Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 146

Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 146
KYNN ING LÝÐHEILSUSTÖÐ: Markmiðið er að stuðla að heilbrigðara lífi L ýðheilsustöð var stofnuð árið 2003. Meginhlutverk hennar er að skapa landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs og er það gert með þrennu móti: Að efla þekkingu með þátttöku í rannsóknum, kennslu og árangursmati á aðgerðum, að fræða, og hafa þannig áhrif á viðhorf og hegðun og loks að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og hafa með því áhrif á bættar aðstæður. Starfsemi Lýðheilsustöðvar skiptist samkvæmt skipuriti í þrennt: Verkefnasvið, rannsókna- og þróunarsvið og loks samskiptasvið. Margar rannsóknir eru framkvæmdar á vegum Lýðheilsustöðvar og þá ekki síst í samvinnu við aðra. Forstjórinn, Anna Elísabet Ólafsdóttir, seg- ir að verið sé að þróa svokallaða heilsuvísa sem ná til tóbaksvarna, áfengis- og vímuvarna, slysavarna barna, mataræðis, hreyfingar, líkamsþyngdar, geð- ræktar og tannverndar. „Fyrst er tekin staðan í við- komandi málaflokki og síðan fylgst með þróuninni í ljósi þeirra aðgerða sem við grípum til. Ef aðgerðirn- ar skila ekki tilætluðum árangri verðum við að sjálf- sögðu að finna nýjar leiðir,“ segir Anna Elísabet. Markmið heilsuvísanna Í yfirliti yfir nokkra helstu heilsuvísana birtist staðan miðað við ákveðið ár, markmið Lýðheilsustöðvar til ársins 2010 og loks hvaða árangri heilbrigðisáætlun til ársins 2010 gerir ráð fyr- ir. Sem dæmi má nefna að hlutfall nemenda í 10. bekk grunnskóla sem reykja daglega lækki úr 12% (2006) nið- ur í 5% fram til ársins 2010. Í ár stóð Lýðheilsustöð, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, að rannsókn á heilsu og líðan íslenskra grunnskólabarna. Anna Elísabet segir að rannsóknin sé mjög merkileg og skemmtileg fyrir margar sakir, ekki síst vegna þess hversu umfangsmikil hún sé, enda nái hún til nær alls landsins. Alls svöruðu 11.800 nemendur og svarhlutfallið var 86%. Sama rann- sókn er framkvæmd í 40 öðrum löndum í ár og þannig verðum við samanburðarhæf við fjölmörg önnur lönd bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Athyglisverð verkefni Undir heilsuvísinum Geðrækt má nefna verk- efnið Vinir Zippý. Þetta er forvarnarverkefni fyrir 5-7 ára börn á sviði geðheilsu, byggt á þeirri hugmynd að sé ungum börnum kennt að kljást við erfiðleika verði þau betur undir það búin að mæta vandamálum og andstreymi á unglingsárum og síðar á lífsleiðinni. Börnin velta t.d. fyrir sé dauðanum og lífinu í tengslum við heimsókn í kirkjugarð. Verkefnið var fyrst sett í gang í Danmörku og Litháen og hér á landi var það prufukeyrt í þrem skólum í vetur. Annað athyglisvert verkefni er Allt hefur áhrif - einkum við sjálf! Það er unnið í samvinnu við 25 sveitarfélög í landinu. Markmiðið er að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu. „Við höfum unnið markvisst að stefnumótun og framtíðarsýn,“ segir Anna Elísabet og bendir á að á heimasíðunni www.lydheilsustod.is sé hægt að fá upplýsingar um starf- semina, rannsóknir og samvinnuverkefni auk þess sem þar sé að finna fjölbreytilegt fræðsluefni. Gildum starfsmanna Lýðheilsu- stöðvar má lýsa með orðunum þekking, virðing, árangur og sam- vinna en samstarf er einmitt grund- völlur að árangri starfsins í heild. 146 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 Anna Elísabet Ólafsdóttir er forstjóri Lýðheilsustöðvar, Geislandi af heilbrigði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.