Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2015, Qupperneq 46

Læknablaðið - 01.03.2015, Qupperneq 46
166 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R hann getur sjálfur lagt af mörkum í með- ferðinni og upplifir betri líðan fylgjandi reglulegri hreyfingu, er það mjög gefandi fyrir bæði lækninn og sjúklinginn. Grundvallaratriði varðandi hreyfiseðla er áhugi beggja aðila, bæði læknisins og sjúklingsins. Það þarf oft grundvall- arbreytingu á hugarfari sjúklings til að virkja hann í hreyfingu. Hreyfingarleysi er landlægt hér sem annars staðar á Vestur- löndum og rannsóknir benda til að meiri- hluti íbúa hreyfi sig minna en almennt er ráðlagt og allstór hluti stundar enga hreyf- ingu. Okkar sjúklingar eru langflestir í þessum hópum og þurfa því hvatningu og stuðning við að breyta lífsstíl og byrja að ástunda reglulega hreyfingu.“ Jón Steinar segir sjúklinga sem þurfa á hreyfingu að halda vera ólíka innbyrðis og þurfa á mismunandi ráðleggingum að halda. „Það má skipta sjúklingunum í þrjá hópa þegar kemur að hreyfingu. Einn hópurinn er alls ekki til í að takast á við sinn sjúkleika með reglulegri hreyfingu, annar segist þegar vera að hreyfa sig og því ekki þurfa á aðstoð að halda og þriðji hópurinn er tilbúinn að fá aðstoð við að nýta hreyfingu sem meðferð með aðferða- fræði hreyfiseðilsins. Staðreynd er að fólk er almennt ekki mjög upplýst um hversu stór áhættuþáttur hreyfingarleysi er og hversu mikil áhrif regluleg hreyfing getur haft á sjúkdóminn og horfur sjúklingsins. Það þarf því að koma til miklu meiri og markvissari fræðsla um gildi hreyfingar fyrir heilsu fólks, sérstaklega sem hluta af meðferð sjúkdóma. Líklega þarf sameinað átak margra aðila í samfélaginu, fjölmiðla, heilbrigðisyfirvalda, félagasamtaka og aðila á vinnumarkaði til að upplýsa um þetta. Hreyfingarleysi er einn af stærstu áhættuþáttum fyrir vanheilsu á Íslandi í dag. Langflestir okkar sjúklinga eru að hefja skipulagða hreyfingu í fyrsta skipti í mörg ár og þurfa því mikla hvatningu til að gera svo mikla breytingu á lífsstíl sínum.“ Hreyfistjórinn skipuleggur hreyfinguna „Hreyfiseðillinn er settur upp eins og til- vísunareyðublað sem læknirinn fyllir út og er aðgengilegur í Sögukerfinu fyrir þá sem eru tengdir við það. Læknirinn setur inn ábendingar til hreyfistjórans, sjúkra- þjálfarans sem læknirinn bókar sjúk- linginn í viðtal hjá. Hreyfistjórarnir eru um 20 talsins í 3,5 stöðugildum, víða um landið og eru allt mjög reyndir sjúkraþjálf- arar með sérstaka þjálfun í svokölluðum áhugahvetjandi samtölum. Slíkt viðtal er lykilatriði. Þetta viðtal er í rauninni eina skiptið sem hreyfistjórinn og sjúklingur- inn hittast. Hreyfistjórinn leggur mat á líkamlegt ástand sjúklingsins og útfrá því, þeim sjúkdómi sem hrjáir viðkomandi, og út frá hans aðstæðum og áhugahvöt gerir hreyfistjórinn einstaklingsmiðaða áætlun um hreyfingu fyrir sjúklinginn. Til að gera sem besta áætlun, sem tekur mið af bestu þekkingu, hefur hreyfistjórinn til hliðsjónar mjög ítarlegt sænskt rit, FYSS (Fysisk aktivitet i sjukdomsprevention och sjukdomsbehandling). Þar hafa verið teknar saman upplýsingar og gögn um bestu „uppskrift“ hreyfingar sem með- ferð tiltekinna sjúkdóma. Meðal annars tímalengd hreyfingar, tíðni og ákefð. Með- ferðin er þannig miðuð við bestu fáanlega þekkingu sem er í boði í dag. FYSS-bókin kom fyrst út árið 2003, endurútgefin 2008 og ný útgáfa með nýjustu heimildum mun koma út á þessu ári. Hreyfistjórinn stofnar síðan aðgang fyrir sjúklinginn að forriti sem við höfum þróað á þessum árum í samvinnu við tölvunarfræðing, og er eins og konar hreyfidagbók sjúklingsins. Þar færir hann inn með einföldum hætti þegar hann hreyfir sig samkvæmt forskriftinni og hreyfistjórinn fylgist með og gefur ráðleggingar og hvatningu eftir því sem áætluninni vindur fram. Ef sjúklingurinn fer undir 70% af áætluninni lætur for- ritið hreyfistjórann vita og hann hefur þá samband við sjúklinginn. Markmiðið við hönnun forritsins var að það væri ofur- einfalt í notkun, myndrænt og hvetjandi. Það hefur reynst mjög vel og það eru fáir sem ekki geta notað það en einnig er hægt að skrá hreyfingu í gegnum ákveðið símanúmer. Hreyfistjórinn sendir lækn- inum skýrslu á þriggja mánaða fresti um hreyfinguna en rétt er að undirstrika að ávísandi læknir er að sjálfsögðu ábyrgur fyrir hinu læknisfræðilega eftirliti. Hreyfiseðlinum fylgir ekki fjárhags- legur ávinningur svo sem kort í líkams- rækt. Við erum í langflestum tilfellum með einstaklinga sem eru að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu. Göngur, sund, sundleikfimi, hjólreiðar eru oftast hreyfiúrræðin sem beitt er. Það er viss skortur á tiltölulega léttum hreyfiúrræð- um í hópum en við bindum vonir við að þeim fjölgi.“ Jón Steinar nefnir að lokum að sam- félagslegi þátturinn við að gera borgur- unum kleift að stunda hreyfingu í sínu nærumhverfi sé gríðarlega mikilvægur. „Skipulag borga og bæja með möguleika til gönguferða, hjólreiða, sundiðkunar og almenningssamgangna eru stór þáttur í að skapa aðstæður fyrir sjúklinga til að stunda hreyfingu sem hluta af meðferð. Þar hefur sannarlega margt verið gert og í tengslum við innleiðingu hreyfiseðla á landsbyggðinni höfum við átt fundi með bæjaryfirvöldum víða um land og mætt miklum áhuga þeirra á þessum málum. Það á eftir að ráða miklu um framtíð hreyfiseðla að samfélögin komi til móts við þarfir þeirra íbúa sem sannarlega geta bætt heilsu sína með reglulegri hreyf- ingu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.