Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 139
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 139
á vinnumarkaðnum heldur hæfni. Almenn
réttindi á vinnumarkaði eru hins vegar svo
miklu minni en við þekkjum t.d. heima og
á hinum Norðurlöndunum. Í Seðlabankan-
um er t.d. raunar ekkert til sem heitir fæð-
ingarorlof, hvorki hjá konum eða körlum.
Starfsmaður á kost á því að taka sér 12
vikur í launalaust leyfi og sumarfríið, það
er í rauninni allt og sumt.“
Sigríður segir að það sé reyndar svolítil
togstreita á milli heimavinnandi mæðra
og útivinnandi. ,,Ég finn að ég er svolítið
sér á báti meðal mæðra í skóla barnanna
minna þar sem ég vinn utan heimilis. Það
eru miklar kröfur gerðar til mæðra hér að
þær geri ýmsa hluti með börnunum sínum
og ég hef rekið mig á það þar að ég sé úti-
vinnandi.“
Þríþætt starf og fjölbreytt
Sigríður átti von á sínu þriðja barni þegar
hún fór í atvinnuviðtal hjá Seðlabankan-
um og það hafði engin áhrif á mat þeirra
á hæfni hennar eða hugsanleg framtíð-
arstörf enda fékk hún
tilboð frá tveimur deild-
um innan bankans og
raunar fleiri frá stórum
fyrirtækjum og háskól-
um í Bandaríkjunum.
,,Það tíðkast að bjóða
nemendum í helstu há-
skólum Bandaríkjanna á
ráðstefnu, sem er nokk-
urs konar vinnumiðlun,
þar sem þeim er boðið
í viðtal til fyrirtækja, stofnana og háskóla.
Ég er með græna kortið og því leyfi til
þess að búa og starfa í Bandaríkjunum.
Ég fór í viðtal hjá Seðlabankanum og hafði
mikinn áhuga á starfi þar. Í framhaldi af
því var mér boðið að velja á milli tveggja
starfa í bankanum, annars vegar í alþjóða-
gjaldeyrisdeild, þar sem ég væri m.a. í
rannsóknum á erlendum hlutabréfamörk-
uðum og gjaldeyri og hins vegar í peninga-
máladeild þar sem mér hefði gefist færi á
að taka þátt í mjög sérvöldum rannsóknum
á bandarískum skuldabréfum. Ég valdi
fyrri kostinn,“ segir hún og það má heyra á
röddinni að hún brosir
og sér ekki eftir valinu.
„Starf mitt er mjög fjöl-
breytt og skiptist í raun
í þrjá hluta. Einn hlut-
inn snýst um greiningu
á áðurnefndum hátíðni-
gögnum á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum Við
erum sex doktorar í hag-
fræði í deildinni minni,
hnífjafnt kynjahlutfall,
auk þriggja aðstoðarmanna og ritara. Við
skiptum með okkur vöktum er þessa vinnu
varðar þannig að ég tek vaktina um fimmtu
hverju viku. Þessi hluti starfsins krefst
þess að við séum í mjög nánu sambandi
við fjármálamarkaði og bankastjórnina.
Annar hluti starfsins felst í gerð skýrslna
fyrir bankastjórnina, bæði skýrslna fyrir
fundi þar sem vaxtaákvarðanir eru teknar
og almennar skýrslur um málefni sem þeir
óska eftir og eru á okkar sérsviði. Skýrsl-
urnar eru hafðar til hliðsjónar þegar vext-
ir Seðlabankans eru ákvarðaðir en þær
ákvarðanir hafa bein áhrif á langtímavexti
hér í Bandaríkjunum og raunar annars stað-
ar í heiminum. Síðasti þriðjungurinn fer
síðan í frjálsar rannsóknir.“
Rannsóknir á samhreyfingum gjaldmiðla
Rannsóknir eru auðvitað líf og yndi sér-
hvers fræðimanns. ,,Mér finnst þær rann-
sóknir sem ég er að vinna að núna mjög
áhugaverðar en það eru samhreyfingar
gjaldmiðla. Þá er ég að kanna hvort gjald-
miðlar á markaði hagi sér öðruvísi þegar
það er gengislækkun en þegar það er
gengishækkun. Eru t.d. neikvæð viðhorf
gagnvart ákveðnum gjaldmiðlum á ákveðn-
um tímum, sem gerir það að verkum að
gjaldmiðillinn fellur hraðar, tekur lyftuna
niður eins og það er nefnt í hagfræðinni, en
rís síðan hægar, þ.e. tekur stigann upp? Af
hverju virtust ákveðnir gjaldmiðlar fylgja á
eftir þegar t.d. íslenska krónan byrjaði að
falla í lok febrúar og af hverju fylgdu ekki
sömu gjaldmiðlar eftir hreyfingum krón-
unnar þegar hún hækkaði árið 2005? Og af
hverju fylgdu þeir ekki jafnmikið eftir falli
krónunnar þegar alþjóðlega matsfyrirtæk-
ið Fitch Ratings tjáði sig um íslenska efna-
hagslífið um miðjan júní? Þetta er mjög
spennandi rannsóknarefni bæði út frá hag-
fræðilegu og stærðfræðilegu sjónarhorni.
Seinna hef ég mikinn áhuga á að skoða
verðmyndun á hlutabréfamarkaðnum á
Íslandi, þar sem ég myndi þá skoða há-
tíðnigögn, með það að markmið að kanna
hvort einstök viðskipti hafi veruleg áhrif á
verðmyndun þar,“ segir Sigríður Benedikts-
dóttir, sem reyndar gengur undir nafninu
Sigga í Bandaríkjunum þar sem hennar ís-
lenska nafn þykir dálítið erfitt í framburði.
Landinn er hins vegar alltaf stoltur af fram-
gangi og sókn sinna þegna út í hinum stóra
heimi og mun án efa líta á Siggu sem full-
trúa Íslands í starfsliði stjórnar Seðlabanka
Bandaríkjanna jafnvel þótt þjóðerni komi
starfinu sjálfsagt jafnlítið við og kynið!
V I N N U R F Y R I R S E Ð L A B A N K A B A N D A R Í K J A N N A
Sigríður Benediktsdóttir starfar fyrir stjórn
Seðlabanka Bandaríkjanna.
Af hverju virtust ákveðnir
gjaldmiðlar fylgja á eftir
þegar t.d. íslenska krónan
byrjaði að falla í lok febrú-
ar og af hverju fylgdu ekki
sömu gjaldmiðlar eftir
hreyfingum krónunnar þeg-
ar hún hækkaði árið 2005?