Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 73
L
ondon virðist hvorki borg fyrir gam-
alt fólk né börn ef marka má hverjir
sjást á ferli í miðborginni - og ef
marka má mest áberandi andlitin
í viðskiptalífinu þá er breskt viðskiptalíf
ekki mjög kvenvænt. Og þó - það eru líka
aðrar hliðar á málum og ýmsar íslenskar
konur eru á kafi að nýta sér tækifærin
hér.
Áslaug Magnúsdóttir lögfræðingur
starfar hjá Baugi, en hóf ferilinn í mega-
borginni London hjá ráðgjafafyrirtækinu
McKinsey.
Steinunn Kristín Þórðardóttir veitir
starfsemi Glitnis í London forstöðu en
með nokkurra ára starfsferil hjá Enron á
lífshlaupinu hefur hún alþjóðlega starfs-
reynslu líkt og Áslaug.
Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri
Singer & Friedlander bankans, hefur með-
al annars á sinni könnu að sjá um að koma
þessum forna og hefðbundna banka í eina
sæng með Kaupþingi í nýjum húsakynnum
á Regentstræti í ágúst.
Eftir að hafa starfað hjá Glitni undan-
farin ár er Kristín Hrönn Guðmundsdóttir
nýtekin til starfa hjá FL Group í London
en fyrirtækið hefur alveg nýverið tekið til
starfa í London.
Hendrikka Waage er í öðrum viðskipta-
hugleiðingum, er að byggja upp skartgripa-
fyrirtæki sitt með eigin hönnun og því
frumkvöðullinn í hópnum.
Þó viðskiptaheimurinn í London sé stór
skiptist hann við nánari kynni upp í lítil
svið þar sem allir þekkjast - og menn fara
á milli starfa. Konurnar fimm eru allar ung-
ar, starfsaldur þeirra ekki átakanlega hár,
allar eru þær metnaðarfullir dugnaðarfork-
ar með jákvæða og glaðlega framkomu.
Það verður fróðlegt að fylgjast með
þeim næstu árin líkt og á við um fleiri
Íslendinga sem ráðast til starfa hjá íslensk-
um fyrirtækjum í London. Munu íslensku
fyrirtækin þurfa að keppast við um að
halda lykilstarfsmönnum eins og gildir um
önnur fyrirtæki sem hér starfa? Í því sam-
bandi er athyglisvert að hugleiða að pen-
ingarnir eru ekki endilega allt - almennt
hafa starfsmenn íslenskra fyrirtækja á
orði að verkefni þeirra séu fjölbreyttari og
þá um leið áskoranirnar - en hver veit hvað
síðar verður.
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
KJARNAKONUR
Í LONDON
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 73
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR er ein þriggja
forstöðumanna Baugs í London og sér
um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum.
Áslaug Magnúsdóttir
lögfræðingur starfar
hjá Baugi, en hóf ferilinn
í megaborginni London
hjá ráðgjafafyrirtækinu
McKinsey.
ekki af því hvort viðkomandi er karl eða kona.
Þar sem þetta kerfi virki vel, líkt og er hjá McK-
insey sem er þekkt fyrir öflugt framgangs- og
matskerfi, þá skili það konum vel áfram. Engu að
síður er það staðreynd að fáar konur eru í æðstu
stjórnunarstöðum í bresku viðskiptalífi.
Áslaug á son frá fyrra hjónabandi en giftist í
vetur bresk-bandarískum skólafélaga frá Harvard
sem er yfirmaður alþjóða tónlistarsviðs tækni-
fyrirtækisins Real Networks. Hún hefur búið í
Notting Hill frá því hún flutti til London. Hún
þykir lífleg og opinská, á gott með samskipti við
fólk. Bandarísk menntun hennar skilar sér líka
í góðum skilningi á gildi samskipta og jákvæðs
yfirbragðs.