Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 75
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 75
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur fjár-
málahverfið City fyrir fótum sér - skrif-
stofa Glitnis trónir yfir Bank of England
og útsýnið yfir skrifstofubyggingarnar
og borgina er stórbrotið. Uppbyggingin
hjá Glitni hefur verið mikil undanfarin.
Steinunn varð framkvæmdastjóri Glitnis-
skrifstofunnar í London í nóvember 2005,
þar með fyrsta konan til að stjórna ís-
lenskum banka erlendis, er menntuð í
Bandaríkjunum, starfaði bæði þar og í
Þýskalandi og svo á Íslandi áður en hún
kom til starfa í London.
Í vetur hafa stoðir starfseminnar verið
styrktar, nokkrir lykilstarfsmenn ráðnir
og grunnurinn því lagður til frekari vaxt-
ar. Glitnir í London er orðin miðstöð sam-
bankalánastarfsemi bankans og einnig
hefur lánastarfssemi og viðskiptastjórnun
verið efld. Það einkennir starfsmenn
Glitnis í London hvað þar starfa margar
konur og eins er starfsfólkið flest ungt
eins og gjarnan gerist í íslenskum fyrir-
tækjum.
Eins og fleiri Íslendingar sem koma
til starfa í London kann Steinunn vel að
meta þau miklu viðskiptatækifæri sem
fjármálaborgin býður upp á ásamt mjög
alþjóðlegu tengslaneti. Á minni markaði
á Íslandi eru möguleikarnir ólíkt fátæk-
legri. Þar á móti bendir Steinunn gjarnan
á að þróun markaðarins á Íslandi sé ör
og vöxtur fyrirtækja hraður - það geri við-
skiptaumhverfið mjög spennandi. Eins og
almennt gildir um Íslendinga vill hún að
hlutirnir gangi hratt fyrir sig - það hefur
komið henni á óvart hvað boðleiðirnar
eru oft langar og ákvarðanataka er hæg í
breskum stórfyrirtækjum.
Steinunn þykir glaðleg og hressileg í
umgengni, leggur áherslu á að skapa létt-
an og skemmtilegan vinnuanda en undir
glaðlegu yfirbragði leynist vinnuharka
og eftirfylgni, samfara góðu skopskyni.
Engin tilviljun að Steinunn hefur tekið eft-
ir að skopskyn kvenna og karla er ólíkt
- húmorinn dregur dám af áhugamálum
kynjanna og þau eru oft ólík. Rétt eins
og með Áslaugu sér bandarískrar mennt-
unar hennar stað í skilningi á jákvæðu
yfirbragði. Steinunn býr í Austur-London,
ekki langt frá fjármálahverfinu. Sambýlis-
maður Steinunnar er grískur læknir, þau
kynntust í Þýskalandi. Hann hefur búið
með henni á Íslandi undanfarin fimm ár
og talar íslensku.
STEINUNN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR Steinunn Kristín Þórðar-
dóttir veitir starfsemi
Glitnis í London forstöðu
en með nokkurra ára starfs-
feril hjá Enron á lífshlaup-
inu hefur hún alþjóðlega
starfsreynslu líkt og Áslaug.
STEINNUNN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR,
forstjóri Glitnis í London, er fyrsta konan
til að stjórna íslenskum banka erlendis.
munina lífi með áhugaverðum sögum - því
hefur hún lætt inn sögunni um Baróninn og
minningum frá dvöl sinni í Moskvu.
Eftir að hafa komið fótunum undir hönn-
un og framleiðslu var kominn tími til að
freista stærri verkefni, til þess þurfti fé
og því er Baugur Group nú orðinn meðeig-
andi að fyrirtækinu - vill reyndar svo til
að Áslaug Magnúsdóttir sinnir þeirri hlið
mála. Um þessar mundir leggur Hendrikka
áherslu á að komast inn á sjónvarpssölu-
markaðinn - hér í Bretlandi eru um 40
sjónvarpsstöðvar í þeim geira, sá markaður
er í miklum vexti og þar er Hendrikka að
Hendrikka Waage
er að byggja upp
skartgripafyrirtæki
sitt með eigin hönn-
un og hún er því
frumkvöðullinn í
hópnum.
koma sínum vörum að. Auk þess er hún að
byggja upp sölu á Netinu. Eftir reynsluna
af því að starfa í Rússlandi lætur Hend-
rikka sér fátt fyrir brjósti brenna en finnur
þó fyrir því að hlutirnir taka lengri tíma í
bresku viðskiptalífi en á Íslandi.
Hendrikka býr í Surrey, suður af London,
ásamt íslenskum eiginmanni sínum og syni
þeirra. Fjölbreytt reynsla, menntun og ein-
urð hafa án efa skilað henni þangað sem
hún er í dag. Yfirbragð hennar er hæglátt
en það kæmist enginn þar sem hún er kom-
in án úthalds og þrautseigju.