Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 174
174 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Þegar blómin tala
Blóm í öllum regnbogans litum eru fylgifiskar sumarsins.
Úrvalið er alltaf að aukast. Hugsa þarf vel um þessa gleði-
gjafa og passa upp á að vera með góða og næringarríka
mold og auðvitað birtu og skjól. Það þarf líka að muna eftir
að vökva fyrst á eftir og á þurrum dögum. Þá er hægt að
strá blákorni í beðin eða vökva með venjulegum inniblómaá-
burði. Látið blómin tala með því að hugsa vel um þau.
Stjúpurnar eru alltaf vinsælar og það sama má segja um
tóbakshorn, margaritu, nelliku, sólboða og morgunfrú......
Sumarið er gengið í garð. Björt sumarkvöld og -nætur ráða ríkjum, flugurnar
suða og fuglarnir syngja. Sólgleraugun eru sett upp, farið er í stuttbuxurnar
og veiðimenn setja á sig vöðlurnar og æða út í árnar í von um þann stóra.
Brosið breikkar á landanum. Hér eru nokkrir sumarsmellir; ýmislegt sem
tengist þessum skemmtilega árstíma. Sumarið sjálft er samt aðalsmellurinn.
Su
m
ar
sm
el
lir
Á hjólfáki fráum
Maður er frjáls eins og fuglinn á svona flottu
fjallahjóli og það er tilvalið að stíga á bak
á svona hjólhesti, eins og forfeður okkar
kölluðu reiðhjól, þegar sumarsólin skín sem
skærast. Kannski mætti kalla þetta hjólfák?
Tilvalið er að taka hjólið með sér í ferðalög og
hjóla í sveitasælunni.
Það er þó að ýmsu að hyggja þegar fjár-
fest er í fjallahjóli. Það sem einkennir gott
fjallahjól er meðal annars góður gírbúnaður,
legur og drif þurfa að vera vönduð, grindin stíf
og létt ásamt því að bremsur þurfa að vera
góðar. Allur aukabúnaður þarf að vera eins
léttur og hægt er. Frágangur á öllum búnaði
og vönduð samsetning er lykilatriði.
Þá er bara að taka hjólið úr geymslunni
eða bílskúrnum, stíga á bak og hjóla af stað.
Það er gaman að munda
stöngina við lygna á og bíða
eftir að laxinn bíti á. Sumir
eru með ólæknanlega laxveiði-
dellu og kaupa það nýjasta
hverju sinni þegar kemur að
veiðigræjunum.
Það nýjasta í stöngunum
er að komnir eru nýir litir,
svo sem ljósbrúnt og grænt.
Þá má nefna mismunandi frá-
gang á hjólsæti. Stangir eru
farnar að fást í fjórum hlutum
þannig að þær taka minna
pláss í farangrinum eða í
geymslunni.
Svo má ekki gleyma rétta
klæðnaðinum; vöðlunum...
Stór, kúpt og með skyggðu gleri
Sólgleraugu fylgja tískustraumum eins og flest annað og í ár eru þau stór,
kúpt og með skyggðu gleri. Það eru margir litir í tísku en mest áberandi
eru annaðhvort svört gleraugu eða hvít. Í einni verslun fengust þær upplýs-
ingar að segja megi að „sixties-stíll“ sé í gangi.
Vönduð sólgleraugu eiga að vera með viðurkenndri UV-vörn sem verndar
augun fyrir skaðlegum sólargeislum.
Í baráttunni við laxinn
TE
X
TI
:
S
V
A
V
A
J
Ó
N
S
D
Ó
TT
IR