Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
M
eð þeim breytingum á ráðherra-
skipan sem urðu þegar ráðu-
neyti Geir H. Haarde tók við
völdum 15. júní sl. jukust áhrif
og völd kvenna innan ríkisstjórnarinnar.
Fjöldi kvenna í stjórninni helst að vísu
hinn sami og var, en hrókeringarnar eru
þó allrar athygli verðar. Stuðla að auknu
jafnrétti kynjanna, þó svo þær hafi ekki
endilega verið gerðar í því augnamiði.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins verður héðan í frá staðgengill
forsætisráðherra. Áður var sú regla við lýði
í stjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks, sem staðið hefur frá 1995,
að Geir H. Haarde hljóp í skarðið fyrir Hall-
dór Ásgrímsson. Áður höfðu þeir Halldór
og Davíð Oddsson sama háttinn á. Leystu
hvor annan af, eftir atvikum.
Völd og virðing
Valgerður Sverrisdóttir er nýr utanríkis-
ráðherra. Hún hefur verið iðnaðar- og við-
skiptaráðherra frá árinu 2000, en hefur nú
tekið við því embætti sem kemst næst for-
sætisráðuneyti að völdum og virðingu. Á
Íslandi, þar sem samsteypustjórnir tveggja
flokka eru algengastar, hefur sú óskráða
regla gilt að formenn stjórnarflokkanna
deili með sér ráðuneytum forsætis- og
utanríkismála. Undantekningin nú sannar
regluna. Valgerður á hins vegar að baki
bráðum tuttugu ára farsælan þingmanns-
feril og er að því leyti vel að vegsemdinni
komin.
Með brotthvarfi Sigríðar Önnu Þórðar-
dóttur úr umhverfisráðuneytinu á dögun-
um er Þorgerður Katrín eina konan í hópi
sex ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Í ráð-
herraliði Framsóknar eru konurnar hins
vegar þrjár: Valgerður, Siv Friðleifsdóttir
og Jónína Bjartmarz. Frá því haustið 2004
og þar til í mars síðastliðinn sat Valgerður
ein framsóknarkvenna í ríkisstjórn, en þá
settist Siv í stjórnina aftur og Jónína nú
í júní, þegar Sjálfstæðisflokkurinn „skil-
aði“ ráðuneyti umhverfismála aftur til sam-
starfsflokksins.
Breytt gildismat
Mannabreytingar í ríkisstjórn hafa aldrei
verið jafnmiklar og á yfirstandandi kjör-
tímabili. Fólk kemur og fer - og staldrar
skemur við en áður. Þetta hefur breytt
landslaginu í íslenskri pólítík og raunar er
gildismat í þjóðfélaginu allt annað nú en
var fyrir fáum árum. Aukin vitund um mik-
ilvægi jafnréttismála er hluti af því.
K O N U R Á Þ I N G I
22 KONUR
SITJA Á ALÞINGI
TEXTI: SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Þrátt fyrir Sigríður Anna Þórðardóttir hafi yfirgefið ríkisstjórn-
ina í staðinn fyrir Jónínu Bjartmarz þá eru breytingarnar á
ríkisstjórninni engu að síður í jafnréttisátt. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir er staðgengill forsætisráðherra og Valgerður
Sverrisdóttir er fyrsta konan í sæti utanríkisráðherra.
Sæunn Stefánsdóttir. Sest á þing í haust í
stað Halldórs Ásgrímssonar sem lætur af
næstum samfelldri 32 ára þingmennsku.