Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Baróninn á Hvítárvöllum, öllu heldur
karafla sem var í eigu hans, er innblástur-
inn að baki skartgripalínu sem Hendrikka
Waage hefur hannað og komið á framfæri í
Englandi. Regluleg umfjöllun í tískudálkum
breskra fjölmiðla sýnir að Hendrikka hefur
átt erindi sem erfiði inn á þennan erfiða
markað - skartgripahönnun hennar skiptist
í nokkrar línur og alls eru skartgripir hennar
seldir í um 120 búðum.
Ólíkt því sem oft er með hönnuði er
Hendrikka ekki með hönnunarnám að baki
heldur er hún með bandaríska meistara-
gráðu í alþjóðaviðskiptum. Listaáhuginn er
þó til staðar og hún hefur verið að bæta
við sig listasögu í Oxford. Sem ung bjó
hún meðal annars í Japan. Eftir að hafa
unnið viðskiptatengd störf, til dæmis sem
markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna í Moskvu 1997-99 og svo fyrir
tölvufyrirtæki hér í Englandi ákvað hún að
freista gæfunnar í því sem hugurinn stóð
til og bjóða upp á áberandi skartgripi á við-
ráðanlegu verði. Hún er bæði með dýra og
ódýra línu.
Störf í viðskiptalífinu hafa gagnast Hend-
rikku vel, hún hefur fullan skilning á því að
markaðsfærsla byggist ekki síst á að gæða
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
Kristín Pétursdóttir aðstoðarforstjóri Sin-
ger & Friedlander bankans sem Kaupþing
banki á. Kristín er með þekktari konum í ís-
lenskum viðskiptaheimi - en kýs örugglega
heldur að sjá sig í öðru og víðara samhengi
en kvennasamhengi: er jafnan snögg upp á
lagið þegar talið berst að konum í viðskipt-
um, finnst að það efni eigi að ræða jafnt
við karla og konur, aldrei séu menn spurðir
að því hvernig sé að vera karlmaður í við-
skiptaheiminum!
Hjá Singer vinna um 400 manns, þegar
Kaupþing og Singer sameinast í nýja hús-
næðinu í Regentstræti, yfir Applebúðinni
þar, verða starfsmennirnir um 500 og mun
vísast fljótt fjölga í 600 manns. Hér glímir
Kristín við að búa til eina einingu úr þess-
um tveimur afar ólíkum fyrirtækjum - Singer
einkenndist af „hírarkíi“ og skrifræði sem
var að sliga fyrirtækið og stöðugum fundum
og skýrslugerðum um allt og ekkert. Eins
og gerist þegar fyrirtækjum er svipt inn í
viðamikil breytingarferli fara breytingarnar
ekki vel í alla en stór hópur sér þó bæði
tækifæri og möguleika í breytingunum. Ytri
umgjörð umbreytinganna er að við flutning-
inn flytur Singer-starfsfólkið úr litlum lokuð-
um skrifstofum yfir í opið vinnurými sem er
kjarninn í Kaupþings-kúltúrnum.
Formfesta er Íslendingum framandleg og
margir sjá hana sem neikvæðan þátt í er-
lendu starfsumhverfi, til dæmis því breska.
Kristín er þó á því að Íslendingar geti
almennt lært ögn af Bretum, sakaði ekki
að fá smá formfestu inn í íslenskt vinnuum-
hverfi því Íslendingar séu almennt frekar
óskipulagðir.
Kristín er þekkt sem mikil keppniskona,
lék handbolta á yngri árum og er núna
harðsnúin kylfingur. Hún þykir jákvæð og
markviss, enda ljóst að þessir og aðrir hæfi-
leikar hafa skilað henni þangað sem hún er
nú. Eiginmaður hennar er íslenskur, vinnur
heima við og er því kjarninn í heimilishaldi
fjölskyldunnar - þau Kristín eiga tvö börn
og búa í grænu úthverfi í Suður-London þar
sem ýmsar íslenskar fjölskyldur hafa kom-
ið sér fyrir og frítíminn fer mest í samveru
með fjölskyldunni.
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
HENDRIKKA WAAGE
Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri Singer
& Friedlander bankans, vinnur nú að því
að móta þennan forna breska banka sem
Kaupþing banka í nýjum húsakynnum við
Regentstræti.
HENDRIKKA WAAGE rekur fyrirtæki í London
sem hannar skartgripi. Karafla sem var í eigu
barónsins á Hvítárvöllum er innblásturinn að
baki skartgripalínu hennar.
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR,
aðstoðarforstjóri Singer &
Friedlander bankans, vinnur
að því að sameina bankann
Kaupþingi í London.