Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 133
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 133
Snjóbrettafatnaður
Þegar Aðalheiður er spurð hvað hafi áhrif
á hönnunina segir hún: „Allt sem ég heill-
ast af. Það getur verið gömul bíómynd,
púðursnjór uppi í fjalli, litir í náttúrunni
eða súkkulaðikaka með rjóma. Yfirleitt bý
ég til fötin sem mig sjálfa langar í. Maður
verður að taka tillit til þess sem er að ger-
ast á markaðnum en það er ekki hægt að
láta stýra sér algerlega.“
Nikita er með þrjár vörulínur; tvær
„streetwear-línur“ sem koma í verslanir
annars vegar að hausti og hins vegar að
vori og svo er það lína sem samanstendur
af snjóbrettafatnaði fyrir næsta vetur, en
það er nýjung hjá fyrirtækinu.
„Nikita hefur ákveðinn stíl og sérkenni
bæði hvað varðar snið og litanotkun og
það tengir vörulínurnar. Það eru yfir 150
mismunandi hlutir í haust- og vorlínunum.
Langmest af vörunum hefur aldrei sést
í verslunum á Íslandi en þó hafa verslan-
irnar Brim og Retro boðið upp á ágætis
úrval.“
Vörur Nikita eru seldar í rúmlega
1400 verslunum í hinum ýmsu löndum.
„Um helmingur eru verslanir sem tengj-
ast bretta-lífsstílnum. Verslanirnar panta
mismunandi hluti úr vörulínunni eftir því
hver áherslan er hjá þeim en allar eiga
það sameiginlegt að selja leiðandi merki
í bretta- og götutískuheiminum. Ein besta
aðferðin við að velja í hvaða verslunum
við viljum selja vöruna er að skoða hvaða
önnur vörumerki eru þar til sölu. Svo eru
auðvitað aðrar staðreyndir sem skipta máli
svo sem staðsetning verslananna og vöru-
framsetning.“
Starfsemin úti í heimi
Nikita er með starfsemi í nokkrum löndum.
Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en jafn-
framt fer fram mikil starfsemi hjá dótturfé-
lögunum í Hamborg og San Francisco. Þá
er starfrækt skrifstofa á suðvesturströnd
Frakklands.
„Í Reykjavík erum við með tíu starfs-
menn í hönnun, markaðssetningu, sölu og
tengdum störfum. Skrifstofan í Hamborg,
þar sem starfsmenn eru líka tíu, sér meðal
annars um fjármál, innkaup og rekstur
tölvukerfis fyrir Nikita í öllum löndum þar
sem við erum með starfsemi auk þess að
vera dreifingaraðili fyrir Þýskaland, Aust-
urríki, Bretland og Frakkland. Hjá Nikita
í San Francisco fer fram markaðssetning
og sala á vörum fyrirtækisins í Banda-
ríkjunum. Starfsmenn þar eru þrír. Tveir
starfsmenn eru í Frakklandi en þeir vinna
að markaðsmálum fyrir ákveðin lykilsvæði
í Evrópu. Þá erum við með 15 sölumenn
í Evrópu og Bandaríkjunum. Mun fleiri
vinna þó að framgangi Nikita á heimsvísu
því að við erum með dreifingaraðila í
flestum löndum sem sjá um markaðssetn-
ingu, sölu og aðra starfsemi tengda Nikita
í sínu landi.“
Kvenvörumerki ársins
Aðalheiður segir að viðtökurnar hafi verið
frábærar frá upphafi.
„Fram undan er að halda áfram að þróa
og kynna nýjar og betri vörulínur, auka
enn við markaðssetningu, styrkja stoðir
fyrirtækisins og svo stefnum við á að auka
söluna umtalsvert á komandi árum. Veltan
í ár verður um hálfur milljarður króna og
við afhendum í haust milljónustu flíkina
okkar.“
Þess má geta að Nikita var nýlega til-
nefnt sem kvenvörumerki ársins af öðrum
fyrirtækjum í bretta- og brettafatabrans-
anum.
„Í mínum augum er Nikita draumur sem
ég er að fylgjast með og láta rætast. Þetta
hefur gengið vel og vel það. Þetta er langt
frá því að vera áreynslulaust, langoftast
ánægjulegt en alltaf lærdómsríkt.“
VÖRUR SELDAR
Í RÚMLEGA
1400 VERSLUNUM
S A G A N Á B A K V I Ð N I K I T A
„Þetta er langt frá því að vera
áreynslulaust, langoftast ánægju-
legt en alltaf lærdómsríkt,“ segir
Aðalheiður Birgisdóttir.