Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 162
162 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
KYNN ING NORÐURMJÓLK:
Vörur Norðurmjólkur eru vinsælar
KEA-skyr, Húsavíkur-jógúrt og Smoothie skyrdrykkurinn eru þrjár þekktar vörutegundir sem koma frá Norðurmjólk á Akur-eyri, sem varð til í árslok 2000. Aðrar þekktar Norðurmjólkur-
vörur eru Kotasæla, Gráðaostur, AB-ostur, Óðalsostur, Skólaostur og
Mysingur.
Norðurmjólk varð til við samruna mjólkursamlaganna á Akureyri og
Húsavík og einkahlutafélagsins Grana, sem er í eigu bænda í Eyjafjarðar-
og Þingeyjarsýslum. Norðurmjólk er með höfuðstöðvar á Akureyri,
en selur mjólkurvörur um allt land. Norðurmjólk annast sjálf sölu og
dreifingu á svæðinu frá Vopnafirði vestur á Siglufjörð, en Osta- og smjör-
salan á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Hönnu Daggar Maronsdóttur,
sölustjóra og markaðsfulltrúa.
Hanna Dögg er sjávarútvegsfræðingur að mennt, stundaði nám við
Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan vorið 2005. Aðspurð segir
hún að það sé síður en svo undarlegt að sjávarútvegsfræðingur sé kom-
inn í mjólkina! Námið byggist á matvæla- og viðskiptafræði og henti
mjög vel starfinu hjá Norðurmjólk, enda séu sjávarútvegsfyrirtæki mat-
vælafyrirtæki og sama gildi að sjálfsögðu um Norðurmjólk.
Fjórðungur mjólkurframleiðslunnar Á svæði Norðurmjólkur voru
framleiddir 27.169.000 lítrar af mjólk árið 2005 og er það 24% af heild-
armjólkurframleiðslunni í landinu. Um það bil 15% af heildarmagni
þeirrar mjólkur sem Norðurmjólk tekur á móti árlega fer til framleiðslu
á ferskvörum, 14% fara til skyrgerðar, 3% í aðrar sýrðar vörur og í
smjörframleiðslu fara um 4%. Til framleiðslu á ostum þarf 64% heild-
armjólkurmagnsins en Norðurmjólk er langstærsti ostaframleiðandi á
Íslandi og framleiðir 50% af þeim osti sem framleiddur er. Þekktasta
vara fyrirtækisins er hins vegar KEA-skyr en það er eitt sterkasta íslenska
vörumerkið.
Nýjar vörur og hollustumarkmið Nýjasta vara Norðurmjólkur er
Smoothie-skyrdrykkurinn sem hefur verið á markaði í eitt ár. Stöðugt
er unnið að þróun nýrra vörutegunda, en við þá vinnu leggur Norður-
mjólk ríka áherslu á hollustu og náttúrulegan uppruna varanna. Þannig
hefur Norðurmjólk markvisst sneytt hjá notkun gervihjálparefna.
Hanna Dögg segir að ein mesta áskorunin sem fylgi starfinu sé að
takast á við þær breytingar sem hafa átt sér stað í þróun verslana hér á
landi. Lágvöruverslanir eru ráðandi á markaði og því fylgir minna vöru-
val. Það kallar á nýjar áherslur í markaðs- og þróunarmálum. „Starf sölu-
stjóra og markaðsfulltrúa er mjög skemmtilegt og fjölbreytt, enda felst í
því dagleg umsjón með sölustjórnun, mikil samskipti við viðskiptavini
og endursöluaðila varðandi sölu- og markaðsmál, greining sölutalna,
gerð söluspár- og áætla. Auk þess hef ég umsjón með og ber ábyrgð á
vörukynningum fyrir Norðurmjólk og endursöluaðila. Ég heimsæki alla
dreifingaraðila okkar, bæði þá sem eru nær og fjær.“
Hanna Dögg Maronsdóttir
er sjávarútvegsfræðingur
og sölu og- markaðsfulltrúi
Norðurmjólkur.
Ársvelta Norður-
mjólkur á Akureyri
var rúmlega 2,8 millj-
arðar króna á síðasta
ári og starfsmenn
fyrirtækisins eru
um 70 talsins.