Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
KYNN ING
Staðlaráð Íslands er sjálfstætt samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum á Íslandi. Aðilar eru nú 88 talsins, þar á meðal ráðuneyti, opinberar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök.
Staðlaráð starfar samkvæmt lögum um staðla (nr. 36/2003) og hefur að
leiðarljósi að starf þess sé íslensku atvinnulífi, stjórnvöldum, neytendum
og umhverfinu til hagsbóta. Það er aðili að evrópskum og alþjóðleg-
um staðlasamtökum fyrir Íslands hönd, en af tæplega 20.000 gildandi
íslenskum stöðlum eru 99,75% evrópskir staðlar sem gilda á öllu Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Sameiginlegir evrópskir staðlar eiga að tryggja
að framleiðendur sitji við sama borð, hvort sem þeir eru að selja vörur
sínar innanlands eða til annarra landa EES.
„Margir halda að staðlar fjalli eingöngu um tæknileg efni og séu fyrst
og fremst fyrir verkfræðinga og aðra tæknimenn. Við segjum hins vegar
að ekkert mannlegt sé okkur óviðkomandi, og raunar hefur stöðlun á
sviði þjónustugreina og ýmiss konar stjórnunarkerfa færst mjög í vöxt
á síðustu árum. ISO 9000 staðlarnir um gæðastjórnun eru vel þekktir,
sem og svipaðir staðlar um skjalastjórnun, stjórnun umhverfismála og
matvælaöryggis. Færri vita að til eru íslenskir staðlar um útfararþjónustu,
búslóðaflutninga, ræstingaþjónustu og póstþjónustu. Staðallinn ÍST 51,
Staðlaráð selur,
auk íslenskra
staðla, alþjóðlega
staðla (t.d. ISO-
staðla) og staðla frá
fjölmörgum öðrum
löndum, hand-
bækur og önnur
rit sem tengjast
stöðlum og heldur
námskeið um staðla
og notkun þeirra,
CE-merkingar
og fleira.
STAÐLARÁÐ ÍSLANDS:
Staðlar um allt milli himins og jarðar
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
03863-Tvenna sumartilb#84CEB.ai 14.6.2006 14:50:43
sem skilgreinir mismunandi byggingarstig húsa, er síðan bráðnauðsyn-
legur öllum sem kaupa ófullgert húsnæði,“ segir Guðrún Rögnvaldar-
dóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands frá 1998.
Guðrún er rafmagnsverkfræðingur og er að ljúka MBA-gráðu frá HÍ nú
í júní. Hún hefur starfað að staðlamálum í 15 ár.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja stöðluð Hjá alþjóðastaðlasamtök-
unum ISO er nú verið að fara út á mjög spennandi braut með samningu
staðals um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þátttakendur í vinnunni
eru um 300 einstaklingar frá 54 löndum og fjölmörgum alþjóðlegum
stofnunum og samtökum, sem sjá að alþjóðlegur staðall getur einmitt
verið rétta leiðin til að leiðbeina fyrirtækjum sem vilja sýna samfélagslega
ábyrgð.
Ný útgáfa Nú er að koma út á íslensku ný útgáfa af alþjóðlegum
stöðlum um stjórnun upplýsingaöryggis, sem mörg íslensk fyrirtæki
og stofnanir hafa verið að nota og hafa náð mikilli útbreiðslu um allan
heim. Upplýsingar eru dýrmætasta eign margra fyrirtækja og því skiptir
miklu að öryggi þeirra sé tryggt.
Guðrún Rögnvaldardóttir
er rafmagnsverkfræðingur
og framkvæmdastjóri
Staðlaráðs Íslands.