Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2015, Side 53

Læknablaðið - 01.03.2015, Side 53
LÆKNAblaðið 2015/101 173 lýsti þessu sá hann ekki annað en rétt væri að fresta vökunni. Ung kvennaskólastúlka kom inn til fæðingar löngu fyrir tímann. Barnið var pasturslítið og átti í öndunarerfiðleikum, sem títt er um fyrirbura. Sigursteinn fór á Sauðárkrók og fékk súrefniskassa. Á meðan hætti barnið að anda. Blés ég í það lífi nokkrum sinnum. Bjuggumst við varla við að hún ætti sér lífs von. Það þótti viðeigandi að gefa barninu nafn. Prófasturinn Þorsteinn í Steinnesi skírði barnið „skemmri skírn“. Þuldi ritningagreinar yfir óvitanum, en gerðist boðorðalengri en æskilegt var. Stoppaði öndun í tvígang og þurfti að blása hana áður en hann lauk lestrinum. Hún fór síðan í kassann og fór nokkuð batnandi upp úr því. Aðalsteinn sonur okkar þá 3ja ára, fylgdist með barninu nær daglega. Einn dag kom hann niður með óðagoti og kall- aði: „Mamma, mamma, búrið er opið og barnið er sloppið út.“ Hafði krílið verið sett í bað. Stúlkan, sem hlaut nafnið Sigur- björg, útskrifaðist á barnadeildina fyrir sunnan og spjaraði sig vel, er nú gift kona með fjölskyldu í Bandaríkjunum. Okkur leið vel fyrir norðan, bæði vön sveitalífi. Það var góð aðstaða á sjúkrahús- inu. Sigursteinn tók botnlanga og lagaði kviðslit í etersvæfingu sem Anna Reiners gaf á maska. Eftir aðgerðir fengum við kaffi og bakkelsi hjá frú Birgitte. Sigursteinn leiddi mig gegnum botn- langatökur. Ég hafði fyrir nokkra reynslu frá Hvítabandinu, þar sem Andrés Ás- mundsson gaf stúdentum gjarnan hlut- deild í aðgerðum. Afkoma okkar Höllu var dágóð, unn- um stundum hvort á sinni stofu og bið- stofugestir gaukuðu gjarnan smáaurum að frumburðinum. Héraðslæknisstörf áttu vel við mig, hefði sjálfur vel getað hugsað mér þau í ár eða svo. Halla var ekkert á því, vildi drífa mig í sérnám án tafar og við það stóð. Það tíðkaðist að læknar færu út í hérað beint frá prófborðinu og störfuðu sem slíkir ævina út. Sigurgeir Kjartansson Meistaranám í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík • Rannsókna- og verkefnatengt tveggja ára meistaranám til ML-gráðu. • Heimilt er að ljúka náminu á fjórum árum. • Námið hentar ekki aðeins þeim sem lokið hafa grunnnámi í lögfræði heldur einnig þeim sem hafa háskólapróf í öðrum greinum. • Einstaklingsbundin námsáætlun. • Val um áherslur og námsleiðir og margvíslegir möguleikar á sérhæfingu innan lögfræði og samþættingu við aðrar greinar. • Gefinn er kostur á að ljúka meistaranámi á alþjóðasviði. Umsóknarfrestur um inngöngu í meistaranámið haustið 2015 er til og með 30. apríl. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um meistaranámið á vef lagadeildar Háskólans í Reykjavík: lagadeild.is

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.