Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 175
Það er gaman að grilla
Þetta útigrill frá Weber er án efa eitt flottasta grillið á markaðnum í
dag. Í því eru meðal annars sex ryðfríir brennarar, reykbox úr stáli fyrir
viðarspæni, aflmikill rafdrifinn snúningsteinn, ryðfríar grillgrindur, þykk
álsteypa í botni og hliðum í loki...
Hönnunin er einstaklega nútímaleg, grillið er sannkölluð garðprýði.
Sólarvörnin í sólskininu
Sólin lokkar og laðar eftir dumbunginn í
vetur. Það er freistandi að setjast út og
láta sólargeislana leika um sig. Þá er
um að gera að muna eftir sólarvörninni.
Ekki er allt gull sem glóir og eins og allir
ættu að vita er ósónlagið farið að þynn-
ast en það verndar jörðina fyrir UVA- og
UVB-geislum. Þess má geta að UV-geisl-
arnir brenna ekki húðina heldur valda
þeir skaða í neðri húðlögum. Talið er að
UVA-geislar nái meðal annars í gegnum
bílrúður.
Það er sérstaklega áríðandi að börn og unglingar beri á sig
sólarvörn. Varnirnar í húð þeirra (melanín) eru ekki fullþroskaðar
fyrr en á síðustu unglingsárunum og ef unga fólkið brennur
eykur það hættuna á húðkrabba síðar meir.
Heimili á hjólum
Hjólhýsin verða sífellt glæsilegri og hægt er að dvelja í lúx-
usvistarverum úti á landi þar sem er urð og grjót upp í mót og
eiginlega hvar sem er þar sem óhætt er að aka með hjólhýsið.
Hjólhýsi eru yfirleitt betur byggð en áður og notast er við
léttari efnivið til að þau verði léttari þrátt fyrir aukin þægindi.
Þegar fest eru kaup á hjólhýsi ber að athuga að stærð
vatnstanksins sé ekki undir 45 lítrum og þá helst 76 lítrar.
Rafmagn þarf að vera bæði fyrir 12v og 230 v. Skoða þarf
undirvagninn vel og athuga hvort bil sé meðfram veggjum.
Þegar laufin falla og tími til kominn að leggja hjólhýsinu fyrir
veturinn er mikilvægt að ganga vel frá því - tæma vatnstankinn
og passa að það sé ekki vatn inni á vatnsdælunni og taka raf-
geyma úr vagninum og hlaða þá einu sinni í mánuði. Þá er gott
að vera með rakatæki sem sogar allan raka í sig.
Fyrir sumardrykkina
Mynstrið á þessu glasi minnir á blóðrautt sólar-
lag. Glasið er svolítið sumarlegt og væri flott að
drekka sumardrykkina úr því úti í garði í sumar.
Glasið er frá Marimekko og kallast mynstrið
„Kivet“ en mæðgurnar Marja Isola og dóttir
hennar, Kristina Isola, hönnuðu það árið 1956.
Það er ævintýri líkast að bruna
á jeppa upp um fjöll og firnindi
og þeir áhugasömustu geta
keypt ýmsa aukahluti í
jeppann. Þar má nefna
ljóskastara, GPS-tæki,
áttavita, hitamæla,
DVD-skjái, hljómflutn-
ingstæki og ýmiss
konar mæla til að fylgj-
ast með ástandi bílsins.
Ekki gleyma GPS-tækj-
unum - það er betra að hafa
vaðið fyrir neðan sig og eitt slíkt
tæki getur komið í veg fyrir að
kalla þurfi út björgunarsveitir ef
maður villist til dæmis á hálendinu.
Aukahlutir í jeppann
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 175