Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Í
nýrri GEM-könnun um frumkvöðlastarfsemi kem-
ur í ljós að konur mynda tæpan þriðjung þeirra
sem taka þátt í frumkvöðlastarfsemi hér á landi.
Þetta er íhugunarefni þar sem þetta er mun lægra
hlutfall en þekkist erlendis. Hugsanleg skýring er að
konur teljist ekki eins trúverðugir frumkvöðlar og karl-
ar, sem kemur m.a. fram í því að þær hafi ekki sama
aðgang að fjármagni og þeir.
Það er alþjóðlega rannsóknarsamstarfið Global
Entrepreneurship Monitor (GEM) sem
stendur fyrir þessum samanburðar-
rannsóknum og hefur þessi könnun
farið fram undanfarin sjö ár. Frum-
kvöðlastarfsemi allt að 40 ólíkra landa
hefur verið könnuð árlega á sambæri-
legan hátt auk þess sem í hverju þátt-
tökulandi er unnin skýrsla þar sem kafað er dýpra í
niðurstöðurnar.
Rögnvaldur J.Sæmundsson, dósent við Háskólann
í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar
skólans í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, ber veg
og vanda að rannsókninni hérlendis.
Árið 2005 undirbjuggu 8,5% landsmanna á aldrinum
18-64 ára nýja viðskiptastarfsemi en 2,7% höfðu hafið
viðskiptastarfsemi á síðustu 3 1/2 ári áður en könnunin
var lögð fyrir.
Alls töldust um 20 þúsund Íslendingar á aldrinum
18-64 ára eða 10,7%, stunda frumkvöðlastarfsemi, þar
af þriðjungur frá 35-44 ára.
Umfang frumkvöðlastarfsemi á Íslandi þetta ár var
meiri en í flestum löndum í heiminum, en munurinn á
kynjunum var líka með mesta móti á Íslandi.
– Í GEM-könnuninni kemur í ljós að konur mynda
tæpan þriðjung þeirra sem taka þátt í frumkvöðlastarf-
semi hér á landi? Hvaða skýringar eru hugsanlegar á
mun lægri tíðni kvenna en karla í frumkvöðlastarfsemi
á Íslandi?
„Enn vitum við ekki með vissu af hverju frum-
kvöðlastarfsemi er minni meðal kvenna
en karla á Íslandi. Hugsanleg skýring
er að konur teljist ekki eins trúverðug-
ir frumkvöðlar og karlar, sem kemur
m.a. fram í því að þær hafi ekki sama
aðgang að fjármagni og karlar,“ segir
Rögnvaldur.
„Vandinn felst í því að þeir mælikvarðar, sem not-
aðir eru til þess að meta trúverðugleika þess sem vill
stofna fyrirtæki, eru oft óhagstæðir konum. Sem dæmi
um slíka mælikvarða má nefna eignir, tekjur, menntun,
fyrri reynslu af frumkvöðlastarfsemi, markmið með
stofnun fyrirtækis og tegund viðskiptastarfsemi.“
– Var kannað hvort munur væri á algengi frum-
kvöðlastarfs kvenna eftir starfsgreinum? Er það t.d. al-
gengara að konur sé frumkvöðlar í verslun og þjónustu
en á tækniþróunar- og rannsóknasviði eða öfugt? Er
munur á kynjunum hvað þetta varðar?
„Þetta eru mjög áhugaverðar spurningar sem við
hyggjumst leita svara við á næstunni. Hingað til höfum
HVERS VEGNA?
Í nýrri könnun kemur fram að íslenskar konur eru eftirbátar karla í frum-
kvöðlastarfsemi, þ.e. að stofna fyrirtæki og hefja starfsemi í viðskipta-
lífinu. Konur á Íslandi eru einnig eftirbátar kynsystra sinna erlendis í
þessum efnum. En hvers vegna er þetta svona?
TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR • MYND: GEIR ÓLAFSSON
Það er eftirtektarvert
að á Íslandi er aðeins
fjórðungur frumkvöðla
með háskólapróf.
F R U M K V Ö Ð L A S T A R F S E M I