Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 146
KYNN ING
LÝÐHEILSUSTÖÐ:
Markmiðið er að stuðla að heilbrigðara lífi
L ýðheilsustöð var stofnuð árið 2003. Meginhlutverk hennar er að skapa landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs og er það gert með þrennu móti: Að efla þekkingu með þátttöku í rannsóknum,
kennslu og árangursmati á aðgerðum, að fræða, og hafa þannig áhrif á
viðhorf og hegðun og loks að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og hafa
með því áhrif á bættar aðstæður.
Starfsemi Lýðheilsustöðvar skiptist samkvæmt skipuriti í þrennt:
Verkefnasvið, rannsókna- og þróunarsvið og loks
samskiptasvið. Margar rannsóknir eru framkvæmdar
á vegum Lýðheilsustöðvar og þá ekki síst í samvinnu
við aðra. Forstjórinn, Anna Elísabet Ólafsdóttir, seg-
ir að verið sé að þróa svokallaða heilsuvísa sem ná
til tóbaksvarna, áfengis- og vímuvarna, slysavarna
barna, mataræðis, hreyfingar, líkamsþyngdar, geð-
ræktar og tannverndar. „Fyrst er tekin staðan í við-
komandi málaflokki og síðan fylgst með þróuninni í
ljósi þeirra aðgerða sem við grípum til. Ef aðgerðirn-
ar skila ekki tilætluðum árangri verðum við að sjálf-
sögðu að finna nýjar leiðir,“ segir Anna Elísabet.
Markmið heilsuvísanna Í yfirliti yfir nokkra helstu heilsuvísana birtist
staðan miðað við ákveðið ár, markmið Lýðheilsustöðvar til ársins 2010
og loks hvaða árangri heilbrigðisáætlun til ársins 2010 gerir ráð fyr-
ir. Sem dæmi má nefna að hlutfall nemenda í 10. bekk
grunnskóla sem reykja daglega lækki úr 12% (2006) nið-
ur í 5% fram til ársins 2010. Í ár stóð Lýðheilsustöð,
í samvinnu við Háskólann á Akureyri, að rannsókn
á heilsu og líðan íslenskra grunnskólabarna.
Anna Elísabet segir að rannsóknin sé mjög
merkileg og skemmtileg fyrir margar sakir, ekki
síst vegna þess hversu umfangsmikil hún sé, enda
nái hún til nær alls landsins. Alls svöruðu 11.800
nemendur og svarhlutfallið var 86%. Sama rann-
sókn er framkvæmd í 40 öðrum löndum í ár
og þannig verðum við samanburðarhæf við fjölmörg önnur lönd bæði í
Evrópu og Norður-Ameríku.
Athyglisverð verkefni Undir heilsuvísinum Geðrækt má nefna verk-
efnið Vinir Zippý. Þetta er forvarnarverkefni fyrir 5-7 ára börn á sviði
geðheilsu, byggt á þeirri hugmynd að sé ungum börnum kennt að kljást
við erfiðleika verði þau betur undir það búin að mæta vandamálum og
andstreymi á unglingsárum og síðar á lífsleiðinni.
Börnin velta t.d. fyrir sé dauðanum og lífinu í
tengslum við heimsókn í kirkjugarð. Verkefnið var
fyrst sett í gang í Danmörku og Litháen og hér á
landi var það prufukeyrt í þrem skólum í vetur.
Annað athyglisvert verkefni er Allt hefur áhrif
- einkum við sjálf! Það er unnið í samvinnu við
25 sveitarfélög í landinu. Markmiðið er að bæta
lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á
hreyfingu og góða næringu.
„Við höfum unnið markvisst að stefnumótun og
framtíðarsýn,“ segir Anna Elísabet og bendir á að á
heimasíðunni www.lydheilsustod.is sé hægt að fá upplýsingar um starf-
semina, rannsóknir og samvinnuverkefni auk þess sem þar sé að finna
fjölbreytilegt fræðsluefni.
Gildum starfsmanna Lýðheilsu-
stöðvar má lýsa með orðunum
þekking, virðing, árangur og sam-
vinna en samstarf er einmitt grund-
völlur að árangri starfsins í heild.
146 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Anna Elísabet Ólafsdóttir
er forstjóri Lýðheilsustöðvar,
Geislandi af heilbrigði.