Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
1. júní
Skýrr og Teymi
sameinast
Ákveðið hef-
ur verið að
Skýrr hf. og
Teymi ehf.
verði sam-
einuð undir
nafni Skýrr
hf. Form-
legur samein-
ingardagur
hefur ekki enn verið ákveðinn.
Skýrr og Teymi eru dótturfélög
Kögunar hf. sem er í meirihluta-
eigu Dagsbrúnar. Fyrirhugað er
að Teymi verði hluti af Viðskipta-
lausnum Skýrr en framkvæmda-
stjóri þess sviðs er Eiríkur
Sæmundsson. Forstjóri Skýrr er
hins vegar Þórólfur Árnason.
Íslendingar eyða og eyða sem
aldrei fyrr.
6. júní
Við eyðum og
eyðum
Þjóðin eyðir og eyðir og fyrir vik-
ið er ekkert lát á viðskiptahallan-
um. Hann tvöfaldaðist á fyrsta
ársfjórðungi frá því í fyrra og
nam 66 milljörðum króna borið
saman við 33 milljarða fyrir ári.
Vöruviðskiptin voru óhagstæð
um 32 milljarða en um 15 millj-
arða fyrsta ársfjórðunginn í fyrra.
6. júní
Enn er Lars í stuði
Lars Christensen, hagfræðing-
ur hjá Danske Bank, er enn
í miklu stuði þegar kemur að
Íslendingum. Hann sá sig knúinn
til að lýsa því yfir við dönsku
fréttastofuna Ritzau að líkurnar á
samdrætti í íslenska hagkerfinu
hefðu enn aukist, en bankinn
hefur ítrekað sagt að það stefni
í niðursveiflu í efnahagslífinu hér-
lendis á þessu ári og því næsta
og að líkurnar á „harðri lendingu“
séu verulegar.
Danske Bank sendi frá sér
tilkynningu eftir að Standard
& Poor´s hafði breytt horfum á
lánshæfismati ríkissjóðs Íslands
í neikvæðar úr stöðugum og að
hætta á harðri lendingu hefði
aukist og að Halldór Ásgrímsson
hefði tilkynnt um afsögn sína.
D A G B Ó K I N
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Þórólfur Árnason.
7. júní
ÁNÆGÐUR AXEL
1. júní
SKRIFA ÞARF KENNSLUBÆKURNAR UPP Á NÝTT
Pálmi Haraldsson.
Danska blaðið Berlingske
Tidende fór nokkuð háðulegum
orðum um Pálma Haraldsson
í frétt um tap á rekstri FlyMe
þennan dag. Tap á þessu
sænska lággjaldaflugfélagi nam
632 milljónum íslenskra króna á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs bor-
ið saman við um 240 milljóna
króna tap á sama tíma í fyrra.
Fjöldi farþega með félaginu
jókst á sama tíma um 57%.
Berlingske Tidende segir í
umfjöllun sinni að Pálmi sé að
undirbúa viðskiptaáætlun með
FlyMe sem þýði að endurskrifa
Axel Gíslason, framkvæmdastjóri
Andvöku og Samvinnutrygg-
inga, hefur ástæðu til að brosa
fyrir hönd sinna félaga eftir að
Exista keypti öll hlutabréfin í VÍS
eignarhaldsfélagi fyrir tæpa 66
milljarða króna. Exista greiddi
16,5 milljarða króna fyrir hlut
Samvinnutrygginga í VÍS og var
greiðslan í formi hlutabréfa í
Exista. Þá hagnast félagið enn-
Lars Christensen hefur mikinn
áhuga á Íslandi.
fremur verulega vegna eignar-
hluta Samvinnutrygginga í And-
vöku og Hesteyri sem sömuleið-
is verða hluthafar í Exista. Eftir
söluna nemur beinn og óbeinn
eignarhlutur Samvinnutrygg-
inga og Andvöku 9% hlutafjár
í Exista og eru félögin komin
með mun meiri áhættudreif-
ingu en áður þar sem Exista
er á meðal stærstu eigenda í
Bakkavör, Kaupþingi banka og
Símanum.
þurfi norrænar kennslubækur í
viðskiptafræðum. Pálmi muni
á næstu mánuðum reyna að
sýna fram á að þegar lagður
sé saman mínus og mínus sé
útkoman plús.
Blaðið segir svo að Pálmi
viti nokk hvað hann sé að
gera því honum hafi tekist að
selja Sterling, sem rekið hafi
verið með um 1,5 milljarða
íslenskra króna halla á fyrsta
ársfjórðungi, til FL Group í októ-
ber sl. fyrir um 18 milljarða
íslenskra króna.