Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 103

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 103
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 103 Svo mörg voru þau orð: „Ég held að við Íslendingar eigum heimsmet í sölu á Play Station- leikjatölvunni, sem er komin á um 30% heimila í landinu eftir því sem ég kemst næst.“ Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. Morgunblaðið 21. apríl. „Og ótrúlega mörgum finnst eins og þeir eigi smávegis í fyrirtækinu, því þeir eru aldir upp við að taka lýsi. Og þess vegna er ímynd fyrirtækisins mjög góð meðal þjóðarinnar og við erum vissulega ánægð með það.“ Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Morgunblaðið 14. apríl. „Sú hugmyndafræði að það sé hægt að loka alla þekkingu inni í ein- hverjum húsum á ákveðnum stöðum var góð og gild á miðöldum meðan þekkingin var varðveitt í klaustrum og háskólum.“ Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, um þær heildar- hugmyndir að allar helstu rannsóknarstofnanir landsins verði í Vatnsmýrinni. Morgunblaðið 26. apríl. „Ég átti t.d. alla þætti Hemma Gunn á myndbandi og horfði á þá aftur og aftur. Ég gæti endursagt mörg af viðtölunum hans enn þann dag í dag. En ég horfði nánast aðeins á viðtölin og spólaði yfir skemmtiatriðin.“ Gísli Marteinn Baldursson í Morgunblaðinu 22. maí. Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, gefur góða uppskrift. Sumarið: FJÖLGUN Í FJÖLSKYLDUNNI Ingi Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Lyfju, gefur uppskrift að bragðgóðum indverskum kjúkl- ingarétti. Hann og sambýliskona hans elda réttinn einu sinni til tvisvar í mánuði. Uppskriftin er fyrir fjóra til sex. 4-6 skinnlausar kjúklingabringur 1/2 dós hrein jógúrt 2-3 msk. Tandoori Curry Paste t.d. frá Patak’s eða Rajah Blandið karrýmaukinu saman við jógúrtina og leggið síðan kjúklingabringurnar í blönduna. Geymið í kæli í nokkrar klukku- stundir. Setjið síðan bringurnar í eld- fast mót og eldið í ofni við ca. 180° C í 25-30 mín. Meðlæti: Raita sósa 500 g ab-mjólk 1/2 msk. sykur 1/2 tsk. Cayenne pipar 1 lítill rauðlaukur, rifinn smátt 1/4 afhýdd gúrka, rifin smátt Hrísgrjón, mangó chutney og nan brauð. Ingi gefur líka uppskrift að uppáhaldseftirréttinum: 1 púðursykursmarensbotn 1 frosinn rommfrómas frá Kjörís 2 rauð epli 2 bananar 250 g jarðarber 2 kíví dálítið af vínberjum 50 g Mónu bragðauki, saxaður Brjótið marensinn í bita og dreifið honum á botninn á formi. Skafið frosinn frómasinn upp eða skerið hann í bita, dreifið yfir marensinn og þjappið. Afhýðið ávextina, skerið í bita og setjið ofan á frómasinn. Dreifið súkkkulaði yfir allt saman. Látið réttinn standa í kæli í 02-3 klst. Sælkeri mánaðarins: INDVERSKUR KJÚKLINGARÉTTUR Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins, og eigin- kona hans, Þórunn Pálsdóttir, fjármálastjóri Ístaks, eiga von á sínu þriðja barni um miðjan júní. Fyrir eiga þau 14 ára dóttur og átta ára strák. „Sumarið mótast þannig tölu- vert af því að við eigum von á barni,“ segir Ari. „Við höldum mest kyrru fyrir framan af en í ágúst munum við væntanlega fara í sumarbústað með börnin. Við erum ekki komin með bústað sjálf svo það er á vegum ætt- ingja eða bústaður í Skorradal sem Samtök atvinnulífsins eiga. Við höfum farið þangað flest sumur sem ég hef unnið hjá sam- tökunum.“ Ari og fjölskylda hans hafa ekki farið í lengri frí til útlanda upp á síðkastið. Þau fara frekar oftar og þá í styttri ferðir; skíða- ferðir og helgarferðir. Þau hafa farið í skíðaferðir til Ítalíu og Austurríkis og í helgarferðir m.a. til London. „Um mánaðamótin febrúar/ mars eyddum við Þórunn langri helgi í San Francisco. Við höfðum ekki komið þangað í 14 ár en við bjuggum í San Francisco í tvö ár þar sem við lærðum rekstrarhag- fræði. Það var frábært að koma þangað aftur og margt að skoða og rifja upp.“ „Sumarið mótast töluvert af því að við eigum von á barni,“ segir Ari Edwald.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.