Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2015, Page 50

Læknablaðið - 01.03.2015, Page 50
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R 170 LÆKNAblaðið 2015/101 Runólfur Pálsson læknir runolfur@landspitali.is Á XXI. þingi Félags íslenskra lyflækna sem fram fór í Reykjavík 21.-22. nóvember í haust voru að venju veitt verðlaun fyrir framúrskarandi vísindarannsókn ungs læknis og læknanema úr Verðlaunasjóði í læknisfræði sem læknarnir Árni Krist- insson og Þórður Harðarson stofnuðu. Hlutskörpust ungra lækna varð Berglind María Jóhannsdóttir, deildarlæknir við lyflækningasvið Landspítala og doktors- nemi við læknadeild Háskóla Íslands, er hlaut verðlaunin fyrir rannsókn sína á áhrifum æðakölkunar og blóðfitu á lang- vinnan nýrnasjúkdóm, sem hún vann undir handleiðslu Hrefnu Guðmunds- dóttur nýrnalæknis. Úr röðum læknanema varð Elín Edda Sigurðardóttir, læknanemi á 5. ári, fyrir valinu fyrir rannsókn sína á áhrifum greiningar og eftirfylgni góð- kynja einstofna mótefnahækkunar á lifun sjúklinga með mergæxli, sem hún vann undir leiðsögn Sigurðar Yngva Kristins- sonar prófessors. Berglind María Jóhannsdóttir læknir og Elín Edda Sigurðardóttir læknanemi með viðurkenningarskjöl sín. Með þeim á myndinni eru Runólfur Pálsson, formaður Félags íslenskra lyflækna, Rafn Benediktsson, formaður vísinda- og dómnefndar þingsins, og læknarnir Árni Kristinsson og Þórður Harðarson. Mynd: ljósmyndari Landspítala, Þorkell Þorkelsson. Verðlaun á þingi Félags íslenskra lyflækna Practical og Congress Reykjavík hafa nú sameinað krafta sína undir merkjum CP Reykjavík. Við erum frísklegt og skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu- leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR Við gerum atvinnulífið viðburðaríkara www.cpreykjavik.is

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.