Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2015, Side 51

Læknablaðið - 01.03.2015, Side 51
LÆKNAblaðið 2015/101 171 Veigamesta verkefni lyfjateymis Embættis landlæknis er að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun í landinu. Þetta er verk- efni sem lýkur í sjálfu sér aldrei og á sér margar hliðar. Starfsemin er einkum þríþætt, upplýsingamiðlun sem byggir á lyfjagagnagrunni embættisins, fræðsla og almennt eftirlit með lyfjaávísunum. Ofnotkun eða vannotkun lyfja? Færa má rök fyrir því að sum lyf séu ofnotuð en að önnur lyf ætti að nota meira (í vannotkun fléttast áhrif lágrar með- ferðarheldni en það er efni í annan pistil). Til að leggja mat á þetta er oftast gripið til þess að gera samanburð við aðrar þjóðir. Einkum berum við okkur saman við hin Norðurlöndin. Samanburður af þessu tagi er þó engan veginn einhlítur enda getur meiri notkun lyfs á Íslandi en í öðru landi stafað af ofnotkun hér, vannotkun í samanburðarlandinu eða hvoru tveggja. Þá geta samfélög verið ólík, til dæmis hvað varðar aldurssamsetningu, þjónustu eða algengi sjúkdóma. Mat á því hvort notkun tiltekins lyfs eða lyfjaflokks sé eðlileg er þess vegna erfitt og samanburður á notkun milli landa er einungis hluti af því mati. Sjálfvirkar endurnýjanir lyfjaávísana Gera má ráð fyrir að nokkuð sé um endur- nýjanir lyfjaávísana sem séu óþarfar. Eðlilegt er að sum lyf séu endurnýjuð án mikilla heilabrota eða skoðunar á sjúklingi en önnur lyfjameðferð krefst þess að hún sé endurskoðuð reglulega með skoðun á sjúklingi og í samráði við hann. Skömmtun Í reglugerð um skömmtun lyfja nr. 850/2002 er fjallað um handskömmtun í lyfjabúðum og um vélskömmtun hjá vél- skömmtunarfyrirtækjum. Skömmtun lyfja er til mikilla þæginda fyrir vissa hópa sjúklinga, bæði þá sem eru í heimahúsi og aðra sem eru á hjúkrunar- og dvalarheim- ilum af ýmsu tagi, en skömmtun getur einnig skapað vandamál. Ef hakað er við reit á lyfjaávísun þar sem stendur „Afgreiðist í skammtaöskju“, og gildistími lyfseðils er ekki takmark- aður með því að fylla í viðeigandi reit, þá fer lyfjaávísunin í skömmtun í heilt ár, óháð því hvaða magni er ávísað. Það sem afhent er einstaklingi hverju sinni er oftast samkomulagsatriði milli sjúklings og lyfjabúðar og getur verið viku-, mánaðar- en þó aldrei meira en tveggja mánaða skammtur. Ef læknirinn vill takmarka þann tíma sem skömmtunin er í gangi er mikilvægt að hann fylli út viðeigandi reit og vilji hann takmarka það magn sem af- hent er hverju sinni þarf hann að tilgreina það á ótvíræðan hátt. Þetta síðastnefnda atriði getur skipt miklu máli vegna þess að flest lyf, þar með talin eftirritunarskyld og önnur ávanabindandi lyf, geta farið í skömmtun. Það sem kemur einkum í veg fyrir að lyf geti farið í skömmtun er áhrif á geymsluþol, það er lyf sem ekki þola að vera utan upprunalegra umbúða (til dæmis ljósnæm lyf) svo og sum lyfjaform (til dæmis plástrar og innúðalyf). Þegar skömmtunarlyfjaávísanir renna út er haft samband við sjúkling eða lækni til að fá endurnýjun sem viðkomandi læknir á að framkvæma. Dvalarheimili nota skömmtunarkort sem gilda þar til annað er ákveðið. Þeir einstaklingar sem stunda læknaráp og misnota ávanabindandi lyf eru stund- um með lyfin í skömmtun hjá einum lækni en fara þar að auki til annarra lækna til að fá stakar lyfjaávísanir á sömu lyf. Í slíkum tilvikum getur lækna skort upplýsingar um heildarlyfjanotkun einstaklings og hér gildir það sama um skömmtun, fjölnota- og staka lyfseðla. Ef grunsemdir vakna um misnotkun, geta læknar fengið slíkar upplýsingar með því að hafa samband við Embætti landlæknis og áður en langt um líður munu þeir sjálfir geta sótt slíkar upplýsingar í lyfjagagnagrunn Embættis landlæknis. Skömmtun lyfja er kerfi sem er mjög gagnlegt fyrir vissa sjúklingahópa en allir sem að því koma þurfa að vanda sig sér- staklega til að auka öryggi lyfjaávísana. Niðurlag Höfundum er kunnugt um dæmi þess að lyf sem ætluð voru til meðferðar á skamm- tíma vandamálum „gleymdust“ í kerfinu og voru endurnýjuð, jafnvel árum saman að þarflausu. Þar skorti gagnrýna endur- skoðun á lyfjameðferð sem þarf að fara fram reglulega. Læknar og lyfjafræðingar sem koma að skömmtun lyfja þurfa að vanda sérstaklega til verka til að allt gangi fyrir sig eins og til er ætlast. Eins og sést í meðfylgjandi töflu er talsvert um að sjúk- lingar fái ávísað ávanabindandi lyfjum frá fleiri en einum lækni í vélskömmtun. Taflan sýnir fjölda einstaklinga sem fengu ávísað einhverjum lyfjum sem teljast ávanabindandi í vélskömmtun frá fleiri en einum lækni, á hverju ári. Þó að einstaklingur fái skammtað frá fleiri en einum lækni þarf ekki að vera neitt at- hugavert við það en utanumhald verður erfiðara fyrir vikið. Fjöldi lækna 2012 2013 2014 2 1464 1552 1631 3 228 265 274 4 46 54 62 5 11 10 4 6 3 2 1 7 0 1 0 8 0 0 1 Sjálfvirkni í lyfjaávísunum Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir.is Ólafur b. Einarsson sérfræðingur lárus S. Guðmundsson lyfjafræðingur F R Á E M b æ T T i l a n D l æ k n i S 8 . p i s t i l l

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.