Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 162

Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 162
162 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 KYNN ING NORÐURMJÓLK: Vörur Norðurmjólkur eru vinsælar KEA-skyr, Húsavíkur-jógúrt og Smoothie skyrdrykkurinn eru þrjár þekktar vörutegundir sem koma frá Norðurmjólk á Akur-eyri, sem varð til í árslok 2000. Aðrar þekktar Norðurmjólkur- vörur eru Kotasæla, Gráðaostur, AB-ostur, Óðalsostur, Skólaostur og Mysingur. Norðurmjólk varð til við samruna mjólkursamlaganna á Akureyri og Húsavík og einkahlutafélagsins Grana, sem er í eigu bænda í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Norðurmjólk er með höfuðstöðvar á Akureyri, en selur mjólkurvörur um allt land. Norðurmjólk annast sjálf sölu og dreifingu á svæðinu frá Vopnafirði vestur á Siglufjörð, en Osta- og smjör- salan á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Hönnu Daggar Maronsdóttur, sölustjóra og markaðsfulltrúa. Hanna Dögg er sjávarútvegsfræðingur að mennt, stundaði nám við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan vorið 2005. Aðspurð segir hún að það sé síður en svo undarlegt að sjávarútvegsfræðingur sé kom- inn í mjólkina! Námið byggist á matvæla- og viðskiptafræði og henti mjög vel starfinu hjá Norðurmjólk, enda séu sjávarútvegsfyrirtæki mat- vælafyrirtæki og sama gildi að sjálfsögðu um Norðurmjólk. Fjórðungur mjólkurframleiðslunnar Á svæði Norðurmjólkur voru framleiddir 27.169.000 lítrar af mjólk árið 2005 og er það 24% af heild- armjólkurframleiðslunni í landinu. Um það bil 15% af heildarmagni þeirrar mjólkur sem Norðurmjólk tekur á móti árlega fer til framleiðslu á ferskvörum, 14% fara til skyrgerðar, 3% í aðrar sýrðar vörur og í smjörframleiðslu fara um 4%. Til framleiðslu á ostum þarf 64% heild- armjólkurmagnsins en Norðurmjólk er langstærsti ostaframleiðandi á Íslandi og framleiðir 50% af þeim osti sem framleiddur er. Þekktasta vara fyrirtækisins er hins vegar KEA-skyr en það er eitt sterkasta íslenska vörumerkið. Nýjar vörur og hollustumarkmið Nýjasta vara Norðurmjólkur er Smoothie-skyrdrykkurinn sem hefur verið á markaði í eitt ár. Stöðugt er unnið að þróun nýrra vörutegunda, en við þá vinnu leggur Norður- mjólk ríka áherslu á hollustu og náttúrulegan uppruna varanna. Þannig hefur Norðurmjólk markvisst sneytt hjá notkun gervihjálparefna. Hanna Dögg segir að ein mesta áskorunin sem fylgi starfinu sé að takast á við þær breytingar sem hafa átt sér stað í þróun verslana hér á landi. Lágvöruverslanir eru ráðandi á markaði og því fylgir minna vöru- val. Það kallar á nýjar áherslur í markaðs- og þróunarmálum. „Starf sölu- stjóra og markaðsfulltrúa er mjög skemmtilegt og fjölbreytt, enda felst í því dagleg umsjón með sölustjórnun, mikil samskipti við viðskiptavini og endursöluaðila varðandi sölu- og markaðsmál, greining sölutalna, gerð söluspár- og áætla. Auk þess hef ég umsjón með og ber ábyrgð á vörukynningum fyrir Norðurmjólk og endursöluaðila. Ég heimsæki alla dreifingaraðila okkar, bæði þá sem eru nær og fjær.“ Hanna Dögg Maronsdóttir er sjávarútvegsfræðingur og sölu og- markaðsfulltrúi Norðurmjólkur. Ársvelta Norður- mjólkur á Akureyri var rúmlega 2,8 millj- arðar króna á síðasta ári og starfsmenn fyrirtækisins eru um 70 talsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.