Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 56

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 - Þessi sameining hefur verið lengi í umræðunni í þjóðfélaginu. Hvað veldur að nú fyrst verður af henni? „Fyrir því liggja ýmsar ástæður. Ein er sú að í þeim viðræðum sem hafa farið fram hefur komið í ljós að WTO, eða World Trade Organisation, Alþjóða viðskipta- stofnunin, vill aflétta innflutningshöftum á landbúnaði. Ef það gerist lenda íslenskar mjólkurafurðir í mun meiri samkeppni við innflutning en verið hefur til þessa og því kann að vera skynsamlegt að búa þannig um hnútana að við séum betur í stakk búin að mæta þeirri samkeppni. Auk þess liggja ýmis hagræðingartækifæri í sameiginlegum rekstri.“ -Er þetta fyrirtæki ekki allt of stórt á mjólkurmarkaðnum? „Ég er alveg öndverðrar skoðunar á því. Í samhengi við íslenskan raunveruleika er MS/MBF meðalstórt fyrirtæki. Mér finnst eiginlega besta lýsingin á okkur að við séum lítið fyrirtæki sem er að selja mikla mjólk fyrir margra bændur. Þessi fyrirtæki hafa unnið saman í áratugi og það hefur orðið sú verkaskipting að Mjólkurbú Flóamanna hefur verið að vinna meira í hefðbundnum úrvinnslugreinum í mjólkinni og hefur m.a. verið mjög sterkt í skyrframleiðslu, ostum og smjöri á meðan MS hefur verið notað til sölu og markaðssetningar. MS hefur því fyrst og fremst verið í pökkun og dreifingu en aðeins 10% þess heildarmagns sem hér er selt nú er utan þess söluramma sem MS starfaði áður eftir. En með þessu náum við mun betur að stýra virðiskeðjunni frá haga til maga. Þar liggja möguleikarnir ekki síst. Við erum alls ekki að greiða með neinni framleiðslu- vöru og verðstríð með mjólk á smásölu- markaðnum undanfarið er greitt niður að fullu af smásöluaðilunum sjálfum. MS/MBF hefur ekkert að gera með þetta verðstríð annað en að vörur félagsins hafa einhverra hluta vegna lent í þessu. En á móti kemur að mjólkuriðnaðurinn er með mikið úrval mjólkurafurða og reynt er að þjóna sem flestum og sinna sem flestum þörfum og óskum. Það er leitun að jafn litlum markaði sem er með jafn fjölbreytt úrval innlendra mjólkurafurða. En það er ljóst að við þurfum að hagræða enn betur til þess að geta fært neytandanum lægra verðlag í framtíðinni.“ -Er engin hætta á því að þessi fjölbreytni komi niður á verðlaginu vegna þess að einingarnar eru ekki nógu stórar? „Ljóst er að í þeim afurðum þar sem ekki næst stærðarhagkvæmni en teljast þó nauðsynlegar á íslenskum markaði, er hagn- aðurinn lítill sem enginn. En það verður líka að líta á það að þetta fyrirtæki er ekki hlutafélag heldur samvinnufélag um 550 bænda sem auðvitað eru að nota þetta félag til þess að koma sínum afurðum á markað. Fyrir bændurna skiptir mestu máli að fá sem hæst verð fyrir sína mjólk og framleiða sem mest. Því gilda nokkuð önnur lögmál um þetta félag heldur en félag sem er sett á laggirnar fyrst og fremst til þess að skila sem allra mestum hagnaði. Hlutverk þessa félags er að taka við mjólk frá félagsmönnum og breyta henni í afurðir sem henta markaðnum á hverjum tíma.“ -Í stjórn þessa nýja fyrirtækis sitja eingöngu fulltrúar framleiðenda, þ.e. bændur. Hefði ekki verið sterkara að hafa fulltrúa neytenda í stjórn til þess að þeir kæmu sínum sjónarmiðum á framfæri? „Ég held reyndar að þeir komi sínum sjónarmiðum mjög vel á framfæri. Hlutverk Verðlagsnefndar mjólkuriðnaðarins er að ákveða verð til bænda og verð á mjólkur- afurðum í heildsölu. Þar eiga neytendur tvo fulltrúa og hafa því mikið um það að segja hvernig verðlagningu mjólkurafurða er háttað. Þetta er þriðja verðlagsárið þar sem er verið að fara af stað með óbreytt verðlag. Ef verðlag mjólkurafurða hefði breyst með sama hætti og annað verðlag og verið í takt við neysluvísitöluna þá væru íslenskir neyt- endur að borga 4-500 milljónum króna meira fyrir mjólkurafurðir. Hluti skýringar á minni hækkun mjólkurafurða er sú hagræðing sem náðst hefur fram. Stjórn þessa fyrirtækis er skipuð fulltrúum innleggjenda, en hún ásamt starfsmönnum leggur áherslu á að hlusta á þarfir markaðarins og framleiða það sem markaðurinn vill á hverjum tíma. Gott dæmi um það er skyr.is. Það er hins vegar staðreynd að neysla á svokallaðri hvítri mjólk hefur dregist saman en neysla á mjólkurréttum og ostum hefur meira en vegið upp neysluminnkun. Mér finnst það mikil áskorun að reyna að auka sölu á „hvítri“ mjólk. Hún þarf að vera í hand- hægum umbúðum sem hægt verði að nálg- ast á sem flestum stöðum. Hvað varðar þroska barna og unglinga er mikilvægt að þau fái nægjanlegt kalk upp á síðari tíma. Það á sér nú stað mjög hröð lífstílsbreyting í þjóðfélaginu okkar og allir í matvælafram- leiðslu þurfa að svara breyttu þörfum sem henni fylgja. Nýjar mjólkurvörur á markaði eru að svara hluta af því, krafan um þæginda- vörur eykst stöðugt.“ -Neysla gosdrykkja og ávaxtasafa hefur aukist umtalsvert á kostnað mjólkur. Það er enn í gildi hið þekkta slagorð „Mjólk er M J Ó L K U R I Ð N A Ð U R HVERS VEGNA SAMEINING? World Trade Organisation, Alþjóða við- skiptastofnunin, vill aflétta innflutnings- höftum á landbúnaði. Þá lenda íslenskar mjólkurafurðir í mun meiri samkeppni en verið hefur til þessa. Við verðum að vera í stakk búin að mæta þeirri samkeppni. FERILL GUÐBRANDS Guðbrandur starfaði m.a. áður sem for- stjóri ÚA á Akureyri og Brims og hann segir að sú reynsla sem hann hafi fengið þar nýttist vel enda einnig um matvæla- framleiðslu að ræða, en hann er mat- vælafræðingur frá Háskóla Íslands. SAMVINNUFÉLAG 550 BÆNDA Það verður líka að líta á það að þetta fyrirtæki er ekki hlutafélag heldur sam- vinnufélag um 550 bænda sem auðvitað eru að nota þetta félag til þess að koma sínum afurðum á markað. AUKIN SALA Á MJÓLK Við erum að sjá góða söluaukningu í heildina síðustu 12 mánuði ef salan er umreiknuð yfir í mjólkurlítra, og í raun mun meiri aukningu en sést hefur undanfarin ár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.