Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 39
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 39
ÁHRIFA
MESTU 20ÁHRIFAMESTU 20
Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko.
ÁSDÍS HALLA
BRAGADÓTTIR
forstjóri Byko
Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri
Byko, hefur eðlilega verið minna
í sviðsljósinu eftir að hún hætti
sem bæjarstjóri í Garðabæ
snemma á síðasta ári og gerð-
ist forstjóri Byko. Sem forstjóri
stærstu byggingavöruverslunar
landsins og stórs vinnustaðar
eru áhrif hennar mikil. Undir
rekstur Byko heyrir líka Elko,
Húsgagnahöllin og Intersport.
Þá er Byko með umfangsmikla
starfsemi í Lettlandi. Byko er
dótturfélag eignarhaldsfélagsins
Norvikur sem Jón Helgi Guð-
mundsson stýrir og er aðaleig-
andi að. Ásdís Halla var í byrjun
ársins valin kona ársins 2006 í
viðskiptalífinu af Félagi kvenna í
atvinnurekstri. Hún hefur um ára-
bil látið að sér kveða í umræð-
unni um stjórnun, stjórnendur
og leiðtoga og eftir hana kom
út bókin Í hlutverki leiðtogans
árið 2000.
„Hæfileiki til að laga sig
hratt og vel að ólíkum aðstæð-
um er það sem helst einkennir
góðan stjórnanda. Góður stjórn-
andi er einstaklingur sem les
aðstæður vel og beitir síðan
þeim aðferðum sem duga til að
ná árangri við þær aðstæður. Í
því felst að viðkomandi þarf að
geta hagað seglum eftir vindi,
verið harður, mjúkur, lýðræðis-
legur, fastur fyrir, fljótur að taka
ákvarðanir, þolinmóður eða hvað
annað sem tilteknar aðstæður
kalla á,“ segir Ásdís Halla.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.
KATRÍN PÉTURSDÓTTIR
forstjóri Lýsis
Katrín Pétursdóttir, forstjóri
Lýsis, hefur haft mikil áhrif sem
sterk fyrirmynd í viðskiptalífinu
og eftir því hefur verið tekið
hve röggsamur stjórnandi hún
er. Hún situr í framkvæmda-
stjórn Viðskiptaráðsins og
hefur látið til sín taka þar. Hún
situr líka í Háskólaráði HR og
í Útflutningsráði. Þá er hún í
stjórn FKA. Katrín þykir afskap-
lega skemmtilegur ræðumaður
og FKA valdi hana sem konu
ársins 2005 í viðskiptalífinu.
„Ég legg mesta áherslu á
gott samstarf við mína nán-
ustu samstarfsmenn. Regluleg
stefnumörkun er nauðsynleg og
að starfsmenn séu vel upplýstir
um hvert ferðinni er heitið á
hverjum tíma. Þegar stefnan
er skýr þarf jafnframt að upp-
lýsa alla um árangur og hvern-
ig miðar í þá átt að ná þeim
árangri sem ætlast er til. Við
höfum því okkar mælikvarða
sem farið er yfir mánaðarlega
og metum stöðuna út frá þeim.
Þörfin á því að skoða þessa
mælikvarða svo ört er til að
geta gripið inn í þróun á frum-
stigum. Eins finnst mér miklu
máli skipta að starfsmenn hafi
greiðan aðgang að skjótum
ákvörðunum,“ segir Katrín.