Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 47

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 47
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 47 Svör fengust frá 216 fyrirtækjum. Aðeins eitt fyrirtæki neitaði þátttöku. Svarhlutfall könnunarinnar var því 72%. Afföllin má meðal annars rekja til samruna fyrirtækja, mikilla breytinga fyrirtækjanna á listanum eða þess að viðkomandi voru ekki við vinnu á þeim tíma sem könnunin var lögð fyrir. Svarhlutfallið er vel ásættanlegt til að draga megi af því ályktanir. Hlutfall fyrirtækja með markaðsdeild og markaðsstjóra Rétt ríflega helmingur fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni eru með markaðsdeild eða 52% þeirra. Nokkur meirihluti fyrirtækjanna hefur þó starfandi markaðsstjóra innan sinna raða eða um 60% þeirra fyrirtækja sem svöruðu könnuninni. Í þeim fyrirtækjum sem ekki höfðu starfandi markaðsstjóra voru það aðrir vel menntaðir og þjálfaðir aðilar sem sinntu þeim mála- flokki. Þar var um að ræða í flestum tilfellum yfir- og millistjórn- endur á borð við framkvæmdastjóra, starfsmannastjóra, skrifstofu- stjóra, fjármálastjóra og sölustjóra svo dæmi séu tekin. Menntun þeirra sem stýra markaðsstarfinu Ef allir þeir sem stýra markaðsstarfi fyrirtækj- anna í könnuninni eru skoðaðir þá eru 81% þeirra með háskólamenntun. Þar af eru 55% þeirra með fyrsta stigs háskólamenntun og 26% með fram- haldsnám á háskólastigi. Aðeins 9% þeirra sem svöruðu könnuninni eru með stúdentspróf sem hæstu menntun. Það kom höfundi nokkuð á óvart hversu hátt menntunarstig er meðal þeirra sem stýra markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja, en 81% þeirra eru með háskólamenntun. Þessar niður- stöður hljóta að vera jákvæðar og ber að túlka sem mikið fram- faraskref í íslensku atvinnulífi. Það má því segja að markaðsmál íslenskra fyrirtækja séu í höndum vel menntaðra og hæfra einstak- linga ef gert er ráð fyrir beinum tengslum þarna á milli. Hlutfall kynjanna Þegar litið er til kynjaskiptingu þeirra sem stýra markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja þá eru karlar þar í miklum meirihluta eða í 72% tilfella. Ekki var skoðuð dreifing kynjanna eftir atvinnugreinum í þessu sambandi. Ef litið er til menntunar þeirra sem stýra markaðs- starfi fyrirtækjanna eftir kyni, kemur í ljós að 83% karla í þessum flokki eru háskólamenntaðir, en 76% kvenna. Þarna er ekki gerður greinarmunur á fyrsta stigs háskóla- menntun og framhaldsmenntun á háskólastigi. Þegar framhaldsnám á háskólastigi er skoðað í þessu samhengi, kemur í ljós að 20% þeirra karla sem stýra markaðsstarfi sinna fyrirtækja eru í þeim hópi. Konur eru hins vegar tvöfalt fleiri í þessum hópi eða 40% þeirra sem stýra markaðsstarfi sinna fyrirtækja. Tengsl menntunar og launa Þegar laun þeirra aðila sem stýra markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja eru skoðuð, koma tengsl háskólamenntunar og hærri launa í ljós. Um 63% þeirra sem svöruðu og eru með meira en 400 þúsund krónur að meðaltali í laun á mánuði, eru háskólamenntaðir einstaklingar. Það skal tekið fram að 76% þeirra sem spurðir voru um meðallaun á mánuði í könnuninni svöruðu spurningunni og miðast allar niður- stöður við það. Rúmlega tvöfalt fleiri eru með fyrsta stigs háskólamenntun í hæsta launaflokknum. Eins og komið var inn á hér að framan, þá eru tvö- falt fleiri konur en karlar með framhaldsnám á háskólastigi af þeim sem svöruðu könnuninni. Það virðist því vera að ósanngjarn launamunur kynjanna fyrir sams konar störf gæti verið skýringin á því af hverju lengra háskólanám kvenna skilar sér ekki með beinum hætti í hæsta launaflokkinn í þessu tilviki. Stefnumótun í markaðsstarfi Einn af þeim þáttum sem skoðaðir voru í rannsókninni, var hvort markaðsstarf fyrirtækjanna væri hluti af stefnumótun þeirra og gæti þá flokkast ásamt öðrum lykilþáttum undir faglegt markaðs- starf. Með faglegu markaðsstarfi er t.d. átt við að markaðsstarf viðkomandi fyrirtækja sé unnið með skipulögðum hætti, sé hluti af stefnumótun þeirra og sá sem stýrir því hafi fengið til þess tilskilda menntun og þjálfun. Mikill meirihluti þeirra fyrirtækja, sem svöruðu könnuninni, skipuleggur markaðsstarf sitt sem hluta af stefnumótun eða tæp- lega 84%. Þetta má að einhverju leyti útskýra með því að fleiri og fleiri fyrirtæki hafa nýlega farið í gengum stefnumótun einhvers M A R K A Ð S M Á L MARKAÐSSTARF 300 STÆR STU FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI Athyglisverð rannsókn hefur verið gerð á markaðsstarfi 300 stærstu fyrirtækja landsins. Það vekur athygli að um helmingur þeirra er með markaðsdeild og 60% þeirra hafa sérstaka markaðsstjóra og þar eru karlar í meirihluta. Athugað var hvort fyrirtækin starfræktu markaðsdeild, hverjir stýrðu markaðsstarfinu, hver væri menntun viðkomandi og hvort fyrirtækin skipulegðu markaðsstarf sitt sem hluta af stefnumótun sinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.