Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 133

Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 133
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 133 Snjóbrettafatnaður Þegar Aðalheiður er spurð hvað hafi áhrif á hönnunina segir hún: „Allt sem ég heill- ast af. Það getur verið gömul bíómynd, púðursnjór uppi í fjalli, litir í náttúrunni eða súkkulaðikaka með rjóma. Yfirleitt bý ég til fötin sem mig sjálfa langar í. Maður verður að taka tillit til þess sem er að ger- ast á markaðnum en það er ekki hægt að láta stýra sér algerlega.“ Nikita er með þrjár vörulínur; tvær „streetwear-línur“ sem koma í verslanir annars vegar að hausti og hins vegar að vori og svo er það lína sem samanstendur af snjóbrettafatnaði fyrir næsta vetur, en það er nýjung hjá fyrirtækinu. „Nikita hefur ákveðinn stíl og sérkenni bæði hvað varðar snið og litanotkun og það tengir vörulínurnar. Það eru yfir 150 mismunandi hlutir í haust- og vorlínunum. Langmest af vörunum hefur aldrei sést í verslunum á Íslandi en þó hafa verslan- irnar Brim og Retro boðið upp á ágætis úrval.“ Vörur Nikita eru seldar í rúmlega 1400 verslunum í hinum ýmsu löndum. „Um helmingur eru verslanir sem tengj- ast bretta-lífsstílnum. Verslanirnar panta mismunandi hluti úr vörulínunni eftir því hver áherslan er hjá þeim en allar eiga það sameiginlegt að selja leiðandi merki í bretta- og götutískuheiminum. Ein besta aðferðin við að velja í hvaða verslunum við viljum selja vöruna er að skoða hvaða önnur vörumerki eru þar til sölu. Svo eru auðvitað aðrar staðreyndir sem skipta máli svo sem staðsetning verslananna og vöru- framsetning.“ Starfsemin úti í heimi Nikita er með starfsemi í nokkrum löndum. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en jafn- framt fer fram mikil starfsemi hjá dótturfé- lögunum í Hamborg og San Francisco. Þá er starfrækt skrifstofa á suðvesturströnd Frakklands. „Í Reykjavík erum við með tíu starfs- menn í hönnun, markaðssetningu, sölu og tengdum störfum. Skrifstofan í Hamborg, þar sem starfsmenn eru líka tíu, sér meðal annars um fjármál, innkaup og rekstur tölvukerfis fyrir Nikita í öllum löndum þar sem við erum með starfsemi auk þess að vera dreifingaraðili fyrir Þýskaland, Aust- urríki, Bretland og Frakkland. Hjá Nikita í San Francisco fer fram markaðssetning og sala á vörum fyrirtækisins í Banda- ríkjunum. Starfsmenn þar eru þrír. Tveir starfsmenn eru í Frakklandi en þeir vinna að markaðsmálum fyrir ákveðin lykilsvæði í Evrópu. Þá erum við með 15 sölumenn í Evrópu og Bandaríkjunum. Mun fleiri vinna þó að framgangi Nikita á heimsvísu því að við erum með dreifingaraðila í flestum löndum sem sjá um markaðssetn- ingu, sölu og aðra starfsemi tengda Nikita í sínu landi.“ Kvenvörumerki ársins Aðalheiður segir að viðtökurnar hafi verið frábærar frá upphafi. „Fram undan er að halda áfram að þróa og kynna nýjar og betri vörulínur, auka enn við markaðssetningu, styrkja stoðir fyrirtækisins og svo stefnum við á að auka söluna umtalsvert á komandi árum. Veltan í ár verður um hálfur milljarður króna og við afhendum í haust milljónustu flíkina okkar.“ Þess má geta að Nikita var nýlega til- nefnt sem kvenvörumerki ársins af öðrum fyrirtækjum í bretta- og brettafatabrans- anum. „Í mínum augum er Nikita draumur sem ég er að fylgjast með og láta rætast. Þetta hefur gengið vel og vel það. Þetta er langt frá því að vera áreynslulaust, langoftast ánægjulegt en alltaf lærdómsríkt.“ VÖRUR SELDAR Í RÚMLEGA 1400 VERSLUNUM S A G A N Á B A K V I Ð N I K I T A „Þetta er langt frá því að vera áreynslulaust, langoftast ánægju- legt en alltaf lærdómsríkt,“ segir Aðalheiður Birgisdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.