálfunar- eða endurhæfingarúrræði. Ávísun á hreyf- ingu, hreyfiseðill, er meðferðarúrræði sem markvisst hefur verið unnið að undan- farin fjögur ár og skipulega er nú unnið að innleiðingu þess á Íslandi,“segir Jón Steinar sem á sæti í hópnum sem stýrir verkefninu. Hann stóð jafnframt fyrir málþingi á nýafstöðnum Læknadögum þar sem fjallað var um hreyfiseðlana frá ýmsum hliðum. Hreyfingarleysi er þekktur áhættuþáttur „Það hefur lengi verið þekkt að hreyf- ingarleysi er mikilvægur áhættuþáttur ýmissa sjúkdóma. Og að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á horfur þeirra sem glíma við þessa sjúkdóma. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem þol eða upplýsingar um hreyfingu er ein af breytunum gefa þetta til kynna. Þrátt fyrir þessa vitneskju höfum við Íslendingar látið það eiga sig að byggja upp hreyfingu sem markvisst meðferðarúrræði í líkingu við það sem grannar okkar á Norður- löndum hafa gert á undanförnum árum. Það er mikill munur á því að ráðleggja sjúklingi almennt um hreyfingu eða ávísa hreyfingu sem meðferð,“ segir Jón Steinar. „Hreyfiseðlaverkefnið á Íslandi er sprottið úr grasrótinni og er svar við hinni augljósu þörf á að byggja upp markvisst úrræði fyrir lækna og aðra heilbrigðis- starfsmenn til að beita hreyfingu sem meðferð við þeim sjúkdómum þar sem hún á við. Þar erum við sérstaklega að tala um svokallaða lýðsjúkdóma: hjarta- og æðasjúkdóma, fullorðinssykursýki, lang- vinna lungnateppu, slitgigt og vefjagigt, þráláta verki, vægt þunglyndi, offitu og fleiri sjúkdóma. Það verður æ algengara að sami einstaklingur sé með fleiri en einn slíkan sjúkdóm sem hreyfingin hefur áhrif á og hún verður þannig í vissum skilningi „breiðvirk“ meðferð. Lífsstíll fólks hefur gríðarlega þýðingu varðandi tilurð og framgang ýmissa sjúkdóma. Mikilvægir þættir eru reykingar, rangt mataræði, of mikill matur og hreyfingarleysi. Á Íslandi hefur tekist vel upp í baráttu við reykinga- faraldurinn á síðari hluta 20. aldarinnar. Mjög markvissar lýðheilsuaðgerðir skiluðu árangri hérlendis sem við getum verið stolt af þó uppbygging úrræða í með- ferð við reykingum hafi ekki verið eins markviss og tilefnið gefur til. Ýmsum lýðheilsuaðgerðum, áróðri og fræðslu hefur verið beitt hérlendis til að minnka hreyfingarleysi meðal almennings. Með tilkomu hreyfiseðlisins verður nú byggt upp heildstætt meðferðarúrræði, ávísun á hreyfingu þar sem hreyfing ætti að vera að minnsta kosti hluti af þeirri meðferð sem er ávísað.“ Þróa og prófa viðurkennt verkfæri „Árið 2006 var farið af stað með tilrauna- verkefni á heilsugæslustöðinni í Garðabæ í samvinnu við ýmsa aðila í bænum, þar sem hreyfingu var beitt sem meðferðarúr- ræði. Þetta lognaðist reyndar útaf en frá árinu 2011 hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu og þróun hreyfiseðla á Íslandi. Auður Ólafsdóttir og Héðinn Jóns- son sjúkraþjálfarar og ég tókum höndum saman og fengum til ráðgjafar Ingibjörgu Jónsdóttur lífeðlisfræðing í Gautaborg, en hún stýrir streiturannsóknarstöðinni þar í borg og hefur tekið þátt í að innleiða „Ávísun á hreyfingu verði aðgengilegt meðferðarúrræði fyrir alla lækna” – segir Jón Steinar Jónsson ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.