Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
ÁHRIFA
MESTU 20ÁHRIFAMESTU 20
Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander.
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
aðstoðarforstjóri Singer og Friedlander
Kristín Pétursdóttir hefur verið
einn helsti stjórnandinn innan
Kaupþings banka um árabil. Hún
var framkvæmdastjóri fjárstýr-
ingar bankans og var þar með
yfirmaður fjármögnunar bankans.
Síðastliðið haust fluttist Kristín
til London og þar er hún núna
aðstoðarforstjóri Singer & Fried-
lander en um 600 manns starfa
hjá þessum fornfræga banka sem
er í eigu Kaupþings banka. Til
stendur að sameina starfsemi Sin-
ger & Friedlander og Kaupþings
banka í London í sumar og verð-
ur Kristín þar aðstoðarforstjóri.
Mjög athyglisvert forsíðuviðtal var
nýlega við Kristínu um bankaheim-
inn í London.
Kristín var á lista yfir 10 áhrifa-
mestu konurnar í Frjálsri verslun í
fyrra. Þá sagði hún að sem stjórn-
andi legði hún áherslu á að deila
verkefnum og ábyrgð á meðal und-
irmanna sinna. „Mér finnst það
vera lykilhlutverk stjórnandans
að stýra verkefnunum og gefa
starfsmönnum sínum tækifæri til
þess að dafna og blómstra í sínu
starfi,“ segir Kristín.
Svava Johansen, kaupmaður í NTC.
SVAVA JOHANSEN
kaupmaður í NTC og eigandi Sautján
Svava Johansen, eigandi NTC,
sem rekur meðal annars hina
þekktu tískuverslun Galleri
Sautján, hefur um langa hríð
verið ein áhrifamesta kona við-
skiptalífsins - ekki síst hefur
hún verið áhrifavaldur í heimi
viðskipta með tískuvörur á
Íslandi. Svava rak áður NTC
með fyrrverandi eiginmanni
sínum, Bolla Kristinssyni, en
þegar leiðir þeirra skildu á síð-
asta ári keypti hún Bolla út úr
fyrirtækinu. Hún er því eini eig-
andi NTC núna og ekki hafa
áhrif hennar og völd minnkað
við það. Alls eru 15 verslanir
undir hatti NTC.
„Höfuðáhersla hvers fyrir-
tækis hlýtur alltaf að vera að
hámarka hagnað en til að það
náist eru aðaláherslur NTC í
fyrsta lagi að hafa úrvalslið í
innkaupum - fólk sem hefur
þekkingu á tísku og íslensk-
um markaði, í öðru lagi að
bjóða fallegar vörur á besta
verði, þ.e. samkeppnishæfu
verði miðað við önnur lönd í
Evrópu, og í þriðja lagi að útlit
verslananna sé til fyrirmyndar
og þjónusta í verslunum góð.
Svo er nauðsynlegt að vinnu-
umhverfið sé gott og hafa
bara gaman að þessu öllu,“
segir Svava.