Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 9
Skólavörðustíg 12
101 Reykjavík
sími 530 6990
fax 530 6991
www.vaarkitektar.is
að mæta samkeppni stórra erlendra arkitektastofa sem í auknu
mæli eru farnar að sækja inn á íslenskan markað. Fyrirtækið hefur
einnig átt gott samstarf bæði við innlendar og erlendar arkitekta-
stofur í stærri verkum eins og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Hótel
Reykjavík Centrum og Landnámsskála, Ramma- og deiliskipulagi í
suðurhlíðum Úlfarsfells, Skipulagi Mýrargötu og slippasvæðis auk
ýmissa samkeppna. Fyrirtækið hefur einnig um árabil þreifað fyrir
sér á erlendum mörkuðum.
VA arkitektar hafa unnið til fjölda viðurkenninga. Meðal annars
hefur stofan hlotið einu íslensku byggingarlistaverðlaunin, Menn-
ingarverðaun DV, sjö sinnum og nú síðast árið 2006 fyrir Bláa
Lónið - heilsulind. Það verk vann einnig til Norrænu lýsingarverð-
launanna fyrst íslenskra verka þann 16. júní sl.
VA arkitektar hyggjast halda áfram á sömu braut og skila vinnu
í háum gæðaflokki bæði frá sjónarhóli byggingarlistar og þjónustu.
Nánar er hægt að kynna sér verk VA arkitekta á heimasíðu fyrir-
tækisins: www.vaarkitektar.is
HELSTU VERK
VA ARKITEKTA EHF.:
• Ísafjarðarkirkja
• Hjallakirkja, Kópavogi
• Þjóðarbókhlaðan
• Dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð
• Vitatorg, íbúðarhús aldraðra
við Lindargötu
• Hjúkrunarheimilið Sóltún
• Bláa lónið, baðstaður og heilsulind
• Knatthús, Reykjanesbæ , Akureyri
og Kópavogi
• Hekla, Reykjanesbæ
• Sultartangavirkjun
• Ingunnarskóli, Grafarholti
• Hvolsskóli, Hvolsvelli
• Neskirkja, safnaðarheimili
• Hótel Reykjavík Centrum og
Landnámsskáli Ingólfs Arnarsonar,
Aðalstræti,í samvinnu við arkitekta-
stofuna Arcus
• Svæðisskipulag fyrir höfuðborgar-
svæðið, í samvinnu við NESplanners
• Rammaskipulag og deiliskipulag í
suðurhlíðum Úlfarsfells, í samvinnu
við Björn Ólafs arkitekt
• Skipulag Mýrargötu og slippa-
svæðis við Reykjavíkurhöfn, í sam-
vinnu við Björn Ólafs arkitekt, Land-
mótun ehf. og Hönnun hf.
• Aðalskipulag Borgarbyggðar
1997-2017
• Rammaskipulag og deiliskipulag
íbúðasvæða í Borgarnesi
• Nonni og Manni, auglýsingastofa,
innréttingar
• Gallup, aðalskrifstofur, innréttingar
• Líf og list, verslun í Smáralind,
innréttingar
• Flugstöð Leifs Eirikssonar, í samvinnu
við Garðar Halldórsson arkitekt
• Fjölbýlishús við Sóltún
• Íbúðabyggð í gamla miðbænum,
Borgarnesi
• Landnámssetur í Borgarnesi
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 9
AÐALATRIÐIÐ ER AÐ SKILA
HÁGÆÐA VINNU
Hluti starfsmanna VA arkitekta.
BLÁA LÓNIÐ - HEILSULIND, 2005 Dæmi um verk þar sem um-
hverfið á ríkan þátt í sköpun þess. Náttúra og mannvirki standa
saman í fullri virðingu hvort við annað.
SAFNAÐARHEIMILI NESKIRKJU, 2004
Sterkt form kirkjunna gefur tóninn fyrir
nýbygginguna sem liggur lágstemmd til
hliðar en er um leið rýmismótandi í um-
hverfi kirkjunnar.
FJÖLBÝLISHÚS Í SÓLTÚNI
Tvö fjölbýlishús með samtals 64 íbúðum
sem hönnuð eru með áherslu á gæði
íbúðanna og gott samspil við umhverfið.
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Viðbygging og endurgerð eldri bygging-
ar. Hreyfing í formum og gegnsæi eru
stemmningsmótandi í flugstöðinni.
BLÁA LÓNIÐ - HEILSULIND, 2005
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR