Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Síða 46

Frjáls verslun - 01.04.2005, Síða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 H ið dæmigerða stórfyrirtæki á Íslandi hefur mjög líklega mark- aðsstjóra og sennilega sérstaka markaðsdeild. Yfirgnæfandi líkur eru á því að markaðsstjórinn sé karlmaður með háskóla- próf. Þó eru konur sem gegna starfi markaðsstjóra líklegri en karlarnir til að vera með framhaldsgráðu á háskólastigi. Hinn dæmigerði markaðsstjóri skipuleggur markaðsstarfið sem hluta af almennri vinnu fyrirtækisins í stefnumótun. Ergó: Markaðsstarf stærstu fyrirtækjanna er til fyrirmyndar og almennt unnið með fag- legum og skipulögðum hætti. Að þessari niðurstöðu kemst Hjalti Sigurbergur Hjaltason, nýútskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, í athyglisverðri rannsókn sem hann gerði í tengslum við lokaritgerð sína. Hann valdi að rannsaka markaðsstarf 300 stærstu fyrirtækja Íslands samkvæmt lista Frjálsrar verslunar fyrir árið 2003. Rannsóknin Helsta markmið rannsóknarinnar var að reyna að varpa ljósi á það hvernig íslensk fyrirtæki vinna sitt markaðsstarf. Í því samhengi var m.a. skoðað hvort fyrirtækin starfræktu markaðsdeild, hverjir stýrðu markaðsstarfinu, hver væri menntun viðkomandi og hvort fyrirtækin skipulegðu markaðsstarf sitt sem hluta af stefnumótun sinni. Lagt var af stað með rannsóknarspurninguna: „Hvernig er mark- aðsstarf unnið í íslenskum fyrirtækjum?“ Að auki voru settar fram tvær eftirfarandi undirspurningar: „Hvaða áhrif hefur menntunarstig á faglegt markaðsstarf íslenskra fyrirtækja?“ og „Er skipulagt mark- aðsstarf hluti af stefnumótun íslenskra fyrirtækja?“. Framkvæmd og heimtur Ákveðið var að hringja út spurningalista og til vara var sá möguleiki hafður að senda könnunina með tölvupósti á þá sem ekki næðist í á því tímabili sem símakönnunin var framkvæmd. Könnunin var ætluð þeim sem stýra mark- aðsstarfi fyrrnefndra fyrirtækja. Ekki var um úrtakskönnun að ræða, heldur ákvað höfundur að kanna öll 300 fyrirtækin. M A R K A Ð S M Á L MARKAÐSSTARF 300 STÆR STU FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI TEXTI: HJALTI SIGURBERGUR HJALTASON MYND: GEIR ÓLAFSSON Athyglisverð rannsókn hefur verið gerð á markaðsstarfi 300 stærstu fyrirtækja landsins. Það vekur athygli að um helmingur þeirra er með markaðsdeild og 60% þeirra hafa sérstaka markaðsstjóra og þar eru karlar í meirihluta. Greinarhöfundur, Hjalti S. Hjaltason, nýútskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Hann vann mjög athyglisverða lokaritgerð um það hvernig stærstu fyrirtæki landsins sinna markaðsstarfi sínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.